Óttast fyrirvaraleysi í erlendum fjölmiðlum um „áróðursmeistarann“ og náinn vin Davíðs Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. október 2018 10:11 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. vísir/vilhelm Þingmaður Samfylkingarinnar óttast að skýrsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um efnahagshrunið á Íslandi rýri traust Háskóla Íslands. Þingmaður Viðreisnar segir fátt nýtt koma fram í skýrslunni. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær ásamt þeim Jóni Steindóri Valdimarssyni, þingmanni Viðreisnar og Teiti Birni Einarssyni, varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins. Skýrsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors við Háskóla Íslands, um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins sem skrifuð var fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið var meðal þess sem bar á góma. „Það er enginn fyrirvari um að höfundur skýrslunnar hefur verið einn aðal áróðursmeistari Sjálfstæðisflokksins um áratuga skeið, náinn vinur aðalleikara í íslenskum stjórnmálum um áratuga skeið. Mér finnst ekkert að því að Hannes, sem er lipur penni og allt það, skrifi skýrslu. En ég hef áhyggjur af trúverðugleika okkar og ég hef mjög miklar áhyggjur af trúverðugleika háskólans,“ sagði Helga Vala. Teitur Björn kvaðst ósammála því að skýrslan rýri með einhverjum hætti traust Háskólans. „Mér sýnist að þeir sem hafa tjáð sig um skýrsluna séu mest að fetta fingur út í hver sé höfundurinn og draga upp ýmislegt sem að eins og Helga Vala var að segja að sé komið meira að segja á þann stað að rýra einhvern veginn orðstýr Háskóla Íslands. Mér þykir það ansi stór orð og hún hlýtur að útskýra það einhvern veginn nánar,“ sagði Teitur Björn. Að mati Jóns Steindórs kemur fátt nýtt fram í skýrslunni. „Mér finnst eiginlega furðulega lítið í niðurstöðunum sem að er nýtt og það er nánast ekkert nýtt í þessum niðurstöðum og mér finnst þetta, ég verð að segja það, mér finnst þessi skýrslugerð með mestu ólíkindum,“ sagði Jón Steindór. Alþingi Tengdar fréttir Segir bresk yfirvöld skulda Íslendingum afsökunarbeiðni Hannes Hólmsteinn skilaði skýrslu sinni í dag. 25. september 2018 16:39 Enginn aukalegur kostnaður þrátt fyrir sein skil 27. september 2018 06:30 Blendin viðbrögð við skýrslu Hannesar Flestir sem tjá sig um skýrslu Hannesar Hólmsteins efast um hæfi hans gagnvart viðfangsefninu. 26. september 2018 16:42 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Þingmaður Samfylkingarinnar óttast að skýrsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um efnahagshrunið á Íslandi rýri traust Háskóla Íslands. Þingmaður Viðreisnar segir fátt nýtt koma fram í skýrslunni. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var gestur í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær ásamt þeim Jóni Steindóri Valdimarssyni, þingmanni Viðreisnar og Teiti Birni Einarssyni, varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins. Skýrsla Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors við Háskóla Íslands, um erlenda áhrifaþætti bankahrunsins sem skrifuð var fyrir fjármála- og efnahagsráðuneytið var meðal þess sem bar á góma. „Það er enginn fyrirvari um að höfundur skýrslunnar hefur verið einn aðal áróðursmeistari Sjálfstæðisflokksins um áratuga skeið, náinn vinur aðalleikara í íslenskum stjórnmálum um áratuga skeið. Mér finnst ekkert að því að Hannes, sem er lipur penni og allt það, skrifi skýrslu. En ég hef áhyggjur af trúverðugleika okkar og ég hef mjög miklar áhyggjur af trúverðugleika háskólans,“ sagði Helga Vala. Teitur Björn kvaðst ósammála því að skýrslan rýri með einhverjum hætti traust Háskólans. „Mér sýnist að þeir sem hafa tjáð sig um skýrsluna séu mest að fetta fingur út í hver sé höfundurinn og draga upp ýmislegt sem að eins og Helga Vala var að segja að sé komið meira að segja á þann stað að rýra einhvern veginn orðstýr Háskóla Íslands. Mér þykir það ansi stór orð og hún hlýtur að útskýra það einhvern veginn nánar,“ sagði Teitur Björn. Að mati Jóns Steindórs kemur fátt nýtt fram í skýrslunni. „Mér finnst eiginlega furðulega lítið í niðurstöðunum sem að er nýtt og það er nánast ekkert nýtt í þessum niðurstöðum og mér finnst þetta, ég verð að segja það, mér finnst þessi skýrslugerð með mestu ólíkindum,“ sagði Jón Steindór.
Alþingi Tengdar fréttir Segir bresk yfirvöld skulda Íslendingum afsökunarbeiðni Hannes Hólmsteinn skilaði skýrslu sinni í dag. 25. september 2018 16:39 Enginn aukalegur kostnaður þrátt fyrir sein skil 27. september 2018 06:30 Blendin viðbrögð við skýrslu Hannesar Flestir sem tjá sig um skýrslu Hannesar Hólmsteins efast um hæfi hans gagnvart viðfangsefninu. 26. september 2018 16:42 Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Fleiri fréttir Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag Sjá meira
Segir bresk yfirvöld skulda Íslendingum afsökunarbeiðni Hannes Hólmsteinn skilaði skýrslu sinni í dag. 25. september 2018 16:39
Blendin viðbrögð við skýrslu Hannesar Flestir sem tjá sig um skýrslu Hannesar Hólmsteins efast um hæfi hans gagnvart viðfangsefninu. 26. september 2018 16:42