Í tilkynningunni segir að um sameiginlega ákvörðun sé að ræða.
Ólafur tók við Fjölni fyrir nýafstaðið tímabil í Pepsideild karla og var það hans fyrsta starf sem aðalþjálfari eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari Heimis Guðjónssonar hjá FH.
Fjölnir féll niður í Inkassodeildina í haust eftir að hafa verið í fallbaráttu í sumar. Fjölnismenn féllu formlega í næst síðustu umferðinni eftir tap gegn Breiðabliki og liðið steinlá fyrir Fylki 7-0 í lokaumferðinni.
Knd Fjölnis og Ólafur Páll Snorrason hafa tekið sameiginlega ákvörðun um að framlengja ekki samningi um starf þjálfara liðs mfl karla. Knd Fjölnis þakkar Óla Palla kærlega fyrir hans störf fyrir félagið um leið og við óskum honum alls hins besta í framtíðinni. #FélagiðOkkar
— Fjölnir FC (@Fjolnir_FC) October 1, 2018