Toyota á Íslandi þarf að innkalla tvær Toyota Avensis bifreiðar af árgerðinni 2006. Á vef Neytendastofu segir að ástæða innköllunarinnar sé að möguleiki er á að hliðarloftpúðar í framsætum virki ekki sem skyldi. Hliðarpúðar í framsætum eiga að blása út við ákeyrslu á hlið bílsins.
Eigendum bílanna verður tilkynnt um innköllunina bréfleiðis og er viðgerðin sögð eigendunum að kostnaðarlausu. Hún felst í því að umræddum öryggispúðum verður skipt út fyrir nýja og ætti að taka um eina til tvær klukkustundir.
„Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa,“ segir á vef Neytendastofu.
Toyota innkallar tvo bíla
Stefán Ó. Jónsson skrifar

Mest lesið


Segja upp 52 sjómönnum
Viðskipti innlent

Varað við svörtum eldhúsáhöldum
Neytendur

Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu
Viðskipti innlent

Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP
Viðskipti innlent

Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára
Viðskipti innlent

Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára
Viðskipti innlent


Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd
Viðskipti innlent

Segir skilið við Grillmarkaðinn
Viðskipti innlent