Gögn benda til „klárra“ skattsvika Donalds Trump Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2018 19:53 Trump hefur alla tíð haldið því fram að hann hafi byggt upp veldi sitt sjálfur, nánast án aðstoðar föður síns. Rannsókn NYT bendir til annars. Vísir/EPA Vafasamir skattagjörningar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti nýtti sér á 10. áratug síðustu aldar voru í sumum tilfellum „klár skattsvik“. Þetta kemur fram í ítarlegri rannsókn New York Times á fjármálum Trump sem varpar ljósi á hvernig hann auðgaðist verulega á því að skjóta undan skatti. Umfjöllun blaðsins byggir á miklu magni skattskýrslna og skjala um fjármál fasteignamúgúlsins sem gerðist forseti áhrifamesta ríkis heims. Gögnin leiða í ljós að þvert á fullyrðingar Trump um að hann hafi byggt upp veldi sitt upp á eigin spýtur hafi hann fengið að minnsta kosti 413 milljónir dollara að núvirði frá fasteignaveldi föður síns frá því að hann var ungbarn og fram til dagsins í dag. Þeir fjármunir séu að miklu leyti komnir til vegna þess að Trump hafi hjálpað foreldrum sínum að skjóta fé undan skatti. Hann og systkini hans hafi stofnað skúffufyrirtæki til að láta milljóna dollara gjafir frá foreldrunum líta úr eins og lögmætir viðskiptagjörningar. Trump hafi hjálpað föður sínum að skjóta milljónum til viðbótar undan skatti og tekið þátt í ráðabruggi til að vanmeta fasteignir foreldra sinna til að draga úr þeim skatti sem greiða þurfti af þeim þegar þær voru færðar í eigu hans og systkina hans. Greiddu 5% skatt af fjölskylduauðnum í stað 55% Alls hafi Fred og Mary Trump, foreldrar forsetans, fært einn milljarð dollara til barna sinna. Faðir Trump lést árið 1999 og móðir hans ári síðar. Á þeim tíma var skattur á gjafir og erfðafé 55% og hefðu því þau getað þurft að greiða að minnsta kosti 550 milljónir dollara í skatt. Á endanum greiddu þau hins vegar aðeins brot af þeirri upphæð í skatt, um 5%. Forsetinn neitaði óskum New York Times um viðbrögð ítrekað undanfarnar vikur. Lögmaður hans sendi blaðinu hins vegar skriflegt svar þar sem hann sagði ásakanirnar um skattsvik og undanskot „100% rangar og afar ærumeiðandi“. Það hafi verið ættingjar Trump og skattasérfræðingar sem sáu um skattamálin. Trump neitaði að birta skattaskýrslur sínar þegar hann bauð sig fram til forseta, þvert á viðteknar venjur í Bandaríkjunum. Sérfræðingar segja blaðinu að ólíklegt sé að Trump verði sóttur til saka fyrir að hjálpa foreldrum sínum að svíkja undan skatti vegna þess að brotin séu fyrnd. Hann gæti þó mögulega enn verið sektaður fyrir þau. Trump með föður sínum Fred í New York árið 1987.Vísir/Getty Fléttur til að forðast skattinn Gögnin sem New York Times hefur undir höndum benda til þess að Trump hafi alla tíð verið upp á auð föður síns kominn. Þegar hann var þriggja ára gamall hafi hann þénað 200.000 dollara á ári að núvirði. Hann hafi verið orðinn milljónamæringur þegar hann var átta ára. Þegar hann var á fimmtugs- og sextugsaldri hafi hann fengið meira en fimm milljónir dollara á ári frá fasteignafyrirtæki Freds Trump. Trump hefur sagt að faðir hans hafi aðeins veitt honum „lítið“ lán upp á milljón dollara til að aðstoða hann við að byggja upp sitt eigið viðskiptaveldi. New York Times segir að faðir Trump hafi í raun lánað honum að minnsta kosti 61 milljón dollara, um 140 milljónir dollara að núvirði. Forsetinn hafi aldrei greitt stóran hluta þess láns. Feðgarnir virðast hafa framkvæmt lagalega vafasama fléttu þegar skuld sonarins við föðurinn var farin að vaxa árið 1987. Í stað þess að láta skuldina falla niður, sem hefði þýtt að Trump yngri þyrfti að greiða milljónir í tekjuskatt, komu þeir því þannig fyrir að Fred Trump keypti hlut í háhýsi sonarins í New York fyrir 15,5 milljónir dollara. Fjórum árum síðar seldi Fred Trump hlutina aftur til Donalds á aðeins tíu þúsund dollara. Skattasérfræðingar segja New York Times að þau viðskipti hafi í reynd átt að teljast gjöf sem greiða hefði átt skatt af. Þess í stað notaði Trump tapið á hlutabréfunum til þess að draga háar fjárhæðir frá skatti. Blaðið segir að það virðist vera brot á skattalögum þar sem ekki er leyfilegt að draga frá tap vegna viðskipta á milli ættingja frá skatti. Fred og Mary Trump, foreldrar Bandaríkjaforseta, árið 1989.Vísir/Getty Ýktu rekstrarkostnað til að fela flutning á fjármunum og nýttu til að hækka leigu Þegar fasteignafyrirtæki Donalds Trump var komið í kröggur síðla árs árið 1990 reyndi hann að breyta erfðaskrá föður síns til að gera sjálfan sig að eina skiptaráðanda búsins. Fred Trump er hins vegar sagður hafa brugðist hinn reiðasti við og hafnað breytingunum. Uppákoman er sögð hafa verið vatnaskil fyrir Trump-fjölskylduna sem óttaðist að stór hluti af auðæfum fjölskylduföðursins gæti endað í erfðafjárskatti. Donald Trump hafi leikið lykilhlutverk í að forða því að svo færi með leiðum sem sérfræðingar segja vafasamar og mögulega svikular. Trump stofnaði þannig fyrirtæki sem sá að nafninu til um öll innkaup á birgðum fyrir fasteignaveldi Freds Trump. All County Building Supply & Maintenance var hins vegar aðeins skúffufyrirtæki og var notað til þess að færa fé frá fasteignafyrirtækinu til barnanna. Það var gert með því að bæta ofan á verðið á vörum sem starfsmenn þess höfðu þegar keypt. Fjármunirnir sem var þannig komið undan skatti runnu allir til Donalds Trump, systkina hans og frænda. Fjölskyldan virðist hafa fullnýtt fyrirkomulagið því fjárhæðirnar sem hún lagði ofan á kostnað við rekstrarvörur notaði hún til að réttlæta að hækka leigu í byggingum þar sem reglur voru um þak á upphæð leigugreiðslna. Þegar kom að því að færa yfirráð yfir fasteignaveldi Freds Trump til barnanna skilaði fjölskyldan skattframtölum þar sem markaðsvirði þess var verulega vanmetið. Þannig hafi hún komið sér undan að greiða hundruð milljóna dollara í skatt. Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Vafasamir skattagjörningar sem Donald Trump Bandaríkjaforseti nýtti sér á 10. áratug síðustu aldar voru í sumum tilfellum „klár skattsvik“. Þetta kemur fram í ítarlegri rannsókn New York Times á fjármálum Trump sem varpar ljósi á hvernig hann auðgaðist verulega á því að skjóta undan skatti. Umfjöllun blaðsins byggir á miklu magni skattskýrslna og skjala um fjármál fasteignamúgúlsins sem gerðist forseti áhrifamesta ríkis heims. Gögnin leiða í ljós að þvert á fullyrðingar Trump um að hann hafi byggt upp veldi sitt upp á eigin spýtur hafi hann fengið að minnsta kosti 413 milljónir dollara að núvirði frá fasteignaveldi föður síns frá því að hann var ungbarn og fram til dagsins í dag. Þeir fjármunir séu að miklu leyti komnir til vegna þess að Trump hafi hjálpað foreldrum sínum að skjóta fé undan skatti. Hann og systkini hans hafi stofnað skúffufyrirtæki til að láta milljóna dollara gjafir frá foreldrunum líta úr eins og lögmætir viðskiptagjörningar. Trump hafi hjálpað föður sínum að skjóta milljónum til viðbótar undan skatti og tekið þátt í ráðabruggi til að vanmeta fasteignir foreldra sinna til að draga úr þeim skatti sem greiða þurfti af þeim þegar þær voru færðar í eigu hans og systkina hans. Greiddu 5% skatt af fjölskylduauðnum í stað 55% Alls hafi Fred og Mary Trump, foreldrar forsetans, fært einn milljarð dollara til barna sinna. Faðir Trump lést árið 1999 og móðir hans ári síðar. Á þeim tíma var skattur á gjafir og erfðafé 55% og hefðu því þau getað þurft að greiða að minnsta kosti 550 milljónir dollara í skatt. Á endanum greiddu þau hins vegar aðeins brot af þeirri upphæð í skatt, um 5%. Forsetinn neitaði óskum New York Times um viðbrögð ítrekað undanfarnar vikur. Lögmaður hans sendi blaðinu hins vegar skriflegt svar þar sem hann sagði ásakanirnar um skattsvik og undanskot „100% rangar og afar ærumeiðandi“. Það hafi verið ættingjar Trump og skattasérfræðingar sem sáu um skattamálin. Trump neitaði að birta skattaskýrslur sínar þegar hann bauð sig fram til forseta, þvert á viðteknar venjur í Bandaríkjunum. Sérfræðingar segja blaðinu að ólíklegt sé að Trump verði sóttur til saka fyrir að hjálpa foreldrum sínum að svíkja undan skatti vegna þess að brotin séu fyrnd. Hann gæti þó mögulega enn verið sektaður fyrir þau. Trump með föður sínum Fred í New York árið 1987.Vísir/Getty Fléttur til að forðast skattinn Gögnin sem New York Times hefur undir höndum benda til þess að Trump hafi alla tíð verið upp á auð föður síns kominn. Þegar hann var þriggja ára gamall hafi hann þénað 200.000 dollara á ári að núvirði. Hann hafi verið orðinn milljónamæringur þegar hann var átta ára. Þegar hann var á fimmtugs- og sextugsaldri hafi hann fengið meira en fimm milljónir dollara á ári frá fasteignafyrirtæki Freds Trump. Trump hefur sagt að faðir hans hafi aðeins veitt honum „lítið“ lán upp á milljón dollara til að aðstoða hann við að byggja upp sitt eigið viðskiptaveldi. New York Times segir að faðir Trump hafi í raun lánað honum að minnsta kosti 61 milljón dollara, um 140 milljónir dollara að núvirði. Forsetinn hafi aldrei greitt stóran hluta þess láns. Feðgarnir virðast hafa framkvæmt lagalega vafasama fléttu þegar skuld sonarins við föðurinn var farin að vaxa árið 1987. Í stað þess að láta skuldina falla niður, sem hefði þýtt að Trump yngri þyrfti að greiða milljónir í tekjuskatt, komu þeir því þannig fyrir að Fred Trump keypti hlut í háhýsi sonarins í New York fyrir 15,5 milljónir dollara. Fjórum árum síðar seldi Fred Trump hlutina aftur til Donalds á aðeins tíu þúsund dollara. Skattasérfræðingar segja New York Times að þau viðskipti hafi í reynd átt að teljast gjöf sem greiða hefði átt skatt af. Þess í stað notaði Trump tapið á hlutabréfunum til þess að draga háar fjárhæðir frá skatti. Blaðið segir að það virðist vera brot á skattalögum þar sem ekki er leyfilegt að draga frá tap vegna viðskipta á milli ættingja frá skatti. Fred og Mary Trump, foreldrar Bandaríkjaforseta, árið 1989.Vísir/Getty Ýktu rekstrarkostnað til að fela flutning á fjármunum og nýttu til að hækka leigu Þegar fasteignafyrirtæki Donalds Trump var komið í kröggur síðla árs árið 1990 reyndi hann að breyta erfðaskrá föður síns til að gera sjálfan sig að eina skiptaráðanda búsins. Fred Trump er hins vegar sagður hafa brugðist hinn reiðasti við og hafnað breytingunum. Uppákoman er sögð hafa verið vatnaskil fyrir Trump-fjölskylduna sem óttaðist að stór hluti af auðæfum fjölskylduföðursins gæti endað í erfðafjárskatti. Donald Trump hafi leikið lykilhlutverk í að forða því að svo færi með leiðum sem sérfræðingar segja vafasamar og mögulega svikular. Trump stofnaði þannig fyrirtæki sem sá að nafninu til um öll innkaup á birgðum fyrir fasteignaveldi Freds Trump. All County Building Supply & Maintenance var hins vegar aðeins skúffufyrirtæki og var notað til þess að færa fé frá fasteignafyrirtækinu til barnanna. Það var gert með því að bæta ofan á verðið á vörum sem starfsmenn þess höfðu þegar keypt. Fjármunirnir sem var þannig komið undan skatti runnu allir til Donalds Trump, systkina hans og frænda. Fjölskyldan virðist hafa fullnýtt fyrirkomulagið því fjárhæðirnar sem hún lagði ofan á kostnað við rekstrarvörur notaði hún til að réttlæta að hækka leigu í byggingum þar sem reglur voru um þak á upphæð leigugreiðslna. Þegar kom að því að færa yfirráð yfir fasteignaveldi Freds Trump til barnanna skilaði fjölskyldan skattframtölum þar sem markaðsvirði þess var verulega vanmetið. Þannig hafi hún komið sér undan að greiða hundruð milljóna dollara í skatt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira