Þjálfararnir tilkynntu á fundinum í dag landsliðshópinn sem að mætir heimsmeisturum Frakka í Guingamp í vináttuleik í næstu viku og svo Sviss í beinu framhaldi á mánudaginn 15. október á Laugardalsvelli. Fundurinn á að hefjast stundvíslega klukkan 13:15.
Íslenska liðið tapaði illa fyrstu tveimur leikjunum í Þjóðadeildinni og gæti farið svo að Hamrén yngi aðeins upp í hópnum og hleypi yngri mönnum að en það kemur allt í ljós.
Hér að neðan má sjá útsendingu frá fundinum sem og beina textalýsingu blaðamanns Vísis.