Innlent

Samtök um endómetríósu og félag fólks með kæfisvefn tekin inn í ÖBÍ

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Samþykkt var á aðalfundi Öryrkjabandalags Íslands að taka tvö félög inn í bandalagið.
Samþykkt var á aðalfundi Öryrkjabandalags Íslands að taka tvö félög inn í bandalagið. Vísir/Getty
Öryrkjabandalag Íslands samþykkti á aðalfundi í dag að taka tvö félög, Samtök um endómetríósu og Vífil, félag fólks með kæfisvefn og aðrar svefnháðar öndunartruflanir inn í bandalagið.

Kolbrún Stígsdóttir, formaður Samtaka um endómetríósu, segir að aðildin sé liður í því að veita konum með endómetríósu og aðstandendum þeirra enn betri þjónustu, að því er fram kemur á vef Öryrkjabandalagsins.

Aðildarfélög Öryrkjabandalags Íslands, heildarsamtaka fatlaðs fólks á Íslandi, eru að aðalfundi loknum 43 talsins.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×