Fjórir ákærðir vegna tilefnislausra líkamsárása í Hafnarstræti í fyrra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. október 2018 10:30 Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt. Vísir/Kolbeinn Tumi Fjórir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir af embætti héraðssaksóknara fyrir þrjár líkamsárásir sem áttu sér stað í febrúar á síðasta ári. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn mánudag. Tveimur mannanna er gefið að sök að hafa ráðist að stúlku í Hafnarstræti í Reykjavík, hrint henni á vegg og í kjölfarið í jörðina með þeim afleiðingum að hún tognaði á hné og hruflaðist á höndum. Strax í kjölfarið á annar þeirra, í félagi við annan mann sem ekki er ákærður fyrir hrindinguna, að hafa ráðist á kærasta stúlkunnar með höggum og spörkum. Hlaut hann heilablæðingu og stóran skurð á hnakka. Er þeim gefin stórfelld líkamsárás að sök vegna þessa. Þeim sem ákærður er vegna beggja fyrri árásanna er gefin önnur árás að sök í félagi við fjórða manninn. Eru þeir ákærðir fyrir að hafa slegið hann í bak og höfuð með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð og mar á höfði. Fjallað var um árásirnar skömmu eftir að þær áttu sér stað eftir að Runólfur Ágústsson, fyrrverandi rektor og faðir Eyvindar Ágústs Runólfssonar, þess sem mesta áverka hlaut, sagði frá afleiðingum þeirra á Facebook. Virðast árásirnar hafa verið tilefnislausar en upptökur úr öryggismyndavélum komu að gagni við rannsókn málsins. Eyvindur fer fram á fimm milljónir króna í miskabætur og 55 þúsund krónur til viðbótar vegna útlagðs sjúkrakostnaðar. Aðrir krefjast 1,1 milljónar samanlagt í miskabætur. Lögreglumál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Sjá meira
Fjórir karlmenn á þrítugsaldri hafa verið ákærðir af embætti héraðssaksóknara fyrir þrjár líkamsárásir sem áttu sér stað í febrúar á síðasta ári. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur síðastliðinn mánudag. Tveimur mannanna er gefið að sök að hafa ráðist að stúlku í Hafnarstræti í Reykjavík, hrint henni á vegg og í kjölfarið í jörðina með þeim afleiðingum að hún tognaði á hné og hruflaðist á höndum. Strax í kjölfarið á annar þeirra, í félagi við annan mann sem ekki er ákærður fyrir hrindinguna, að hafa ráðist á kærasta stúlkunnar með höggum og spörkum. Hlaut hann heilablæðingu og stóran skurð á hnakka. Er þeim gefin stórfelld líkamsárás að sök vegna þessa. Þeim sem ákærður er vegna beggja fyrri árásanna er gefin önnur árás að sök í félagi við fjórða manninn. Eru þeir ákærðir fyrir að hafa slegið hann í bak og höfuð með þeim afleiðingum að hann hlaut skurð og mar á höfði. Fjallað var um árásirnar skömmu eftir að þær áttu sér stað eftir að Runólfur Ágústsson, fyrrverandi rektor og faðir Eyvindar Ágústs Runólfssonar, þess sem mesta áverka hlaut, sagði frá afleiðingum þeirra á Facebook. Virðast árásirnar hafa verið tilefnislausar en upptökur úr öryggismyndavélum komu að gagni við rannsókn málsins. Eyvindur fer fram á fimm milljónir króna í miskabætur og 55 þúsund krónur til viðbótar vegna útlagðs sjúkrakostnaðar. Aðrir krefjast 1,1 milljónar samanlagt í miskabætur.
Lögreglumál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent