Enn segja breskir fjölmiðlar falsfréttir sem tengjast Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2018 14:00 Fylgst er grannt með Benny. Vísir/AP Ef marka mátti fréttir í breskum fjölmiðlum um helgina stóð til að flytja mjaldurinn Benny sem álpast hefur inn í Thames í Bretlandi til Íslands í fyrirhugað hvalaathvarf í Vestmannaeyjum. Svo virðist sem að fréttirnar hafi byggst á misskilningi, líkt og fréttir um yfirvofandi gos í Kötlu fyrir skömmu. Benny the Beluga, eða mjaldurinn Benny, hefur vakið töluverða athygli í Bretlandi undanfarna daga en hann hefur dvalið í Thames-ánni í um tvær vikur. Sérfræðingar fylgast nú grannt með atferli Benny. Vonir standa til að hann muni sjálfur koma sér aftur í Norðursjóinn en takist það ekki verður skoðað hægt verði aðstoða hvalinn. Um helgina birtust hins vegar fréttir af því að til stæði að fanga Benny til þess að koma honum flugleiðis til Vestmannaeyja þar sem fyrirhugað hvalaathvarf verður staðsett. Var aðgerðinni líkt við þá sem fór af stað þegar háhyrningurinn Keikó kom hingað til lands á síðustu öld.Fyrirsögn greinar Daily Telegraph.Mynd/SkjáskotVoru fréttir þess efnis byggðar á frétt Daily Telegraph þar sem rætt var sjávarlífræðinginn Chris Parsons um hvernig slík aðgerð yrði framkvæmd. Daily Mail, einn víðlesnasti fjölmiðill heims, og Daily Mirror, birtu fréttir byggðar á frétt Telegraph og því slegið upp að Benny væri mögulega á leið til Íslands.Því sáu forsvarsmenn British Divers Marine Life Rescue, sem hafa fengið það verkefnið að fylgjast með Benny, sig tilneydda til þess að gefa útyfirlýsingu á Facebook vegna fréttar Telegraphþar sem segir að fréttin sé ekki byggð á staðreyndum.Þar segir að verið sé að kanna hvernig sé hægt að koma Benny til aðstoðar en engar áætlanir séu uppi um að flytja hann flugleiðis úr ánni. „Við höfum engar áætlanir uppi um að flytja hann til Íslands,“ segir í bréfi sem samtökin sendu á ritstjórn Telegraph. Þar segir einnig að líklega sé fréttin á misskilningi byggð þar sem samtal Parsons við blaðamann Telegraph hafi aðeins snúist um tvo mjaldra í Kína sem stefnt er að flytja til Vestmannaeyja, líkt og greint hefur verið frá.Stutt er síðan breskir fjölmiðlar birtu fréttir um að eldfjallið Katla væri við það að fara að gjósa og var súumfjöllun byggð á frétt Sunday Timesvegna rannsóknar eldfjallafræðingsins Evgeniu Ilyinskaya og samstarfsfélaga hennar sem benti til þess að mikið magn koltvísýrings flæði upp úr Kötlu. Var það túlkað sem svo að gos í Kötlu væri yfirvofandi.Eftir harða gagnrýni Evgeniu leiðrétti Times fréttina,baðst afsökunar og breytti fyrirsögn hennar. Dýr Fjölmiðlar Tengdar fréttir Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Ný rannsókn gefur ekki til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður. 20. september 2018 21:59 Breskir fjölmiðlar slá upp „yfirvofandi risagosi“ í Kötlu án mikillar innistæðu Fjölmiðlar í Bretlandi keppast nú við að vara við því að eldfjallið Katla geti gosið á hverri stundu með tilheyrandi áhrifum á flugumferð í Evrópu. Eldfjallafræðingur gagnrýnir greinina sem umfjöllun bresku fjölmiðlanna er byggð á. 23. september 2018 18:45 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Ef marka mátti fréttir í breskum fjölmiðlum um helgina stóð til að flytja mjaldurinn Benny sem álpast hefur inn í Thames í Bretlandi til Íslands í fyrirhugað hvalaathvarf í Vestmannaeyjum. Svo virðist sem að fréttirnar hafi byggst á misskilningi, líkt og fréttir um yfirvofandi gos í Kötlu fyrir skömmu. Benny the Beluga, eða mjaldurinn Benny, hefur vakið töluverða athygli í Bretlandi undanfarna daga en hann hefur dvalið í Thames-ánni í um tvær vikur. Sérfræðingar fylgast nú grannt með atferli Benny. Vonir standa til að hann muni sjálfur koma sér aftur í Norðursjóinn en takist það ekki verður skoðað hægt verði aðstoða hvalinn. Um helgina birtust hins vegar fréttir af því að til stæði að fanga Benny til þess að koma honum flugleiðis til Vestmannaeyja þar sem fyrirhugað hvalaathvarf verður staðsett. Var aðgerðinni líkt við þá sem fór af stað þegar háhyrningurinn Keikó kom hingað til lands á síðustu öld.Fyrirsögn greinar Daily Telegraph.Mynd/SkjáskotVoru fréttir þess efnis byggðar á frétt Daily Telegraph þar sem rætt var sjávarlífræðinginn Chris Parsons um hvernig slík aðgerð yrði framkvæmd. Daily Mail, einn víðlesnasti fjölmiðill heims, og Daily Mirror, birtu fréttir byggðar á frétt Telegraph og því slegið upp að Benny væri mögulega á leið til Íslands.Því sáu forsvarsmenn British Divers Marine Life Rescue, sem hafa fengið það verkefnið að fylgjast með Benny, sig tilneydda til þess að gefa útyfirlýsingu á Facebook vegna fréttar Telegraphþar sem segir að fréttin sé ekki byggð á staðreyndum.Þar segir að verið sé að kanna hvernig sé hægt að koma Benny til aðstoðar en engar áætlanir séu uppi um að flytja hann flugleiðis úr ánni. „Við höfum engar áætlanir uppi um að flytja hann til Íslands,“ segir í bréfi sem samtökin sendu á ritstjórn Telegraph. Þar segir einnig að líklega sé fréttin á misskilningi byggð þar sem samtal Parsons við blaðamann Telegraph hafi aðeins snúist um tvo mjaldra í Kína sem stefnt er að flytja til Vestmannaeyja, líkt og greint hefur verið frá.Stutt er síðan breskir fjölmiðlar birtu fréttir um að eldfjallið Katla væri við það að fara að gjósa og var súumfjöllun byggð á frétt Sunday Timesvegna rannsóknar eldfjallafræðingsins Evgeniu Ilyinskaya og samstarfsfélaga hennar sem benti til þess að mikið magn koltvísýrings flæði upp úr Kötlu. Var það túlkað sem svo að gos í Kötlu væri yfirvofandi.Eftir harða gagnrýni Evgeniu leiðrétti Times fréttina,baðst afsökunar og breytti fyrirsögn hennar.
Dýr Fjölmiðlar Tengdar fréttir Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Ný rannsókn gefur ekki til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður. 20. september 2018 21:59 Breskir fjölmiðlar slá upp „yfirvofandi risagosi“ í Kötlu án mikillar innistæðu Fjölmiðlar í Bretlandi keppast nú við að vara við því að eldfjallið Katla geti gosið á hverri stundu með tilheyrandi áhrifum á flugumferð í Evrópu. Eldfjallafræðingur gagnrýnir greinina sem umfjöllun bresku fjölmiðlanna er byggð á. 23. september 2018 18:45 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Magnús Tumi finnur sig knúinn til að leiðrétta misskilning um Kötlu Ný rannsókn gefur ekki til kynna hvort gos sé í aðsigi eða hversu stórt næsta gos verður. 20. september 2018 21:59
Breskir fjölmiðlar slá upp „yfirvofandi risagosi“ í Kötlu án mikillar innistæðu Fjölmiðlar í Bretlandi keppast nú við að vara við því að eldfjallið Katla geti gosið á hverri stundu með tilheyrandi áhrifum á flugumferð í Evrópu. Eldfjallafræðingur gagnrýnir greinina sem umfjöllun bresku fjölmiðlanna er byggð á. 23. september 2018 18:45