Tinni og Lukku-Láki séu skildir út undan Sveinn Arnarsson skrifar 9. október 2018 07:00 Ljóst er að myndasögubækur skipa stóran sess í lestri margra barna hér á landi. Hér gluggar Gísli í eina af bókunum um Lukku-Láka. Fréttablaðið/Ernir menning Frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um stuðning við útgáfu bóka á íslensku tekur ekki til útgáfu bóka á borð við Lukku-Láka, Tinna, Ástrík og fleiri myndasögur sem gefnar eru út hér á landi með íslenskum texta. Gísli Einarsson, framkvæmdastjóri Nexus á Íslandi, telur það geta stangast á við markmið laganna um að auka lestur hér á landi. Frumvarp Lilju hefur verið lagt fram á þingi. Markmið laganna er að efla útgáfu bóka á íslensku með því að veita bókaútgefendum tímabundinn stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við útgáfu bóka á íslensku. Kemur þar fram að „bókaútgáfa er ein af mikilvægustu stoðum íslenskrar menningar og er gildi hennar fyrir verndun og stuðning við íslenska tungu og eflingu læsis óumdeilt“.Lilja AlfreðsdóttirHins vegar er ekki gert ráð fyrir að veittur sé stuðningur vegna útgáfu tímarita. Með tímaritum er átt við hvers konar útgáfu rita sem koma út reglulega og að minnsta kosti tvisvar sinnum á ári eða að útgáfan sé liður í ótímabundinni röð og gert sé ráð fyrir útgáfu um ófyrirsjáanlega framtíð. Þetta segir Gísli að gæti gengið gegn markmiðum laganna. „Þarna tel ég að tryggja þurfi að lesefni, sem ætlað sé börnum, falli ekki undir tímarit. Miðað við þá skilgreiningu sem er að finna í skýringum með frumvarpinu þá er ekki annað að sjá en að bækur á borð við Lukku-Láka, Tinna, Ástrík og fleiri myndasögur sem ég og fleiri ólumst upp við að lesa séu skilgreindar sem tímarit. Þær eru hluti af seríu, eru númeraðar, geta komið út oftar en einu sinni á ári,“ segir Gísli. „Myndasögur eru mikilvægar til að auka lestur ungs fólks og því brýnt að útgefendur myndasögubóka á íslensku standi jafnfætis öðrum bókaútgefendum hér á landi.“ Gísli stendur sjálfur fyrir þýðingum á bókum sem alla jafna kallast myndasögur eða myndrænar skáldsögur þar sem lengri sögum er skipt niður í margar bækur. Sögurnar beri sama yfirtitil, segir hann, og koma oft á tíðum margir höfundar að einni og sömu bókinni. Því sé það ákveðið réttlætismál að sú útgáfa lendi ekki í flokki með tímaritum og eigi því ekki rétt á endurgreiðslu kostnaðar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Sjá meira
menning Frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, um stuðning við útgáfu bóka á íslensku tekur ekki til útgáfu bóka á borð við Lukku-Láka, Tinna, Ástrík og fleiri myndasögur sem gefnar eru út hér á landi með íslenskum texta. Gísli Einarsson, framkvæmdastjóri Nexus á Íslandi, telur það geta stangast á við markmið laganna um að auka lestur hér á landi. Frumvarp Lilju hefur verið lagt fram á þingi. Markmið laganna er að efla útgáfu bóka á íslensku með því að veita bókaútgefendum tímabundinn stuðning í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við útgáfu bóka á íslensku. Kemur þar fram að „bókaútgáfa er ein af mikilvægustu stoðum íslenskrar menningar og er gildi hennar fyrir verndun og stuðning við íslenska tungu og eflingu læsis óumdeilt“.Lilja AlfreðsdóttirHins vegar er ekki gert ráð fyrir að veittur sé stuðningur vegna útgáfu tímarita. Með tímaritum er átt við hvers konar útgáfu rita sem koma út reglulega og að minnsta kosti tvisvar sinnum á ári eða að útgáfan sé liður í ótímabundinni röð og gert sé ráð fyrir útgáfu um ófyrirsjáanlega framtíð. Þetta segir Gísli að gæti gengið gegn markmiðum laganna. „Þarna tel ég að tryggja þurfi að lesefni, sem ætlað sé börnum, falli ekki undir tímarit. Miðað við þá skilgreiningu sem er að finna í skýringum með frumvarpinu þá er ekki annað að sjá en að bækur á borð við Lukku-Láka, Tinna, Ástrík og fleiri myndasögur sem ég og fleiri ólumst upp við að lesa séu skilgreindar sem tímarit. Þær eru hluti af seríu, eru númeraðar, geta komið út oftar en einu sinni á ári,“ segir Gísli. „Myndasögur eru mikilvægar til að auka lestur ungs fólks og því brýnt að útgefendur myndasögubóka á íslensku standi jafnfætis öðrum bókaútgefendum hér á landi.“ Gísli stendur sjálfur fyrir þýðingum á bókum sem alla jafna kallast myndasögur eða myndrænar skáldsögur þar sem lengri sögum er skipt niður í margar bækur. Sögurnar beri sama yfirtitil, segir hann, og koma oft á tíðum margir höfundar að einni og sömu bókinni. Því sé það ákveðið réttlætismál að sú útgáfa lendi ekki í flokki með tímaritum og eigi því ekki rétt á endurgreiðslu kostnaðar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Fleiri fréttir Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Sjá meira