Reed segir að Spieth hafi ekki viljað spila með sér Henry Birgir Gunnarsson skrifar 3. október 2018 07:00 Reed og Tiger voru slakir saman á Ryder Cup. vísir/getty Hinn óvinsæli kylfingur, Patrick Reed, er búinn að gera allt brjálað í herbúðum bandaríska Ryder Cup-liðsins. Hann ákvað að opna sig eftir flenginguna sem Bandaríkjamenn fengu á Le Golf National. Hinn afar sérstaki Reed hefur oft sagt að honum sé alveg sama hvað fólki finnist um hann og honum virðist greinilega líka standa á sama hvaða álit liðsfélagarnir hafa á honum. Reed og Jordan Spieth hafa verið afar farsælir sem teymi í Ryder Cup og hann bjóst því við að spila aftur með honum. Svo fór ekki en Reed fékk reyndar að spila með Tiger Woods í staðinn. „Ástæðan fyrir þessari breytingu er einfaldlega sú að Jordan vildi ekki spila með mér. Ég á ekki í neinum deilum við hann og í raun er mér alveg sama hvort ég spili með einhverjum sem mér líkar við og öfugt. Þetta snýst um að gera það rétta fyrir liðið,“ sagði Reed. Spieth og Jim Furyk, fyrirliði bandaríska liðsins, sögðu að þetta hefði allt verið liðsákvörðun en Reed segir það vera tómt kjaftæði. Spieth hefði tekið þessa ákvörðun. Hann var líka ósáttur við Furyk fyrir að hvíla sig í tveimur leikjum. „Að skilja eins sigursælan leikmann í Ryder eins og mig eftir á bekknum er ekki gáfuleg ákvörðun,“ sagði Reed. Reed og Tiger töpuðu báðum leikjum sínum í Rydernum. Spieth vann þrjá og tapaði einum með Justin Thomas í sínu liði. Golf Tengdar fréttir Óvinsæli Masters-meistarinn var með áhugaverðar kylfur í pokanum Eftir því var tekið að Masters-meistarinn Patrick Reed er ekki með samning við neinn golfframleiðanda og varð því meistari með þeim kylfum sem hann valdi sjálfur. 11. apríl 2018 14:00 Fjölskylda „vonda“ meistarans grét: Búa í 5 km fjarlægð en máttu ekki mæta Patrick Reed vann Mastersmótið í golfi á sunnudagskvöldið en fjölskylduraðstæður þessa 27 ára gamla Bandaríkjamanns hafa vakið mikla athygli í fjölmiðlum vestanhafs. 10. apríl 2018 09:00 „Vondi kallinn“ vann Mastersmótið og þess vegna fögnuðu svo fáir Patrick Reed vann í gærkvöldi Mastersmótið í golfi en þetta var hans fyrsti sigur á risamóti á ferlinum. Það var samt mjög áberandi að flestir áhorfendur á Augusta vellinum héldu ekki með þessum 27 ára Bandaríkjamanni. 9. apríl 2018 10:30 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Hinn óvinsæli kylfingur, Patrick Reed, er búinn að gera allt brjálað í herbúðum bandaríska Ryder Cup-liðsins. Hann ákvað að opna sig eftir flenginguna sem Bandaríkjamenn fengu á Le Golf National. Hinn afar sérstaki Reed hefur oft sagt að honum sé alveg sama hvað fólki finnist um hann og honum virðist greinilega líka standa á sama hvaða álit liðsfélagarnir hafa á honum. Reed og Jordan Spieth hafa verið afar farsælir sem teymi í Ryder Cup og hann bjóst því við að spila aftur með honum. Svo fór ekki en Reed fékk reyndar að spila með Tiger Woods í staðinn. „Ástæðan fyrir þessari breytingu er einfaldlega sú að Jordan vildi ekki spila með mér. Ég á ekki í neinum deilum við hann og í raun er mér alveg sama hvort ég spili með einhverjum sem mér líkar við og öfugt. Þetta snýst um að gera það rétta fyrir liðið,“ sagði Reed. Spieth og Jim Furyk, fyrirliði bandaríska liðsins, sögðu að þetta hefði allt verið liðsákvörðun en Reed segir það vera tómt kjaftæði. Spieth hefði tekið þessa ákvörðun. Hann var líka ósáttur við Furyk fyrir að hvíla sig í tveimur leikjum. „Að skilja eins sigursælan leikmann í Ryder eins og mig eftir á bekknum er ekki gáfuleg ákvörðun,“ sagði Reed. Reed og Tiger töpuðu báðum leikjum sínum í Rydernum. Spieth vann þrjá og tapaði einum með Justin Thomas í sínu liði.
Golf Tengdar fréttir Óvinsæli Masters-meistarinn var með áhugaverðar kylfur í pokanum Eftir því var tekið að Masters-meistarinn Patrick Reed er ekki með samning við neinn golfframleiðanda og varð því meistari með þeim kylfum sem hann valdi sjálfur. 11. apríl 2018 14:00 Fjölskylda „vonda“ meistarans grét: Búa í 5 km fjarlægð en máttu ekki mæta Patrick Reed vann Mastersmótið í golfi á sunnudagskvöldið en fjölskylduraðstæður þessa 27 ára gamla Bandaríkjamanns hafa vakið mikla athygli í fjölmiðlum vestanhafs. 10. apríl 2018 09:00 „Vondi kallinn“ vann Mastersmótið og þess vegna fögnuðu svo fáir Patrick Reed vann í gærkvöldi Mastersmótið í golfi en þetta var hans fyrsti sigur á risamóti á ferlinum. Það var samt mjög áberandi að flestir áhorfendur á Augusta vellinum héldu ekki með þessum 27 ára Bandaríkjamanni. 9. apríl 2018 10:30 Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Óvinsæli Masters-meistarinn var með áhugaverðar kylfur í pokanum Eftir því var tekið að Masters-meistarinn Patrick Reed er ekki með samning við neinn golfframleiðanda og varð því meistari með þeim kylfum sem hann valdi sjálfur. 11. apríl 2018 14:00
Fjölskylda „vonda“ meistarans grét: Búa í 5 km fjarlægð en máttu ekki mæta Patrick Reed vann Mastersmótið í golfi á sunnudagskvöldið en fjölskylduraðstæður þessa 27 ára gamla Bandaríkjamanns hafa vakið mikla athygli í fjölmiðlum vestanhafs. 10. apríl 2018 09:00
„Vondi kallinn“ vann Mastersmótið og þess vegna fögnuðu svo fáir Patrick Reed vann í gærkvöldi Mastersmótið í golfi en þetta var hans fyrsti sigur á risamóti á ferlinum. Það var samt mjög áberandi að flestir áhorfendur á Augusta vellinum héldu ekki með þessum 27 ára Bandaríkjamanni. 9. apríl 2018 10:30