Enn segja breskir fjölmiðlar falsfréttir sem tengjast Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2018 14:00 Fylgst er grannt með Benny. Vísir/AP Ef marka mátti fréttir í breskum fjölmiðlum um helgina stóð til að flytja mjaldurinn Benny sem álpast hefur inn í Thames í Bretlandi til Íslands í fyrirhugað hvalaathvarf í Vestmannaeyjum. Svo virðist sem að fréttirnar hafi byggst á misskilningi, líkt og fréttir um yfirvofandi gos í Kötlu fyrir skömmu. Benny the Beluga, eða mjaldurinn Benny, hefur vakið töluverða athygli í Bretlandi undanfarna daga en hann hefur dvalið í Thames-ánni í um tvær vikur. Sérfræðingar fylgast nú grannt með atferli Benny. Vonir standa til að hann muni sjálfur koma sér aftur í Norðursjóinn en takist það ekki verður skoðað hægt verði aðstoða hvalinn. Um helgina birtust hins vegar fréttir af því að til stæði að fanga Benny til þess að koma honum flugleiðis til Vestmannaeyja þar sem fyrirhugað hvalaathvarf verður staðsett. Var aðgerðinni líkt við þá sem fór af stað þegar háhyrningurinn Keikó kom hingað til lands á síðustu öld.Fyrirsögn greinar Daily Telegraph.Mynd/SkjáskotVoru fréttir þess efnis byggðar á frétt Daily Telegraph þar sem rætt var sjávarlífræðinginn Chris Parsons um hvernig slík aðgerð yrði framkvæmd. Daily Mail, einn víðlesnasti fjölmiðill heims, og Daily Mirror, birtu fréttir byggðar á frétt Telegraph og því slegið upp að Benny væri mögulega á leið til Íslands.Því sáu forsvarsmenn British Divers Marine Life Rescue, sem hafa fengið það verkefnið að fylgjast með Benny, sig tilneydda til þess að gefa útyfirlýsingu á Facebook vegna fréttar Telegraphþar sem segir að fréttin sé ekki byggð á staðreyndum.Þar segir að verið sé að kanna hvernig sé hægt að koma Benny til aðstoðar en engar áætlanir séu uppi um að flytja hann flugleiðis úr ánni. „Við höfum engar áætlanir uppi um að flytja hann til Íslands,“ segir í bréfi sem samtökin sendu á ritstjórn Telegraph. Þar segir einnig að líklega sé fréttin á misskilningi byggð þar sem samtal Parsons við blaðamann Telegraph hafi aðeins snúist um tvo mjaldra í Kína sem stefnt er að flytja til Vestmannaeyja, líkt og greint hefur verið frá.Stutt er síðan breskir fjölmiðlar birtu fréttir um að eldfjallið Katla væri við það að fara að gjósa og var súumfjöllun byggð á frétt Sunday Timesvegna rannsóknar eldfjallafræðingsins Evgeniu Ilyinskaya og samstarfsfélaga hennar sem benti til þess að mikið magn koltvísýrings flæði upp úr Kötlu. Var það túlkað sem svo að gos í Kötlu væri yfirvofandi.Eftir harða gagnrýni Evgeniu leiðrétti Times fréttina,baðst afsökunar og breytti fyrirsögn hennar. Dýr Fjölmiðlar Tengdar fréttir Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Ný rannsókn gefur ekki til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður. 20. september 2018 21:59 Breskir fjölmiðlar slá upp „yfirvofandi risagosi“ í Kötlu án mikillar innistæðu Fjölmiðlar í Bretlandi keppast nú við að vara við því að eldfjallið Katla geti gosið á hverri stundu með tilheyrandi áhrifum á flugumferð í Evrópu. Eldfjallafræðingur gagnrýnir greinina sem umfjöllun bresku fjölmiðlanna er byggð á. 23. september 2018 18:45 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Sjá meira
Ef marka mátti fréttir í breskum fjölmiðlum um helgina stóð til að flytja mjaldurinn Benny sem álpast hefur inn í Thames í Bretlandi til Íslands í fyrirhugað hvalaathvarf í Vestmannaeyjum. Svo virðist sem að fréttirnar hafi byggst á misskilningi, líkt og fréttir um yfirvofandi gos í Kötlu fyrir skömmu. Benny the Beluga, eða mjaldurinn Benny, hefur vakið töluverða athygli í Bretlandi undanfarna daga en hann hefur dvalið í Thames-ánni í um tvær vikur. Sérfræðingar fylgast nú grannt með atferli Benny. Vonir standa til að hann muni sjálfur koma sér aftur í Norðursjóinn en takist það ekki verður skoðað hægt verði aðstoða hvalinn. Um helgina birtust hins vegar fréttir af því að til stæði að fanga Benny til þess að koma honum flugleiðis til Vestmannaeyja þar sem fyrirhugað hvalaathvarf verður staðsett. Var aðgerðinni líkt við þá sem fór af stað þegar háhyrningurinn Keikó kom hingað til lands á síðustu öld.Fyrirsögn greinar Daily Telegraph.Mynd/SkjáskotVoru fréttir þess efnis byggðar á frétt Daily Telegraph þar sem rætt var sjávarlífræðinginn Chris Parsons um hvernig slík aðgerð yrði framkvæmd. Daily Mail, einn víðlesnasti fjölmiðill heims, og Daily Mirror, birtu fréttir byggðar á frétt Telegraph og því slegið upp að Benny væri mögulega á leið til Íslands.Því sáu forsvarsmenn British Divers Marine Life Rescue, sem hafa fengið það verkefnið að fylgjast með Benny, sig tilneydda til þess að gefa útyfirlýsingu á Facebook vegna fréttar Telegraphþar sem segir að fréttin sé ekki byggð á staðreyndum.Þar segir að verið sé að kanna hvernig sé hægt að koma Benny til aðstoðar en engar áætlanir séu uppi um að flytja hann flugleiðis úr ánni. „Við höfum engar áætlanir uppi um að flytja hann til Íslands,“ segir í bréfi sem samtökin sendu á ritstjórn Telegraph. Þar segir einnig að líklega sé fréttin á misskilningi byggð þar sem samtal Parsons við blaðamann Telegraph hafi aðeins snúist um tvo mjaldra í Kína sem stefnt er að flytja til Vestmannaeyja, líkt og greint hefur verið frá.Stutt er síðan breskir fjölmiðlar birtu fréttir um að eldfjallið Katla væri við það að fara að gjósa og var súumfjöllun byggð á frétt Sunday Timesvegna rannsóknar eldfjallafræðingsins Evgeniu Ilyinskaya og samstarfsfélaga hennar sem benti til þess að mikið magn koltvísýrings flæði upp úr Kötlu. Var það túlkað sem svo að gos í Kötlu væri yfirvofandi.Eftir harða gagnrýni Evgeniu leiðrétti Times fréttina,baðst afsökunar og breytti fyrirsögn hennar.
Dýr Fjölmiðlar Tengdar fréttir Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Ný rannsókn gefur ekki til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður. 20. september 2018 21:59 Breskir fjölmiðlar slá upp „yfirvofandi risagosi“ í Kötlu án mikillar innistæðu Fjölmiðlar í Bretlandi keppast nú við að vara við því að eldfjallið Katla geti gosið á hverri stundu með tilheyrandi áhrifum á flugumferð í Evrópu. Eldfjallafræðingur gagnrýnir greinina sem umfjöllun bresku fjölmiðlanna er byggð á. 23. september 2018 18:45 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Sjá meira
Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Ný rannsókn gefur ekki til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður. 20. september 2018 21:59
Breskir fjölmiðlar slá upp „yfirvofandi risagosi“ í Kötlu án mikillar innistæðu Fjölmiðlar í Bretlandi keppast nú við að vara við því að eldfjallið Katla geti gosið á hverri stundu með tilheyrandi áhrifum á flugumferð í Evrópu. Eldfjallafræðingur gagnrýnir greinina sem umfjöllun bresku fjölmiðlanna er byggð á. 23. september 2018 18:45