Miðasölurisi sér um Sónar-hátíðina Stefán Þór Hjartarson skrifar 20. september 2018 07:00 Erlendir gestir munu ekki eiga í vandræðum með að kaupa miða með tilkomu StubHub. Fréttablaðið/Andri Marinó Erlendum gestum hefur fjölgað jafnt og þétt á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík síðustu árin og hefur nú verið gerður samningur við StubHub til að mæta þessari þróun. Miðasala á hátíðina er hafin. „Hátíðin hefur verið í mikilli þróun undanfarin ár – trendið hefur verið þannig að hlutfall erlendra gesta hefur aukist mikið. Á síðasta ári var það orðið 50/50. Markaðurinn hérna heima hefur verið mettaður og samkeppnin er mikil – það er ekki nóg með að það sé samkeppni á milli tónleika heldur finnst okkur að aðalsamkeppnin sé við viðburðahald erlendis: það eru Íslendingar að fara til Berlínar á Berghain, Óslóar á Kendrick Lamar, þeir fara til London á O2 stórtónleika og svo framvegis,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson hjá Sónar Reykjavík en forsvarsmenn hátíðarinnar hafa gert samning við bandaríska miðasölurisann StubHub um miðasölu fyrir næstu hátíð og er það tilraun þeirra til að auka hlutfall erlendra gesta en þar segir hann að helsti vaxtarbroddur hátíðarinnar liggi. „Við eigum hér á Íslandi mjög dyggan kúnnahóp sem við viljum allt gera fyrir en stærð markaðarins hér á landi er bara þannig að það er erfitt að stækka hann – við erum ekki risa-festival sem er að elta allra stærstu popplistamennina, því þeir eru of dýrir og við komum þeim ekki fyrir. Tækifæri okkar til að stækka liggur í að fá fleiri erlenda gesti og við erum í raun bara að hlúa að þeirri þróun, en þeim hefur fjölgað jafnt og þétt. Þannig að við fórum í það að finna erlendan aðila til að sjá um miðasöluna.“ Steinþór segir nokkra aðila hafa komið til greina en á endanum var það StubHub sem varð fyrir valinu. Fyrirtækið, sem er í eigu eBay, er ásamt Ticketmaster stærsta miðasölufyrirtæki í heiminum. StubHub hóf nýlega samstarf við Sónar í Barcelona, en hátíðin átti metár í ár og seldust yfir 130 þúsund miðar. Að sögn Steinþórs voru þeir hjá StubHub gríðarlega spenntir fyrir að komast inn á framandi markað eins og Ísland.„Við erum að taka stórt skref í því að breyta því hvernig við markaðssetjum okkur og hvernig við nálgumst miðasöluna. Ferlið verður miklu þægilegra, bæði fyrir Íslendinga og útlendinga – það hefur verið þröskuldur fyrir erlenda gesti að þurfa að fara inn á íslensku síðurnar, breyta í ensku, sjá svo bara verð í íslenskum krónum og vita ekkert hvernig þau virka, hvað er kennitala og svo kemur bara staðfestingarpóstur á íslensku sem segir þeim ekki neitt.“ Miðaverðið verður því í evrum héðan í frá og fylgir gengi gjaldmiðilsins. Bæði vegna þess og vegna mikillar samkeppni frá erlendum elektrónískum tónlistarhátíðum mun verðið lækka og er nú 130 evrur, eða um 16–17.000 íslenskar krónur. „Við erum að vona að bæði íslenskir og erlendir neytendur taki vel í þetta. Við erum gríðarlega spenntir fyrir samstarfinu við StubHub og því að fá erlendan aðila inn á þennan markað – kannski hristir það eitthvað upp í hlutunum.“ Þeir Íslendingar sem finnst mögulega óþægilegt að kaupa miða í gegnum erlenda aðila þurfa þó ekki að örvænta því að miða á hátíðina má finna á harpa.is. Hátíðin fer fram 25.–27. apríl á næsta ári og er miðasalan hafin en fyrstu listamenn á hátíðina verða kynntir eftir viku. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Tokens gjaldmiðillinn á Sónar Reykjavík Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík fer fram með pompi og prakt í Hörpu dagana 16. og 17. mars. 13. mars 2018 16:00 Bjóða miða á Sónar 2019 á tíu þúsund kall Fer fram 25. til 27. apríl á næsta ári. 19. mars 2018 11:56 Á sviði á sama tíma og stærsta númerið Reykjavíkurdætur spiluðu á Sónar Reykjavík um helgina en þær spiluðu á sama tíma og stærsta atriði hátíðarinnar, með bresku sveitinni Underworld, fór fram í sal við hliðina og létu það ekki á sig fá. 19. mars 2018 06:00 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Erlendum gestum hefur fjölgað jafnt og þétt á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík síðustu árin og hefur nú verið gerður samningur við StubHub til að mæta þessari þróun. Miðasala á hátíðina er hafin. „Hátíðin hefur verið í mikilli þróun undanfarin ár – trendið hefur verið þannig að hlutfall erlendra gesta hefur aukist mikið. Á síðasta ári var það orðið 50/50. Markaðurinn hérna heima hefur verið mettaður og samkeppnin er mikil – það er ekki nóg með að það sé samkeppni á milli tónleika heldur finnst okkur að aðalsamkeppnin sé við viðburðahald erlendis: það eru Íslendingar að fara til Berlínar á Berghain, Óslóar á Kendrick Lamar, þeir fara til London á O2 stórtónleika og svo framvegis,“ segir Steinþór Helgi Arnsteinsson hjá Sónar Reykjavík en forsvarsmenn hátíðarinnar hafa gert samning við bandaríska miðasölurisann StubHub um miðasölu fyrir næstu hátíð og er það tilraun þeirra til að auka hlutfall erlendra gesta en þar segir hann að helsti vaxtarbroddur hátíðarinnar liggi. „Við eigum hér á Íslandi mjög dyggan kúnnahóp sem við viljum allt gera fyrir en stærð markaðarins hér á landi er bara þannig að það er erfitt að stækka hann – við erum ekki risa-festival sem er að elta allra stærstu popplistamennina, því þeir eru of dýrir og við komum þeim ekki fyrir. Tækifæri okkar til að stækka liggur í að fá fleiri erlenda gesti og við erum í raun bara að hlúa að þeirri þróun, en þeim hefur fjölgað jafnt og þétt. Þannig að við fórum í það að finna erlendan aðila til að sjá um miðasöluna.“ Steinþór segir nokkra aðila hafa komið til greina en á endanum var það StubHub sem varð fyrir valinu. Fyrirtækið, sem er í eigu eBay, er ásamt Ticketmaster stærsta miðasölufyrirtæki í heiminum. StubHub hóf nýlega samstarf við Sónar í Barcelona, en hátíðin átti metár í ár og seldust yfir 130 þúsund miðar. Að sögn Steinþórs voru þeir hjá StubHub gríðarlega spenntir fyrir að komast inn á framandi markað eins og Ísland.„Við erum að taka stórt skref í því að breyta því hvernig við markaðssetjum okkur og hvernig við nálgumst miðasöluna. Ferlið verður miklu þægilegra, bæði fyrir Íslendinga og útlendinga – það hefur verið þröskuldur fyrir erlenda gesti að þurfa að fara inn á íslensku síðurnar, breyta í ensku, sjá svo bara verð í íslenskum krónum og vita ekkert hvernig þau virka, hvað er kennitala og svo kemur bara staðfestingarpóstur á íslensku sem segir þeim ekki neitt.“ Miðaverðið verður því í evrum héðan í frá og fylgir gengi gjaldmiðilsins. Bæði vegna þess og vegna mikillar samkeppni frá erlendum elektrónískum tónlistarhátíðum mun verðið lækka og er nú 130 evrur, eða um 16–17.000 íslenskar krónur. „Við erum að vona að bæði íslenskir og erlendir neytendur taki vel í þetta. Við erum gríðarlega spenntir fyrir samstarfinu við StubHub og því að fá erlendan aðila inn á þennan markað – kannski hristir það eitthvað upp í hlutunum.“ Þeir Íslendingar sem finnst mögulega óþægilegt að kaupa miða í gegnum erlenda aðila þurfa þó ekki að örvænta því að miða á hátíðina má finna á harpa.is. Hátíðin fer fram 25.–27. apríl á næsta ári og er miðasalan hafin en fyrstu listamenn á hátíðina verða kynntir eftir viku.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Tokens gjaldmiðillinn á Sónar Reykjavík Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík fer fram með pompi og prakt í Hörpu dagana 16. og 17. mars. 13. mars 2018 16:00 Bjóða miða á Sónar 2019 á tíu þúsund kall Fer fram 25. til 27. apríl á næsta ári. 19. mars 2018 11:56 Á sviði á sama tíma og stærsta númerið Reykjavíkurdætur spiluðu á Sónar Reykjavík um helgina en þær spiluðu á sama tíma og stærsta atriði hátíðarinnar, með bresku sveitinni Underworld, fór fram í sal við hliðina og létu það ekki á sig fá. 19. mars 2018 06:00 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Tokens gjaldmiðillinn á Sónar Reykjavík Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík fer fram með pompi og prakt í Hörpu dagana 16. og 17. mars. 13. mars 2018 16:00
Bjóða miða á Sónar 2019 á tíu þúsund kall Fer fram 25. til 27. apríl á næsta ári. 19. mars 2018 11:56
Á sviði á sama tíma og stærsta númerið Reykjavíkurdætur spiluðu á Sónar Reykjavík um helgina en þær spiluðu á sama tíma og stærsta atriði hátíðarinnar, með bresku sveitinni Underworld, fór fram í sal við hliðina og létu það ekki á sig fá. 19. mars 2018 06:00