Vill viðtækara samstarf til að uppræta brotastarfsemi á vinnumarkaði Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 4. október 2018 19:45 Aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar telur að vinnustaðaeftirlitið, sem stofnunin sér um, muni ekki uppræta þá brotastarfsemi sem á sér stað á vinnumarkaði hér á landi. Hún vill víðtækara samstarf við atvinnurekendur og telur alla aðila vinnumarkaðar þurfa að koma að borðinu til að hægt sér að laga þetta mál. Mikil umræða hefur verið í fjölmiðlum síðustu daga um skelfilega stöðu erlends verkafólks á Íslandi. Vinnumálastofnun hefur víðtækt hlutverk með eftirliti starfsmannaleiga og öll verktakafyrirtæki sem senda starfsmenn hingað til lands eiga að skrá sig hjá stofnuninni, þá bæði fyrirtækin og starfsmennina sem þau koma með. Þar er einnig séð um vinnustaðaeftirlit. Vinnumálastofnun hefur verið gagnrýnd fyrir að nýta úrræði sín lítið sem ekkert. Aðstoðarforstjóri stofnunarinnar vísar því á bug. „Við erum mjög virk í vinnueftirlitinu. Það er ekki alveg rétt það sem kom fram í þessum þætti Kveikur. Vegna þess að við fórum yfir 50 ferðir árið 2017 og það eru komnar 68 eftirlitsferðir á vinnustaði núna árið 2018,” segir Unnur. Til samanburðar hafa verkalýðsfélögin heimsótt tæplega 1.200 fyrirtæki og verktaka um land allt það sem af er ári, samkvæmt tölum frá Alþýðusambandinu.Ætti Vinnumálastofnun ekki að beita sér örlítið harðar í þessum málum en hefur verið gert? Hvar liggur brotalömin í þessu? „Það er ekki auðvelt að beita sér mikið harðar í þessu. Við reynum að vinna traust þessa fólks. Þetta fólk hefur engan áhuga á því að við komum og segjum þið verðið að borga hærri laun, þið verðið að gera þetta og leggið fram gögn á borðið. Þetta fólk er í mjög veikri stöðu. Þá erum við að kippa undan þeim teppinu, við erum að taka af þeim vinnuna og oftast húsnæðið,” bendir hún á og bætir við að þess vegna noti Vinnumálastofnun lítið þau úrræði að loka vinnustöðum eins og þau hafi heimild til. Kjaramál Tengdar fréttir Ekki verið sakfellt í vinnumansalsmálum í mörg ár Verkalýðshreyfingin hefur lengi kallað eftir aðgerðaráætlun í mansalsmálum hér á landi en segir pólitískan vilja vanta. Dómsmálaráðherra hafnar gagnrýninni. 3. október 2018 20:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Sjá meira
Aðstoðarforstjóri Vinnumálastofnunar telur að vinnustaðaeftirlitið, sem stofnunin sér um, muni ekki uppræta þá brotastarfsemi sem á sér stað á vinnumarkaði hér á landi. Hún vill víðtækara samstarf við atvinnurekendur og telur alla aðila vinnumarkaðar þurfa að koma að borðinu til að hægt sér að laga þetta mál. Mikil umræða hefur verið í fjölmiðlum síðustu daga um skelfilega stöðu erlends verkafólks á Íslandi. Vinnumálastofnun hefur víðtækt hlutverk með eftirliti starfsmannaleiga og öll verktakafyrirtæki sem senda starfsmenn hingað til lands eiga að skrá sig hjá stofnuninni, þá bæði fyrirtækin og starfsmennina sem þau koma með. Þar er einnig séð um vinnustaðaeftirlit. Vinnumálastofnun hefur verið gagnrýnd fyrir að nýta úrræði sín lítið sem ekkert. Aðstoðarforstjóri stofnunarinnar vísar því á bug. „Við erum mjög virk í vinnueftirlitinu. Það er ekki alveg rétt það sem kom fram í þessum þætti Kveikur. Vegna þess að við fórum yfir 50 ferðir árið 2017 og það eru komnar 68 eftirlitsferðir á vinnustaði núna árið 2018,” segir Unnur. Til samanburðar hafa verkalýðsfélögin heimsótt tæplega 1.200 fyrirtæki og verktaka um land allt það sem af er ári, samkvæmt tölum frá Alþýðusambandinu.Ætti Vinnumálastofnun ekki að beita sér örlítið harðar í þessum málum en hefur verið gert? Hvar liggur brotalömin í þessu? „Það er ekki auðvelt að beita sér mikið harðar í þessu. Við reynum að vinna traust þessa fólks. Þetta fólk hefur engan áhuga á því að við komum og segjum þið verðið að borga hærri laun, þið verðið að gera þetta og leggið fram gögn á borðið. Þetta fólk er í mjög veikri stöðu. Þá erum við að kippa undan þeim teppinu, við erum að taka af þeim vinnuna og oftast húsnæðið,” bendir hún á og bætir við að þess vegna noti Vinnumálastofnun lítið þau úrræði að loka vinnustöðum eins og þau hafi heimild til.
Kjaramál Tengdar fréttir Ekki verið sakfellt í vinnumansalsmálum í mörg ár Verkalýðshreyfingin hefur lengi kallað eftir aðgerðaráætlun í mansalsmálum hér á landi en segir pólitískan vilja vanta. Dómsmálaráðherra hafnar gagnrýninni. 3. október 2018 20:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Sjá meira
Ekki verið sakfellt í vinnumansalsmálum í mörg ár Verkalýðshreyfingin hefur lengi kallað eftir aðgerðaráætlun í mansalsmálum hér á landi en segir pólitískan vilja vanta. Dómsmálaráðherra hafnar gagnrýninni. 3. október 2018 20:00