Að slökkva á sjónvarpinu án þess að barnið tryllist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. október 2018 22:15 Sjónvarpið getur reynst dýrmæt barnapía. Getty Images Margir foreldrar þekkja eflaust hve erfitt það getur verið að takmarka notkun barnanna á spjaldtölvum, tölvum eða draga úr sjónvarpsglápi. Tækin, sem sumir kalla jafnt í gríni sem alvöru bestu barnapíur í heimi, geta skapað ástand á heimilum þar sem börnunum líður eins og heimurinn sé að farast, það er þegar slökkt er á tækjunum. Fjallað er um vandamálið á ýmsum vefsíðum sem snerta á uppeldisaðferðum, meðal annars vefsíðunni Mother.ly sem þessi greint byggist á og nýttist blaðamanni vel á sínum tíma. Hver kannast ekki við að kalla á börnin sín úr eldhúsinu og minna á að það séu fimm mínútur í mat? Og þegar komið er að mat ætla himinn og jörð að farast því slökkva á á sjónvarpinu. Í verstu tilfellum er hurðum skellt og í ljós kemur að orðaforði barnanna er meiri og dónalegri en foreldrar gerðu sér grein fyrir. Sálfræðingurinn Isabelle Filliozat hefur skrifað margar bækur um menntun barna og uppeldi þeirra í hinum frönskumælandi heimi. Hún hefur góð ráð um hvernig hægt er að leysa vandamálið eða í það minnsta gera það viðráðanlegra. Hjálpa börnunum aftur í raunheiminn Lausnin felst ekki í því að fjarlægja öll tæki af heimilinu heldur að hjálpa börnunum úr „tækjaheiminum“ og aftur í raunheiminn, heima í stofu. Filliozat spyr hvort einhver hafi lent í því að það verði rafmagnslaust í miðjum spennandi fótboltaleik í sjónvarpinu? Eða þegar óvart var ýtt á rangan takka í miðri rómantískri gamanmynd, þegar aðalpersónurnar voru að fara að kyssast. Það er erfitt að yfirgefa ástand gleði, sem er sú stemning sem skjátíminn skapar í heila okkar. Það er erfitt fyrir fullorðna og getur verið hrikalegt fyrir börn, segir í umfjölluninni á Mother.ly. Þegar mannfólkið er djúpt sokkið í bíómynd eða tölvuleik erum við komin í annan heim. Skjárinn dáleiðir huga okkar. Ljósin, hljóðin og takturinn setur flæði af stað í heilanum. Okkur líður vel og við viljum ekki gera neitt annað. Sérstaklega ekki að ástandið breytist. Dópamínfall orsakar vanlíðan Á þessum tíma býr heilinn okkar til dópamín sem losar um streitu og sársauka. Allt leikur í lyndi, þar til slökkt er á skjánum. Þá verður dópamínfall í líkamanum, án nokkurrar viðvörunar, sem lætur okkur líða illa. Það er á þessum tíma sem öskrin og mótmælin byrja hjá börnunum. Það skiptir engu máli hve skýrir foreldrar eru. „Einn þáttur í viðbót“ eða „við slökkvum eftir 20 mínútur“. Vonbrigðin verða alltaf mikil. Þótt það virðist sanngjarnt frá sjónarhorni foreldra þá eru börnin stödd í öðrum heimi. Filliozat líkir því við að börnunum líði eins og þau hafi verið slegin utan undir. Að slökkva á núll einni getur skapað sársauka. Í staðinn mælir Filliozat með því að foreldrar stígi inn í heim barnsins augnablik og byggi brú frá skjáheiminum inn í raunheiminn.Lausnin sé sú að nokkru áður en slökkva á á skjánum eigi foreldrar að setjast niður við hlið barna sinna. Horfa aðeins með barninu á sjónvarpið eða þar sem barnið er að drepa geimverur í tonnatali í tölvuleik. Þetta þarf ekki að vera nema í mínútu þess vegna. Bara deila upplifuninni og spyrja svo spurninga:„Hvað ertu að horfa á,“ dugar fyrir suma krakka. Aðrir gætu þurft nákvæmari spurningar. „Í hvaða borð ertu komin? Hvaða karakter er þetta eiginlega?“Kunna að meta áhuga foreldraHeilt yfir elska krakkar þegar foreldrar sína þeim áhuga og því sem þau eru að pæla í. Jafnvel þótt þau svari ekki í fyrstu eða virðist upptekinn, ekki gefast upp. Sittu aðeins lengur og spurðu annarrar spurningar.Þegar barnið byrjar að svara spurningunum eða segir þér frá einhverju sem er í gangi á skjánum þýðir það að barnið er að færast úr skjáheiminum yfir í raunheiminn. Barnið er að verða meðvitað um umhverfi sitt á nýjan leik og það verður ekki sama fall á dópamíni þegar slökkt er á skjánum því þú ert búinn að byggja brú á milli þess staðar þar sem barnið er í huganum og þú ert í stofunni.Í framhaldinu geturðu farið að ræða að kominn sé matmálstími, að í kvöld þurfi barnið að fara í bað eða einfaldlega að nú sé skjátíma lokið. Mínútan sem þú settist niður með barninu og efndir til samskipta á meðan á skjátíma stóð hefur orðið til þess að barnið getur hlustað á þig og meðtekið skilaboðin. Viðbrögðin við athyglina frá foreldri gætu leitt til þess að barnið vill slökkva á sjónvarpinu/tölvunni að eigin frumkvæði. Ráðleggingar: Næst þegar barnið þitt situr fyrir framan skjá og þú vilt binda endi á áhorfið1) Sestu niður með barninu í 30 sekúndur, mínútu eða lengur og horfðu á það sama og barnið er að horfa2) Spurðu sakleysislegrar spurningar um hvað sé í gangi. Flestir krakkar vilja athygli foreldra sinna og munu svara3) Þegar samtalið er byrjað hefurðu búið til brú fyrir barnið að yfirgefa skjáheiminn og koma aftur í raunheiminn án þess að himinn og jörð farist vegna hormónahruns4) Njótið dagsins saman Börn og uppeldi Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
Margir foreldrar þekkja eflaust hve erfitt það getur verið að takmarka notkun barnanna á spjaldtölvum, tölvum eða draga úr sjónvarpsglápi. Tækin, sem sumir kalla jafnt í gríni sem alvöru bestu barnapíur í heimi, geta skapað ástand á heimilum þar sem börnunum líður eins og heimurinn sé að farast, það er þegar slökkt er á tækjunum. Fjallað er um vandamálið á ýmsum vefsíðum sem snerta á uppeldisaðferðum, meðal annars vefsíðunni Mother.ly sem þessi greint byggist á og nýttist blaðamanni vel á sínum tíma. Hver kannast ekki við að kalla á börnin sín úr eldhúsinu og minna á að það séu fimm mínútur í mat? Og þegar komið er að mat ætla himinn og jörð að farast því slökkva á á sjónvarpinu. Í verstu tilfellum er hurðum skellt og í ljós kemur að orðaforði barnanna er meiri og dónalegri en foreldrar gerðu sér grein fyrir. Sálfræðingurinn Isabelle Filliozat hefur skrifað margar bækur um menntun barna og uppeldi þeirra í hinum frönskumælandi heimi. Hún hefur góð ráð um hvernig hægt er að leysa vandamálið eða í það minnsta gera það viðráðanlegra. Hjálpa börnunum aftur í raunheiminn Lausnin felst ekki í því að fjarlægja öll tæki af heimilinu heldur að hjálpa börnunum úr „tækjaheiminum“ og aftur í raunheiminn, heima í stofu. Filliozat spyr hvort einhver hafi lent í því að það verði rafmagnslaust í miðjum spennandi fótboltaleik í sjónvarpinu? Eða þegar óvart var ýtt á rangan takka í miðri rómantískri gamanmynd, þegar aðalpersónurnar voru að fara að kyssast. Það er erfitt að yfirgefa ástand gleði, sem er sú stemning sem skjátíminn skapar í heila okkar. Það er erfitt fyrir fullorðna og getur verið hrikalegt fyrir börn, segir í umfjölluninni á Mother.ly. Þegar mannfólkið er djúpt sokkið í bíómynd eða tölvuleik erum við komin í annan heim. Skjárinn dáleiðir huga okkar. Ljósin, hljóðin og takturinn setur flæði af stað í heilanum. Okkur líður vel og við viljum ekki gera neitt annað. Sérstaklega ekki að ástandið breytist. Dópamínfall orsakar vanlíðan Á þessum tíma býr heilinn okkar til dópamín sem losar um streitu og sársauka. Allt leikur í lyndi, þar til slökkt er á skjánum. Þá verður dópamínfall í líkamanum, án nokkurrar viðvörunar, sem lætur okkur líða illa. Það er á þessum tíma sem öskrin og mótmælin byrja hjá börnunum. Það skiptir engu máli hve skýrir foreldrar eru. „Einn þáttur í viðbót“ eða „við slökkvum eftir 20 mínútur“. Vonbrigðin verða alltaf mikil. Þótt það virðist sanngjarnt frá sjónarhorni foreldra þá eru börnin stödd í öðrum heimi. Filliozat líkir því við að börnunum líði eins og þau hafi verið slegin utan undir. Að slökkva á núll einni getur skapað sársauka. Í staðinn mælir Filliozat með því að foreldrar stígi inn í heim barnsins augnablik og byggi brú frá skjáheiminum inn í raunheiminn.Lausnin sé sú að nokkru áður en slökkva á á skjánum eigi foreldrar að setjast niður við hlið barna sinna. Horfa aðeins með barninu á sjónvarpið eða þar sem barnið er að drepa geimverur í tonnatali í tölvuleik. Þetta þarf ekki að vera nema í mínútu þess vegna. Bara deila upplifuninni og spyrja svo spurninga:„Hvað ertu að horfa á,“ dugar fyrir suma krakka. Aðrir gætu þurft nákvæmari spurningar. „Í hvaða borð ertu komin? Hvaða karakter er þetta eiginlega?“Kunna að meta áhuga foreldraHeilt yfir elska krakkar þegar foreldrar sína þeim áhuga og því sem þau eru að pæla í. Jafnvel þótt þau svari ekki í fyrstu eða virðist upptekinn, ekki gefast upp. Sittu aðeins lengur og spurðu annarrar spurningar.Þegar barnið byrjar að svara spurningunum eða segir þér frá einhverju sem er í gangi á skjánum þýðir það að barnið er að færast úr skjáheiminum yfir í raunheiminn. Barnið er að verða meðvitað um umhverfi sitt á nýjan leik og það verður ekki sama fall á dópamíni þegar slökkt er á skjánum því þú ert búinn að byggja brú á milli þess staðar þar sem barnið er í huganum og þú ert í stofunni.Í framhaldinu geturðu farið að ræða að kominn sé matmálstími, að í kvöld þurfi barnið að fara í bað eða einfaldlega að nú sé skjátíma lokið. Mínútan sem þú settist niður með barninu og efndir til samskipta á meðan á skjátíma stóð hefur orðið til þess að barnið getur hlustað á þig og meðtekið skilaboðin. Viðbrögðin við athyglina frá foreldri gætu leitt til þess að barnið vill slökkva á sjónvarpinu/tölvunni að eigin frumkvæði. Ráðleggingar: Næst þegar barnið þitt situr fyrir framan skjá og þú vilt binda endi á áhorfið1) Sestu niður með barninu í 30 sekúndur, mínútu eða lengur og horfðu á það sama og barnið er að horfa2) Spurðu sakleysislegrar spurningar um hvað sé í gangi. Flestir krakkar vilja athygli foreldra sinna og munu svara3) Þegar samtalið er byrjað hefurðu búið til brú fyrir barnið að yfirgefa skjáheiminn og koma aftur í raunheiminn án þess að himinn og jörð farist vegna hormónahruns4) Njótið dagsins saman
Börn og uppeldi Mest lesið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira