Fundinn sekur um morðtilraunir á lestarstöðvum í London Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. október 2018 19:05 Hér má sjá skjáskot úr efni öryggismyndavéla þar sem Crossley sést ýta Malpas út á lestarteinana. Vísir/AP Enskur maður á fimmtugsaldri, að nafni Paul Crossley, hefur verið fundinn sekur um morðtilraun eftir að hafa ýtt Sir Paul Malpas, sem er 91 árs gamall, fram af brautarpalli og út á lestarteina á Marble Arch neðanjarðarlestarstöðinni í London. BBC greinir frá. Árásin átti sér stað þann 27. apríl síðastliðinn, en í upptökum öryggismyndavéla á Marble Arch lestarstöðinni má sjá Crossley ýta hinum rúmlega níræða Malpas út á lestarteina stöðvarinnar. Þá kom til sögunnar vitni að atburðinum, maður að nafni Riyad El Hussani, sem stökk út á teinana og koma Malpas aftur upp á brautarpallinn, réttri mínútu áður en næsta lest þaut á ógnarhraða yfir teinana sem Malpas lenti á. Þá var Crossley einnig fundinn sekur um aðra morðtilraun fyrr sama dag, þar sem hann reyndi að ýta öðrum manni, Tobias French, fyrir lest sem nálgaðist brautarpallinn. French tókst þó að halda jafnvægi sínu og lenti því ekki á lestarteinunum. Þegar réttað var yfir Crossley sagði hann fórnarlömb sín hafa verið valin af handahófi, auk þess sem hann hafi ekki ætlað að valda dauða mannanna. Þá sagðist hann aðeins hafa viljað hræða French, sem hann sagði hafa gefið sér „undarlegt augnaráð.“ Old Bailey dómstóllinn fann Crossley hins vegar sekan um tvær morðtilraunir og verður refsing hans kveðin upp þann 9. nóvember, að undangengnu mati á geðrænu ástandi hans. Erlent Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Enskur maður á fimmtugsaldri, að nafni Paul Crossley, hefur verið fundinn sekur um morðtilraun eftir að hafa ýtt Sir Paul Malpas, sem er 91 árs gamall, fram af brautarpalli og út á lestarteina á Marble Arch neðanjarðarlestarstöðinni í London. BBC greinir frá. Árásin átti sér stað þann 27. apríl síðastliðinn, en í upptökum öryggismyndavéla á Marble Arch lestarstöðinni má sjá Crossley ýta hinum rúmlega níræða Malpas út á lestarteina stöðvarinnar. Þá kom til sögunnar vitni að atburðinum, maður að nafni Riyad El Hussani, sem stökk út á teinana og koma Malpas aftur upp á brautarpallinn, réttri mínútu áður en næsta lest þaut á ógnarhraða yfir teinana sem Malpas lenti á. Þá var Crossley einnig fundinn sekur um aðra morðtilraun fyrr sama dag, þar sem hann reyndi að ýta öðrum manni, Tobias French, fyrir lest sem nálgaðist brautarpallinn. French tókst þó að halda jafnvægi sínu og lenti því ekki á lestarteinunum. Þegar réttað var yfir Crossley sagði hann fórnarlömb sín hafa verið valin af handahófi, auk þess sem hann hafi ekki ætlað að valda dauða mannanna. Þá sagðist hann aðeins hafa viljað hræða French, sem hann sagði hafa gefið sér „undarlegt augnaráð.“ Old Bailey dómstóllinn fann Crossley hins vegar sekan um tvær morðtilraunir og verður refsing hans kveðin upp þann 9. nóvember, að undangengnu mati á geðrænu ástandi hans.
Erlent Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira