Fiskeldisfrumvarpið samþykkt með öllum greiddum atkvæðum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. október 2018 23:32 Frumvarp sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra um rekstrarleyfi fiskeldisfyrirtækja til bráðabirgða var samþykkt um hálf tólf leytið i kvöld með 45 atkvæðum. Sex þingmenn sátu hjá. Vísir/ Einar Árnason Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, um rekstrarleyfi fiskeldisfyrirtækja til bráðabirgða var samþykkt á tólfta tímanum í kvöld með 45 atkvæðum. Sex þingmenn sátu hjá. Ráðherra lagði frumvarpið fram til að bregðast við ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis-og auðlindamála sem felldi úr gildi starfsleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja sem starfrækt eru á sunnanverðum Vestfjörðum. Í frumvarpinu felst heimild ráðherra málaflokksins til að gefa út rekstrarleyfi til bráðabirgða.Beita þurfti afbrigðum til að koma frumvarpi sjávarútvegsráðherra til fyrstu umræðu á Alþingi í dag. Frumvarpið var samþykkt með 45 atkvæðum en 6 þingmenn sátu hjá í atkvæðagreiðslu.Vísir/VilhelmAð fyrstu umferð lokinni var málið tekið fyrir í atvinnuveganefnd. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður nefndarinnar, kynnti síðan nefndarálitið fyrir þingi. Hún greindi frá því að nefndin hefði fengið á sinn fund Baldur P. Erlingsson og Jóhann Guðmundsson frá atvinnuvegaráðuneytinu, Viktor S. Pálsson frá Matvælastofnun, Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfis-og auðlindaráðherra auk aðstoðarmanns hans Orra Pál Jóhannson, Sigríði Auði Arnardóttur frá umhverfis og auðlindaráðuneytinu, Jóhannes Karl Sveinsson, Kristínu Haraldsdóttur og Trausta Fannar Valsson.Gagnrýna vinnubrögðin harðlega Sjávarútvegsráðherra lagði frumvarpið fram við upphaf þingfundar í dag og var málið samþykkt sem fyrr segir á tólfta tímanum í kvöld. Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu málsmeðferðina, hún hefði ekki verið vönduð. „Hvers vegna þurfti að keyra þetta mál í gegn helst á einum sólarhring?“ spurði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Helga Vala Helgadóttir gagnrýnir mjög að ekki hafi verið vandað til verka við meðferð málsins.vísir/vilhelmÍ annarri umferð kom Helga Vala auga á ágalla á frumvarpinu og gagnrýndi óvönduð vinnubrögð. Hún spurði hversu mörg leyfi fiskeldisfyrirtækja hefðu verið felld úr gildi. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, gat ekki svarað því strax. Þingmenn stjórnarandstöðunnar notuðu þetta sem dæmi um mistök sem gætu orðið við lagasetningu þegar mál eru keyrð í gegnum þingið á of skömmum tíma.Mikill hraði leiði af sér lélega löggjöf Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður viðreisnar, og Smári McCarthy, þingmaður Pírata, voru á sama máli og Helga Vala og sögðu að ekki hefði verið staðið að málinu svo sómi væri að. Smári sagði að þegar mál væru keyrð í gegnum þingið með slíkum hraða væri viðbúið að það myndi leiða af sér lélega löggjöf. Það væri fyrirsjáanlegt að mistök yrðu gerð. Þorgerður sagði að þeirri tillögu um að fá fleiri gesti fyrir atvinnuveganefnd hefði verið hafnað. Það hefði verið til bóta að fá fleiri sérfræðinga á fund atvinnuveganefndar sem hefðu ekki komið að málinu áður eins og fulltrúa frá fiskeldisfyriræki og veiðirétthafa. Hún benti jafnframt á að á þeim skamma tíma sem atvinnuveganefnd kom saman hefðu sérfræðingar komið með ábendingar sem hafi skipt miklu máli fyrir frumvarpið. Hún velti því fyrir hvaða ábendingar aðrir sérfræðingar hefðu mögulega komið á framfæri hefðu þeir fengið tækifæri til þess. Fiskeldi Tengdar fréttir Stefnt að skjótri afgreiðslu fiskeldisfrumvarps Beita þurfti afbrigðum til að koma frumvarpi sjávarútvegsráðherra til fyrstu umræðu á Alþingi í dag og var það samþykkt með 53 samhljóða atkvæðum. 9. október 2018 18:53 Neyðarástand bregðist stjórnvöld ekki við Ljóst þykir að ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa neikvæð áhrif á uppbyggingu laxeldis. 8. október 2018 07:00 Landvernd skorar á fyrrverandi framkvæmdastjóra Stjórn Landverndar skorar á umhverfis- og auðlindaráðherra auk sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að virða niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 9. október 2018 16:19 Ráðherra vill veita rekstrarleyfi til bráðabirgða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp er snýr að rekstrarleyfi til bráðabirgða í fiskeldi á aukafundi ríkisstjórnarinnar í hádeginu. 8. október 2018 13:47 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Sjá meira
Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra, um rekstrarleyfi fiskeldisfyrirtækja til bráðabirgða var samþykkt á tólfta tímanum í kvöld með 45 atkvæðum. Sex þingmenn sátu hjá. Ráðherra lagði frumvarpið fram til að bregðast við ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis-og auðlindamála sem felldi úr gildi starfsleyfi tveggja fiskeldisfyrirtækja sem starfrækt eru á sunnanverðum Vestfjörðum. Í frumvarpinu felst heimild ráðherra málaflokksins til að gefa út rekstrarleyfi til bráðabirgða.Beita þurfti afbrigðum til að koma frumvarpi sjávarútvegsráðherra til fyrstu umræðu á Alþingi í dag. Frumvarpið var samþykkt með 45 atkvæðum en 6 þingmenn sátu hjá í atkvæðagreiðslu.Vísir/VilhelmAð fyrstu umferð lokinni var málið tekið fyrir í atvinnuveganefnd. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður nefndarinnar, kynnti síðan nefndarálitið fyrir þingi. Hún greindi frá því að nefndin hefði fengið á sinn fund Baldur P. Erlingsson og Jóhann Guðmundsson frá atvinnuvegaráðuneytinu, Viktor S. Pálsson frá Matvælastofnun, Guðmund Inga Guðbrandsson umhverfis-og auðlindaráðherra auk aðstoðarmanns hans Orra Pál Jóhannson, Sigríði Auði Arnardóttur frá umhverfis og auðlindaráðuneytinu, Jóhannes Karl Sveinsson, Kristínu Haraldsdóttur og Trausta Fannar Valsson.Gagnrýna vinnubrögðin harðlega Sjávarútvegsráðherra lagði frumvarpið fram við upphaf þingfundar í dag og var málið samþykkt sem fyrr segir á tólfta tímanum í kvöld. Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu málsmeðferðina, hún hefði ekki verið vönduð. „Hvers vegna þurfti að keyra þetta mál í gegn helst á einum sólarhring?“ spurði Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Helga Vala Helgadóttir gagnrýnir mjög að ekki hafi verið vandað til verka við meðferð málsins.vísir/vilhelmÍ annarri umferð kom Helga Vala auga á ágalla á frumvarpinu og gagnrýndi óvönduð vinnubrögð. Hún spurði hversu mörg leyfi fiskeldisfyrirtækja hefðu verið felld úr gildi. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuveganefndar, gat ekki svarað því strax. Þingmenn stjórnarandstöðunnar notuðu þetta sem dæmi um mistök sem gætu orðið við lagasetningu þegar mál eru keyrð í gegnum þingið á of skömmum tíma.Mikill hraði leiði af sér lélega löggjöf Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður viðreisnar, og Smári McCarthy, þingmaður Pírata, voru á sama máli og Helga Vala og sögðu að ekki hefði verið staðið að málinu svo sómi væri að. Smári sagði að þegar mál væru keyrð í gegnum þingið með slíkum hraða væri viðbúið að það myndi leiða af sér lélega löggjöf. Það væri fyrirsjáanlegt að mistök yrðu gerð. Þorgerður sagði að þeirri tillögu um að fá fleiri gesti fyrir atvinnuveganefnd hefði verið hafnað. Það hefði verið til bóta að fá fleiri sérfræðinga á fund atvinnuveganefndar sem hefðu ekki komið að málinu áður eins og fulltrúa frá fiskeldisfyriræki og veiðirétthafa. Hún benti jafnframt á að á þeim skamma tíma sem atvinnuveganefnd kom saman hefðu sérfræðingar komið með ábendingar sem hafi skipt miklu máli fyrir frumvarpið. Hún velti því fyrir hvaða ábendingar aðrir sérfræðingar hefðu mögulega komið á framfæri hefðu þeir fengið tækifæri til þess.
Fiskeldi Tengdar fréttir Stefnt að skjótri afgreiðslu fiskeldisfrumvarps Beita þurfti afbrigðum til að koma frumvarpi sjávarútvegsráðherra til fyrstu umræðu á Alþingi í dag og var það samþykkt með 53 samhljóða atkvæðum. 9. október 2018 18:53 Neyðarástand bregðist stjórnvöld ekki við Ljóst þykir að ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa neikvæð áhrif á uppbyggingu laxeldis. 8. október 2018 07:00 Landvernd skorar á fyrrverandi framkvæmdastjóra Stjórn Landverndar skorar á umhverfis- og auðlindaráðherra auk sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að virða niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 9. október 2018 16:19 Ráðherra vill veita rekstrarleyfi til bráðabirgða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp er snýr að rekstrarleyfi til bráðabirgða í fiskeldi á aukafundi ríkisstjórnarinnar í hádeginu. 8. október 2018 13:47 Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Sjá meira
Stefnt að skjótri afgreiðslu fiskeldisfrumvarps Beita þurfti afbrigðum til að koma frumvarpi sjávarútvegsráðherra til fyrstu umræðu á Alþingi í dag og var það samþykkt með 53 samhljóða atkvæðum. 9. október 2018 18:53
Neyðarástand bregðist stjórnvöld ekki við Ljóst þykir að ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa neikvæð áhrif á uppbyggingu laxeldis. 8. október 2018 07:00
Landvernd skorar á fyrrverandi framkvæmdastjóra Stjórn Landverndar skorar á umhverfis- og auðlindaráðherra auk sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að virða niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. 9. október 2018 16:19
Ráðherra vill veita rekstrarleyfi til bráðabirgða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, kynnti frumvarp er snýr að rekstrarleyfi til bráðabirgða í fiskeldi á aukafundi ríkisstjórnarinnar í hádeginu. 8. október 2018 13:47