Þúsundir sagðar strandaglópar vegna gjaldþrots Primera Air Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2018 21:02 Flugvél flugfélagsins Primera Air. Vísir/Getty Farþegar sem áttu far með Primera Air frá London til Bandaríkjanna fengu að vita af gjaldþroti flugfélagsins þegar þeir biðu á Stansted-flugvelli í dag. Þúsundir breskra viðskiptavina félagsins eru sagðir fastir í Norður-Ameríku og Evrópu vegna gjaldþrotsins. Stjórn Primera Air hefur sagt gjaldþrotið ekki koma niður á farþegum íslenskra ferðaskrifstofa. Breska blaðið The Independent segir að Stansted-flugvöllur hafi lagt hald á að minnsta kosti eina flugvél Primera Air. Farþegar sem ætluðu að fara til Washington-borgar hafi beðið úti í vél á meðan að flugstjórarinn beið fyrirmæla. Þeir sem ætluðu með félaginu til New York hafi aldrei fengið að fara um borð. Margir farþeganna hafi verið Bandaríkjamenn á leið heim til sín. Þúsundir Breta sitji að sama skapi fastir í Norður-Ameríku og á meginlandi Evrópu. Flugmiðar þeirra heim séu nú verðlausir en að auki sitji fjöldi manns sem hafði krafist bóta vegna raskana á ferðum Primera Air í sumar eftir með sárt ennið. Blaðið segist hafa fengið hundruð tölvupósta frá reiðum viðskiptavinum Primera Air vegna lélegrar þjónustu fyrirtækisins, ekki síst eftir að félagið féll frá áformum um Bandaríkjaflug frá Bretlandi. Norrænir fjölmiðlar hafa einnig greint frá því að fleiri hundruð farþega danskra og sænskra ferðaskrifstofa sitji föst eftir gjaldþrotið. Í yfirlýsingu stjórnar Primera Air í dag kom fram að farþegar íslenskra ferðaskrifstofa ættu ekki að verða fyrir áhrifum af gjaldþrotinu. Tékkneskt leiguflugfélag hafi tekið yfir samninga Primera Air. Einni ferð Primera Air frá Palma á Mallorca til Keflavíkur var aflýst í gær samkvæmt flugáætlun á vef Keflavíkurflugvallar. Ekki er ljóst hvað varð um þá farþega sem áttu miða í þá ferð. Tengdar fréttir Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Minna á réttindi viðskiptavina Primera Air en engar fregnir af vandræðum íslenskra farþega Isavia verður fyrir einhverju fjárhagstjóni vegna gjaldþrots Primera Air. Samgöngustofa minnir á að viðskiptavinir félagsins hafi ýmis réttindi. 1. október 2018 20:21 Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05 Mest lesið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Sjá meira
Farþegar sem áttu far með Primera Air frá London til Bandaríkjanna fengu að vita af gjaldþroti flugfélagsins þegar þeir biðu á Stansted-flugvelli í dag. Þúsundir breskra viðskiptavina félagsins eru sagðir fastir í Norður-Ameríku og Evrópu vegna gjaldþrotsins. Stjórn Primera Air hefur sagt gjaldþrotið ekki koma niður á farþegum íslenskra ferðaskrifstofa. Breska blaðið The Independent segir að Stansted-flugvöllur hafi lagt hald á að minnsta kosti eina flugvél Primera Air. Farþegar sem ætluðu að fara til Washington-borgar hafi beðið úti í vél á meðan að flugstjórarinn beið fyrirmæla. Þeir sem ætluðu með félaginu til New York hafi aldrei fengið að fara um borð. Margir farþeganna hafi verið Bandaríkjamenn á leið heim til sín. Þúsundir Breta sitji að sama skapi fastir í Norður-Ameríku og á meginlandi Evrópu. Flugmiðar þeirra heim séu nú verðlausir en að auki sitji fjöldi manns sem hafði krafist bóta vegna raskana á ferðum Primera Air í sumar eftir með sárt ennið. Blaðið segist hafa fengið hundruð tölvupósta frá reiðum viðskiptavinum Primera Air vegna lélegrar þjónustu fyrirtækisins, ekki síst eftir að félagið féll frá áformum um Bandaríkjaflug frá Bretlandi. Norrænir fjölmiðlar hafa einnig greint frá því að fleiri hundruð farþega danskra og sænskra ferðaskrifstofa sitji föst eftir gjaldþrotið. Í yfirlýsingu stjórnar Primera Air í dag kom fram að farþegar íslenskra ferðaskrifstofa ættu ekki að verða fyrir áhrifum af gjaldþrotinu. Tékkneskt leiguflugfélag hafi tekið yfir samninga Primera Air. Einni ferð Primera Air frá Palma á Mallorca til Keflavíkur var aflýst í gær samkvæmt flugáætlun á vef Keflavíkurflugvallar. Ekki er ljóst hvað varð um þá farþega sem áttu miða í þá ferð.
Tengdar fréttir Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06 Minna á réttindi viðskiptavina Primera Air en engar fregnir af vandræðum íslenskra farþega Isavia verður fyrir einhverju fjárhagstjóni vegna gjaldþrots Primera Air. Samgöngustofa minnir á að viðskiptavinir félagsins hafi ýmis réttindi. 1. október 2018 20:21 Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05 Mest lesið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Íhuga að sameina lífeyrissjóði Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Arion lækkar vexti Kaupa hótel á tæpa tvo milljarða Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Hreiðar Már ráðinn forstjóri Eikar Hætta við Coda Terminal í Hafnarfirði Minnstu sparisjóðirnir hefja sameiningarviðræður Sjá meira
Primera Air stefnir í gjaldþrot Primera Air Nordic og Primera Air Scandinavia munu sækja um greiðslustöðvun á morgun. 1. október 2018 16:06
Minna á réttindi viðskiptavina Primera Air en engar fregnir af vandræðum íslenskra farþega Isavia verður fyrir einhverju fjárhagstjóni vegna gjaldþrots Primera Air. Samgöngustofa minnir á að viðskiptavinir félagsins hafi ýmis réttindi. 1. október 2018 20:21
Segja fall Primera ekki raska ferðum íslenskra ferðaskrifstofa Stjórn Primera Air segir að greiðslustöðvun flugfélagsins dag, séu mikil vonbrigði fyrir starfsfólk. 1. október 2018 17:05