Fótbolti

Emil var sprautaður í hnéð og getur ekki æft

Henry Birgir Gunnarsson í Saint-Brieuc skrifar
Emil horfir á æfingar næstu dagana.
Emil horfir á æfingar næstu dagana.
Emil Hallfreðsson sat einn á hliðarlínunni á æfingu landsliðsins í dag og virðist fátt benda til þess að hann verði með í leiknum gegn Frökkum á fimmtudag.

„Standið er ágætt en ég hef verið í veseni með hnéð á mér síðustu tvær vikur. Hef ekki alveg verið 100 prósent og í gær þurfti ég að fara í sprautu á hnénu til að taka ákveðnar bólgur. Ég þarf að vera rólegur í tvo daga út af sprautunni,“ segir Emil og hann getur því ekkert æft með liðinu í aðdraganda Frakkaleiksins.

„Það er ekki ákveðið hvort ég spili gen Frökkum en það verður að ráðast næstu tvo daga. Ég hef ekkert rætt þetta við þjálfarann enda eiginlega nýkominn hingað.“

Emil segir það vera gríðarlega spennandi verkefni að mæta heimsmeisturunum á þeirra heimavelli.

„Það er fínt að fá áskorun eftir síðustu útreið. Fara bara í heimsmeistarana og sýna að við séum enn það lið sem við erum. Við getum minnt á okkur hérna og vitum að við erum enn gott lið.“




Tengdar fréttir

Sverrir Ingi: Fólk hefur rétt á sínum skoðunum

Sverrir Ingi Ingason og félagar í vörn íslenska landsliðsins hafa fengið sinn skerf af gagnrýni eftir fyrstu leikina í Þjóðadeildinni þar sem andstæðingar Íslands röðuðu inn mörkum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×