Ráðherra segir Óttar fara með staðlausa stafi í umræðu um fiskeldi Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2018 13:27 Sigurður Ingi Jóhannsson er ráðherra sveitastjórnarmála. Vísir/hanna Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra sveitastjórnamála, segir að viðmælandi RÚV í frétt um fiskeldi á Vestfjörðum í gær hafi farið með staðlausa stafi um atvinnugreinina. Ráðherra segir að gera verði þá kröfu til þeirra sem um málin fjalla að þeir fari ekki með rangt mál. Ráðherra vísar þar í orð Óttars Yngvasonar, lögmanns náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa og viðmælanda í frétt RÚV, um að sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði heyri sögunni til eftir úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála fyrr í vikunni. Óttar sagði sömuleiðis að verið væri að ýkja mikilvægi fiskeldisins á Vestfjörðum, að í raun væru fimm til tíu manns væru við vinnu við eldið á Patreksfirði og „kannski 25“ í Arnarfirði.Rétt að bregðast við Sigurður Ingi segir í samtali við Vísi að sér hafi fundist rétt sem byggðamálaráðherra að bregðast við og koma réttum upplýsingum á framfæri en fyrr í dag birti ráðherra færslu á Facebook þar sem hann bendir á að í nýlegri samantekt Byggðastofnunar komi fram að um 160 til 170 bein störf séu hjá fyrirtækjunum i fiskeldinu og um 150 óbein störf. „Það þýðir að yfir 300 störf eru beintengd fiskeldinu fyrir vestan og uppbyggingu þess.“ Hann segir ekkert að því að menn hafi skiptar skoðanir á einstökum atvinnugreinum eða hlutum. „Það er þó lágmark að menn fari með rétt mál þegar þeir tala um mikilvægi starfanna, fjölda og áhrif á byggðirnar.“Fiskeldið komið til að vera Sigurður Ingi segir mikilvægt að finna lausnir á málinu. „Fiskeldi sem atvinnugrein hefur reynst mjög vel, ekki bara á Íslandi heldur líka í útlöndum, fyrir byggðir sem hafa þurft að þola mikla fólksfækkun og verið ákjósanlegt tæki til þess í fullkominni sátt við allt og alla. Það hlýtur að vera hægt að gera það á Íslandi. Fiskeldi er komið til að vera sem öflug atvinnugrein og er undirstaða byggðar á þessu svæði og víðar.“ Lesa má færslu Sigurðar Inga að neðan. Fiskeldi Tálknafjörður Tengdar fréttir Bjarni segir óvissuástandið á Vestfjörðum með öllu óviðunandi Fjármála- og efnahagsráðherra segir að það óvissuástand sem hafi skapast hefur á Vestfjörðum í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál sé með öllu óviðunandi. 6. október 2018 13:28 Hafna frestun réttaráhrifa eftir sviptingu starfsleyfis Úrskurðar- og auðlindanefnd vísaði frá kröfu fiskeldisfyrirtækja um frestun réttaráhrifa. 5. október 2018 19:45 Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra sveitastjórnamála, segir að viðmælandi RÚV í frétt um fiskeldi á Vestfjörðum í gær hafi farið með staðlausa stafi um atvinnugreinina. Ráðherra segir að gera verði þá kröfu til þeirra sem um málin fjalla að þeir fari ekki með rangt mál. Ráðherra vísar þar í orð Óttars Yngvasonar, lögmanns náttúruverndarsamtaka og veiðiréttarhafa og viðmælanda í frétt RÚV, um að sjókvíaeldi í Patreksfirði og Tálknafirði heyri sögunni til eftir úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála fyrr í vikunni. Óttar sagði sömuleiðis að verið væri að ýkja mikilvægi fiskeldisins á Vestfjörðum, að í raun væru fimm til tíu manns væru við vinnu við eldið á Patreksfirði og „kannski 25“ í Arnarfirði.Rétt að bregðast við Sigurður Ingi segir í samtali við Vísi að sér hafi fundist rétt sem byggðamálaráðherra að bregðast við og koma réttum upplýsingum á framfæri en fyrr í dag birti ráðherra færslu á Facebook þar sem hann bendir á að í nýlegri samantekt Byggðastofnunar komi fram að um 160 til 170 bein störf séu hjá fyrirtækjunum i fiskeldinu og um 150 óbein störf. „Það þýðir að yfir 300 störf eru beintengd fiskeldinu fyrir vestan og uppbyggingu þess.“ Hann segir ekkert að því að menn hafi skiptar skoðanir á einstökum atvinnugreinum eða hlutum. „Það er þó lágmark að menn fari með rétt mál þegar þeir tala um mikilvægi starfanna, fjölda og áhrif á byggðirnar.“Fiskeldið komið til að vera Sigurður Ingi segir mikilvægt að finna lausnir á málinu. „Fiskeldi sem atvinnugrein hefur reynst mjög vel, ekki bara á Íslandi heldur líka í útlöndum, fyrir byggðir sem hafa þurft að þola mikla fólksfækkun og verið ákjósanlegt tæki til þess í fullkominni sátt við allt og alla. Það hlýtur að vera hægt að gera það á Íslandi. Fiskeldi er komið til að vera sem öflug atvinnugrein og er undirstaða byggðar á þessu svæði og víðar.“ Lesa má færslu Sigurðar Inga að neðan.
Fiskeldi Tálknafjörður Tengdar fréttir Bjarni segir óvissuástandið á Vestfjörðum með öllu óviðunandi Fjármála- og efnahagsráðherra segir að það óvissuástand sem hafi skapast hefur á Vestfjörðum í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál sé með öllu óviðunandi. 6. október 2018 13:28 Hafna frestun réttaráhrifa eftir sviptingu starfsleyfis Úrskurðar- og auðlindanefnd vísaði frá kröfu fiskeldisfyrirtækja um frestun réttaráhrifa. 5. október 2018 19:45 Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Sjá meira
Bjarni segir óvissuástandið á Vestfjörðum með öllu óviðunandi Fjármála- og efnahagsráðherra segir að það óvissuástand sem hafi skapast hefur á Vestfjörðum í kjölfar úrskurðar úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál sé með öllu óviðunandi. 6. október 2018 13:28
Hafna frestun réttaráhrifa eftir sviptingu starfsleyfis Úrskurðar- og auðlindanefnd vísaði frá kröfu fiskeldisfyrirtækja um frestun réttaráhrifa. 5. október 2018 19:45
Starfsleyfi laxeldisfyrirtækja felld úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi starfsleyfi laxeldisfyrirtækjanna Arctic Sea Farm og Fjarðarlax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði. 4. október 2018 17:22