Bandaríkjaforseti segir „ógnvekjandi“ að vera ungur karl Kjartan Kjartansson skrifar 2. október 2018 18:30 Trump varði Kavanaugh og lýsti áhyggjum af ásökunum um kynferðisofbeldi gegn körlum. Vísir/EPA Ungir karlmenn í Bandaríkjunum upplifa nú „ógnvekjandi“ og „erfiða“ tíma, að mati Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Ástæðuna telur hann vera ásakanir í garð þeirra um kynferðislegt ofbeldi. Atkvæði verða að líkindum greidd um hæstaréttardómaraefni Trump sem hefur verið sakaður um kynferðisbrot á námsárum sínum. Trump og fleiri repúblikanar hafa gert lítið úr ásökunum um að Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni forsetans, hafi beitt að minnsta kosti þrjár konur kynferðislegu ofbeldi í framhalds- og háskóla. Forsetinn hefur sagt ásakanirnar „svikamyllu“ sem demókratar hafi skipulagt til að leggja stein í götu tilnefningarinnar. Alríkislögreglan FBI rannsakar nú ásakanirnar en repúblikanar hafa gefið henni til föstudags til að ljúka því. Búist er við því að þeir láti þá greiða atkvæði um hvort staðfesta eigi Kavanaugh í embætti hæstaréttardómara. Forsetinn sagði í dag að hann teldi að Bandaríkjaþing myndi staðfesta skipan Kavanaugh. Þegar fréttamaður spurði Trump að því hvað hann myndi segja við unga karlmenn í Bandaríkjunum fyrir utan Hvíta húsið í dag lýsti hann þeim sem fórnarlömbum. „Ég segi að þetta er mjög ógnvekjandi tími fyrir unga karlmenn í Bandaríkjunum þegar þú getur verið sekur um eitthvað sem þú ert kannski ekki sekur um. Þetta er mjög erfiður tími,“ sagði forsetinn. „Þú gætir verið einhver sem hefur verið fullkominn allt þitt líf og einhver gæti sakað þig um eitthvað, það þarf ekki endilega að vera kona, en einhver gæti sakað þig um eitthvað og þú ert sjálfkrafa sekur,“ sagði Trump, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Skoðanir Trump gætu mótast af því hann hefur sjálfur verið sakaður um að brjóta kynferðisleg agegn fjölda kvenna í gegnum tíðina. Þá birtist upptaka af honum stæra sig af því að áreita konur kynferðislega í kosningabaráttunni árið 2016. „Allt mitt líf hef ég heyrt: „Þú ert saklaus þar til sekt þín er sönnuð“ en nú ertu sekur þar til sakleysi þitt er sannað. Það er mjög, mjög erfitt viðmið,“ sagði forsetinn."It's a very scary time for young men in America." (via CBS) pic.twitter.com/R80FspYgpP— Kyle Griffin (@kylegriffin1) October 2, 2018 Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Segja Trump ekki stýra rannsókninni Demókratar lýstu um helgina áhyggjum sínum af því að Hvíta húsið setti takmarkanir við viðfangsefni bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. 1. október 2018 08:00 Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06 Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22 Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fleiri fréttir Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Sjá meira
Ungir karlmenn í Bandaríkjunum upplifa nú „ógnvekjandi“ og „erfiða“ tíma, að mati Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Ástæðuna telur hann vera ásakanir í garð þeirra um kynferðislegt ofbeldi. Atkvæði verða að líkindum greidd um hæstaréttardómaraefni Trump sem hefur verið sakaður um kynferðisbrot á námsárum sínum. Trump og fleiri repúblikanar hafa gert lítið úr ásökunum um að Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni forsetans, hafi beitt að minnsta kosti þrjár konur kynferðislegu ofbeldi í framhalds- og háskóla. Forsetinn hefur sagt ásakanirnar „svikamyllu“ sem demókratar hafi skipulagt til að leggja stein í götu tilnefningarinnar. Alríkislögreglan FBI rannsakar nú ásakanirnar en repúblikanar hafa gefið henni til föstudags til að ljúka því. Búist er við því að þeir láti þá greiða atkvæði um hvort staðfesta eigi Kavanaugh í embætti hæstaréttardómara. Forsetinn sagði í dag að hann teldi að Bandaríkjaþing myndi staðfesta skipan Kavanaugh. Þegar fréttamaður spurði Trump að því hvað hann myndi segja við unga karlmenn í Bandaríkjunum fyrir utan Hvíta húsið í dag lýsti hann þeim sem fórnarlömbum. „Ég segi að þetta er mjög ógnvekjandi tími fyrir unga karlmenn í Bandaríkjunum þegar þú getur verið sekur um eitthvað sem þú ert kannski ekki sekur um. Þetta er mjög erfiður tími,“ sagði forsetinn. „Þú gætir verið einhver sem hefur verið fullkominn allt þitt líf og einhver gæti sakað þig um eitthvað, það þarf ekki endilega að vera kona, en einhver gæti sakað þig um eitthvað og þú ert sjálfkrafa sekur,“ sagði Trump, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Skoðanir Trump gætu mótast af því hann hefur sjálfur verið sakaður um að brjóta kynferðisleg agegn fjölda kvenna í gegnum tíðina. Þá birtist upptaka af honum stæra sig af því að áreita konur kynferðislega í kosningabaráttunni árið 2016. „Allt mitt líf hef ég heyrt: „Þú ert saklaus þar til sekt þín er sönnuð“ en nú ertu sekur þar til sakleysi þitt er sannað. Það er mjög, mjög erfitt viðmið,“ sagði forsetinn."It's a very scary time for young men in America." (via CBS) pic.twitter.com/R80FspYgpP— Kyle Griffin (@kylegriffin1) October 2, 2018
Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Segja Trump ekki stýra rannsókninni Demókratar lýstu um helgina áhyggjum sínum af því að Hvíta húsið setti takmarkanir við viðfangsefni bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. 1. október 2018 08:00 Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06 Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22 Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30 Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fleiri fréttir Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Sjá meira
Segja Trump ekki stýra rannsókninni Demókratar lýstu um helgina áhyggjum sínum af því að Hvíta húsið setti takmarkanir við viðfangsefni bakgrunnsrannsóknar alríkislögreglunnar (FBI) á Brett Kavanaugh, sem Donald Trump forseti hefur tilnefnt til hæstaréttar. 1. október 2018 08:00
Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06
Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22
Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30