Lögreglufulltrúi segir svikahrappana hafa lagt mikla vinnu í gerð póstsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. október 2018 12:10 Í póstinum er fólk einnig beðið um að hlaða niður skrá upplýsinga sem inniheldur vírus. vísir/vilhelm Vel skipulagðir svikapóstar voru sendir út í gær þar sem fólk er boðað í skýrslutöku til lögreglunnar. Lögreglufulltrúi segir að verið sé að skoða málið og biðlar til fólks að opna ekki umrædda hlekki póstsins. Umræddir póstar voru sendir út í gær en í þeim kemur fram að viðtakanda sé skylt að mæta í skýrslutöku til lögreglunnar. Mæti fólk ekki megi það búast við handtökuskipun. Í póstinum er fólk einnig beðið um að hlaða niður skrá upplýsinga sem inniheldur vírus. „Það er verið að skoða hvað er að gerast og hvaðan þetta kemur og svo framvegis, Það er kannski ekki mikið hægt að segja akkúrat núna. Við höfum fengið mikið af ábendingum og það algjörlega flæddi yfir okkur tilkynningum í gær. Fólki er ekki sama, lögreglunni er treyst og fólk heldur að þetta komi frá lögreglunni og smellir þar af leiðandi á þetta,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi. Hann segir póstana vel skipulagða. En þeir líta út fyrir að koma frá pósthólfi lögreglunnar. Hann brýnir fyrir fólki að opna alls ekki hlekki póstsins.Hér má sjá umræddan póst.Hér má sjá umræddan póst„Þetta er auðvitað gott dæmi um það hvað þessir svikahrappar eru klókir. Þeir hafa greinilega lagt mjög mikla vinnu í að reyna að hafa þetta sem trúverðugast. Þeir nota lögreglustjörnuna og merki frá okkur og annað slíkt. Það er mikið lagt í þetta svo hann líkist lögreglunni sem mest,“ sagði Þórir. Þá segir hann að boð í skýrslutöku í gegnum tölvupóst sem þennan sé ekki samkvæmt starfsvenjum lögreglunnar. „Ef fólk hefur smellt á þessa hlekki og hlaðið niður efni er auðvitað mikilvægt að nota vírusvarnarforrit strax. Skoða tölvuna og ef hún ber þess merki að vera sýkt þá skal leita til fagmanna sem taka að sér að hreinsa vírusa úr tölvum. Þá þarf að gæta sérstaklega vel að því að skipta reglulega um lykilorð og nota alls ekki sömu lykilorð á öll vefsvæði,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi. Lögreglumál Tengdar fréttir Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Vel skipulagðir svikapóstar voru sendir út í gær þar sem fólk er boðað í skýrslutöku til lögreglunnar. Lögreglufulltrúi segir að verið sé að skoða málið og biðlar til fólks að opna ekki umrædda hlekki póstsins. Umræddir póstar voru sendir út í gær en í þeim kemur fram að viðtakanda sé skylt að mæta í skýrslutöku til lögreglunnar. Mæti fólk ekki megi það búast við handtökuskipun. Í póstinum er fólk einnig beðið um að hlaða niður skrá upplýsinga sem inniheldur vírus. „Það er verið að skoða hvað er að gerast og hvaðan þetta kemur og svo framvegis, Það er kannski ekki mikið hægt að segja akkúrat núna. Við höfum fengið mikið af ábendingum og það algjörlega flæddi yfir okkur tilkynningum í gær. Fólki er ekki sama, lögreglunni er treyst og fólk heldur að þetta komi frá lögreglunni og smellir þar af leiðandi á þetta,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi. Hann segir póstana vel skipulagða. En þeir líta út fyrir að koma frá pósthólfi lögreglunnar. Hann brýnir fyrir fólki að opna alls ekki hlekki póstsins.Hér má sjá umræddan póst.Hér má sjá umræddan póst„Þetta er auðvitað gott dæmi um það hvað þessir svikahrappar eru klókir. Þeir hafa greinilega lagt mjög mikla vinnu í að reyna að hafa þetta sem trúverðugast. Þeir nota lögreglustjörnuna og merki frá okkur og annað slíkt. Það er mikið lagt í þetta svo hann líkist lögreglunni sem mest,“ sagði Þórir. Þá segir hann að boð í skýrslutöku í gegnum tölvupóst sem þennan sé ekki samkvæmt starfsvenjum lögreglunnar. „Ef fólk hefur smellt á þessa hlekki og hlaðið niður efni er auðvitað mikilvægt að nota vírusvarnarforrit strax. Skoða tölvuna og ef hún ber þess merki að vera sýkt þá skal leita til fagmanna sem taka að sér að hreinsa vírusa úr tölvum. Þá þarf að gæta sérstaklega vel að því að skipta reglulega um lykilorð og nota alls ekki sömu lykilorð á öll vefsvæði,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi.
Lögreglumál Tengdar fréttir Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10 Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10