Ótrúleg endurkoma Daniil Kvyat Bragi Þórðarson skrifar 3. október 2018 06:00 Daniil Kvyat er að fá tækifæri í þriðja skiptið. vísir/getty 24 ára rússneski ökumaðurinn Daniil Kvyat er í þriðja skiptið á ferlinum að fá tækifæri hjá liði Toro Rosso í Formúlu 1. Kvyat mun aka fyrir Toro Rosso á næsta tímabili en Rússinn byrjaði feril sinn í Formúlu 1 árið 2014 með liðinu. Ári seinna fékk hann tækifæri hjá Red Bull en nýtti það illa. Eftir aðeins fimm keppnir árið 2016 var Daniil rekinn til baka í Toro Rosso eftir vafasama tilburði á brautinni. Til dæmis klessti Rússinn tvisvar sinnum aftan á Sebastian Vettel í heimakeppni sinni það ár. Daniil tókst aldrei að sanna sig aftur hjá Toro Rosso og var endanlega rekinn frá liðinu árið 2017. Á þessu ári hefur Kvyat starfað sem þróunarökumaður hjá Ferrari. „Hann hefur þroskast mikið persónulega,” sagði Helmut Marko, yfirmaður Red Bull liðanna, í viðtali við Sky. Marko bætti við að honum hefur alltaf fundist Daniil mjög hraður ökumaður, það vantaði bara rétta hugarfarið. Enn er óljóst hver mun aka með Rússanum á næsta ári þar sem Pierre Gasly fer frá Toro Rosso yfir til Red Bull árið 2019. Formúla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
24 ára rússneski ökumaðurinn Daniil Kvyat er í þriðja skiptið á ferlinum að fá tækifæri hjá liði Toro Rosso í Formúlu 1. Kvyat mun aka fyrir Toro Rosso á næsta tímabili en Rússinn byrjaði feril sinn í Formúlu 1 árið 2014 með liðinu. Ári seinna fékk hann tækifæri hjá Red Bull en nýtti það illa. Eftir aðeins fimm keppnir árið 2016 var Daniil rekinn til baka í Toro Rosso eftir vafasama tilburði á brautinni. Til dæmis klessti Rússinn tvisvar sinnum aftan á Sebastian Vettel í heimakeppni sinni það ár. Daniil tókst aldrei að sanna sig aftur hjá Toro Rosso og var endanlega rekinn frá liðinu árið 2017. Á þessu ári hefur Kvyat starfað sem þróunarökumaður hjá Ferrari. „Hann hefur þroskast mikið persónulega,” sagði Helmut Marko, yfirmaður Red Bull liðanna, í viðtali við Sky. Marko bætti við að honum hefur alltaf fundist Daniil mjög hraður ökumaður, það vantaði bara rétta hugarfarið. Enn er óljóst hver mun aka með Rússanum á næsta ári þar sem Pierre Gasly fer frá Toro Rosso yfir til Red Bull árið 2019.
Formúla Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira