Michael orðinn þriðja stigs fellibylur og gengur „tröllaukinn“ á land á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2018 23:15 Hér sést Michael á ferð sinni yfir Mexíkóflóa í dag. Vísir/AP Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna, NHC, hefur nú skilgreint fellibylinn Michael sem þriðja stigs fellibyl. Gert er ráð fyrir að Michael gangi á land á morgun við Panama City Beach á hinu svokallaða Pönnuskafti (e. Panhandle) í Flórída. Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, varaði íbúa ríkisins við Michael á blaðamannafundi í dag og sagði hann „tröllaukinn“. Hann hvatti íbúa til að hlusta á viðvaranir yfirvalda og hika ekki við að flýja heimili sín þegar Mikael sækir í sig veðrið næstu klukkustundirnar. „Þetta er upp á líf og dauða,“ sagði Scott. „Þessi stormur getur grandað ykkur.“ Ávarp Scott má hlusta á í spilaranum hér að neðan.Viðvaranir vegna Michaels ná nú til yfir 20 milljóna manna í fimm ríkjum Bandaríkjanna, Flórída, Alabama, Georgíu, Mississippi og Suður-Karólínu. Þá hefur neyðarástandi verið lýst yfir í nær öllum sýslum Flórída, Alabama og Georgíu. 120 þúsund manns hefur jafnframt verið gert að flýja heimili sín við strendur Flórída. Vindhraði í Michael hefur mælst allt að 53 km/s og þá er búist við því að bylnum fylgi gríðarleg rigning. Áhrifa Michaels mun gæta í Karólínuríkjunum, þar sem fellibylurinn Flórens gekk nýlega á land og olli mikilli eyðileggingu. Eins og áður sagði gera spár ráð fyrir því að Michael gangi á land í grennd við Panama City Beach á Pönnuskaftinu og fikri sig svo hratt upp austurströnd Bandaríkjanna.Heavy rainfall from #Michael could produce life-threatening flashflooding from the Florida Panhandle and Big Bend region intoportions of Georgia, the Carolinas, and southeast Virginia. See the latest @NWSWPC forecast for more details. pic.twitter.com/Gj38izMHaI— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 9, 2018 Þegar hefur verið tilkynnt um þrettán dauðsföll af völdum Michaels í Mið-Ameríku yfir helgina. Sex létust í Hondúras, fjórir í Níkaragúa og þrír í El Salvador. Samkvæmt samantekt CNN er Mikael umfangsmesti fellibylurinn sem gengur á land á áðurnefndu pönnuskafti síðan fellibylurinn Dennis skall þar á árið 2005.FLORIDA - It is imperative that you heed the directions of your State and Local Officials. Please be prepared, be careful and be SAFE! #HurricaneMichael https://t.co/VP6PBXfzm9 pic.twitter.com/aKmaDNgZve— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 9, 2018 Bandaríkin Veður Tengdar fréttir Neyðarástand vegna fellibyls Fellibylurinn Michael stefnir á Flórída. Spár gera ráð fyrir því að hann gangi á land sem annars stigs fellibylur á morgun. Neyðarástandi lýst yfir og varað við hvassviðri, mikilli úrkomu, hækkandi sjávarborði og flóðum. 9. október 2018 07:00 Flórens nú flokkuð sem hitabeltisstormur Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir að fellibylurinn Flórens gekk yfir austurströnd Bandaríkjanna fyrr í dag. Yfir 600.000 heimili eru án rafmagns og byggingar hafa hrunið til grunna. 14. september 2018 23:46 Móðir og barn fyrstu fórnarlömb Flórens Samtals hafa nú fjórir látist vegna fellibylsins Flórens sem gengur nú yfir austurströnd Bandaríkjanna. 14. september 2018 19:51 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna, NHC, hefur nú skilgreint fellibylinn Michael sem þriðja stigs fellibyl. Gert er ráð fyrir að Michael gangi á land á morgun við Panama City Beach á hinu svokallaða Pönnuskafti (e. Panhandle) í Flórída. Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, varaði íbúa ríkisins við Michael á blaðamannafundi í dag og sagði hann „tröllaukinn“. Hann hvatti íbúa til að hlusta á viðvaranir yfirvalda og hika ekki við að flýja heimili sín þegar Mikael sækir í sig veðrið næstu klukkustundirnar. „Þetta er upp á líf og dauða,“ sagði Scott. „Þessi stormur getur grandað ykkur.“ Ávarp Scott má hlusta á í spilaranum hér að neðan.Viðvaranir vegna Michaels ná nú til yfir 20 milljóna manna í fimm ríkjum Bandaríkjanna, Flórída, Alabama, Georgíu, Mississippi og Suður-Karólínu. Þá hefur neyðarástandi verið lýst yfir í nær öllum sýslum Flórída, Alabama og Georgíu. 120 þúsund manns hefur jafnframt verið gert að flýja heimili sín við strendur Flórída. Vindhraði í Michael hefur mælst allt að 53 km/s og þá er búist við því að bylnum fylgi gríðarleg rigning. Áhrifa Michaels mun gæta í Karólínuríkjunum, þar sem fellibylurinn Flórens gekk nýlega á land og olli mikilli eyðileggingu. Eins og áður sagði gera spár ráð fyrir því að Michael gangi á land í grennd við Panama City Beach á Pönnuskaftinu og fikri sig svo hratt upp austurströnd Bandaríkjanna.Heavy rainfall from #Michael could produce life-threatening flashflooding from the Florida Panhandle and Big Bend region intoportions of Georgia, the Carolinas, and southeast Virginia. See the latest @NWSWPC forecast for more details. pic.twitter.com/Gj38izMHaI— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 9, 2018 Þegar hefur verið tilkynnt um þrettán dauðsföll af völdum Michaels í Mið-Ameríku yfir helgina. Sex létust í Hondúras, fjórir í Níkaragúa og þrír í El Salvador. Samkvæmt samantekt CNN er Mikael umfangsmesti fellibylurinn sem gengur á land á áðurnefndu pönnuskafti síðan fellibylurinn Dennis skall þar á árið 2005.FLORIDA - It is imperative that you heed the directions of your State and Local Officials. Please be prepared, be careful and be SAFE! #HurricaneMichael https://t.co/VP6PBXfzm9 pic.twitter.com/aKmaDNgZve— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 9, 2018
Bandaríkin Veður Tengdar fréttir Neyðarástand vegna fellibyls Fellibylurinn Michael stefnir á Flórída. Spár gera ráð fyrir því að hann gangi á land sem annars stigs fellibylur á morgun. Neyðarástandi lýst yfir og varað við hvassviðri, mikilli úrkomu, hækkandi sjávarborði og flóðum. 9. október 2018 07:00 Flórens nú flokkuð sem hitabeltisstormur Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir að fellibylurinn Flórens gekk yfir austurströnd Bandaríkjanna fyrr í dag. Yfir 600.000 heimili eru án rafmagns og byggingar hafa hrunið til grunna. 14. september 2018 23:46 Móðir og barn fyrstu fórnarlömb Flórens Samtals hafa nú fjórir látist vegna fellibylsins Flórens sem gengur nú yfir austurströnd Bandaríkjanna. 14. september 2018 19:51 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Neyðarástand vegna fellibyls Fellibylurinn Michael stefnir á Flórída. Spár gera ráð fyrir því að hann gangi á land sem annars stigs fellibylur á morgun. Neyðarástandi lýst yfir og varað við hvassviðri, mikilli úrkomu, hækkandi sjávarborði og flóðum. 9. október 2018 07:00
Flórens nú flokkuð sem hitabeltisstormur Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir að fellibylurinn Flórens gekk yfir austurströnd Bandaríkjanna fyrr í dag. Yfir 600.000 heimili eru án rafmagns og byggingar hafa hrunið til grunna. 14. september 2018 23:46
Móðir og barn fyrstu fórnarlömb Flórens Samtals hafa nú fjórir látist vegna fellibylsins Flórens sem gengur nú yfir austurströnd Bandaríkjanna. 14. september 2018 19:51