Uppgjör: Bottas gaf Hamilton sigurinn í Sochi Bragi Þórðarson skrifar 1. október 2018 19:45 Það getur verið erfitt að vera ökumaður númer tvö, stundum þarf að fórna eigin velgengni fyrir liðsfélagann vísir/getty Lewis Hamilton kom, sá og sigraði í sextándu umferð Formúlu 1 sem fór fram í rússneska Vetrarólympíugarðinum í Sochi um helgina. Harður slagur hefur verið milli Mercedes og Ferrari í allt sumar en nú lítur út fyrir að Mercedes með Hamilton í fararbroddi verði heimsmeistarar. Lewis er nú með 50 stiga forskot í keppni ökuþóra á Sebastian Vettel sem kom þriðji í mark um helgina. Valtteri Bottas tryggði fullkomin úrslit fyrir Mercedes með því að koma annar í mark í Rússlandi. Þýska liðið hefur því 53 stiga forskot á Ferrari þegar aðeins fimm keppnir eru eftir. Bæði lið komu með uppfærslur á bílum sínum til Rússlands, það var þó ljóst strax á fyrstu æfingum að Mercedes bílarnir voru hraðari en þeir ítölsku.Sebastian Vettel missti Hamilton fram fyrir sig í keppninni og enn lengra fram fyrir sig á stigalistanumvísir/gettyMercedes létu Bottas víkja Það varð Finninn Valtteri Bottas sem náði ráspól og leiddi kappaksturinn framan af. „Hleyptu Lewis framúr í þrettándu beygju þessa hrings,“ fékk Bottas að heyra í talstöðinni þegar kappaksturinn var hálfnaður. Finninn varð að ósk liðsins en var að vonum frekar bitur á verðlaunapallinum eftir að hafa staðið sig frábærlega alla helgina. Vettel átti möguleika á að hrifsa annað sætið af Lewis nokkrum hringjum fyrr er Þjóðverjinn kom út á brautina á undan Hamilton eftir þjónustuhléin. Bretinn gerði strax árás á Vettel og skullu þeir næstum saman í fyrstu beygju ef ekki hafði verið fyrir frábær viðbrögð Hamilton. Lewis komst þó framúr tveimur beygjum seinna og stakk Ferrari bílinn af. Úrslitin þýða að Mercedes hefur enn ekki tapað Formúlu 1 keppni í Rússlandi.Verstappen var raunverulegur sigurvegari helgarinnarvísir/gettyVerstappen ökumaður keppninnar Max Verstappen hjá Red Bull ákvað að fagna 21 árs afmæli sínu með mögnuðum akstri í Rússlandi um helgina. Báðir Red Bull bílarnir ræstu aftastir vegna refsinga fyrir að skipta um vélarhluti fyrir keppnina. Það virtist ekki stoppa Verstappen og var hann búinn að keyra sig upp um sjö sæti á fyrstu tveimur hringjunum. Að lokum endaði hann fimmti eftir að hafa leitt kappaksturinn í töluverðan tíma þegar aðrir fóru inn í dekkjaskipti. Næsta keppni fer fram á sögufrægu Suzuka brautinni í Japan, í skugga Fuji eldfjallsins. Eins og áður sagði hefur Hamilton 50 stiga forskot á Vettel þegar aðeins fimm keppnir eru eftir. Sebastian veit að 125 stig eru í pottinum og allt getur gerst. Sérstaklega þar sem spáð er þrumuveðri í Japan um næstu helgi þegar Suzuka kappaksturinn fer fram. Formúla Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Í beinni: Wales - Ísland | Tekst Íslandi að landa dýrmætum sigri? Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton kom, sá og sigraði í sextándu umferð Formúlu 1 sem fór fram í rússneska Vetrarólympíugarðinum í Sochi um helgina. Harður slagur hefur verið milli Mercedes og Ferrari í allt sumar en nú lítur út fyrir að Mercedes með Hamilton í fararbroddi verði heimsmeistarar. Lewis er nú með 50 stiga forskot í keppni ökuþóra á Sebastian Vettel sem kom þriðji í mark um helgina. Valtteri Bottas tryggði fullkomin úrslit fyrir Mercedes með því að koma annar í mark í Rússlandi. Þýska liðið hefur því 53 stiga forskot á Ferrari þegar aðeins fimm keppnir eru eftir. Bæði lið komu með uppfærslur á bílum sínum til Rússlands, það var þó ljóst strax á fyrstu æfingum að Mercedes bílarnir voru hraðari en þeir ítölsku.Sebastian Vettel missti Hamilton fram fyrir sig í keppninni og enn lengra fram fyrir sig á stigalistanumvísir/gettyMercedes létu Bottas víkja Það varð Finninn Valtteri Bottas sem náði ráspól og leiddi kappaksturinn framan af. „Hleyptu Lewis framúr í þrettándu beygju þessa hrings,“ fékk Bottas að heyra í talstöðinni þegar kappaksturinn var hálfnaður. Finninn varð að ósk liðsins en var að vonum frekar bitur á verðlaunapallinum eftir að hafa staðið sig frábærlega alla helgina. Vettel átti möguleika á að hrifsa annað sætið af Lewis nokkrum hringjum fyrr er Þjóðverjinn kom út á brautina á undan Hamilton eftir þjónustuhléin. Bretinn gerði strax árás á Vettel og skullu þeir næstum saman í fyrstu beygju ef ekki hafði verið fyrir frábær viðbrögð Hamilton. Lewis komst þó framúr tveimur beygjum seinna og stakk Ferrari bílinn af. Úrslitin þýða að Mercedes hefur enn ekki tapað Formúlu 1 keppni í Rússlandi.Verstappen var raunverulegur sigurvegari helgarinnarvísir/gettyVerstappen ökumaður keppninnar Max Verstappen hjá Red Bull ákvað að fagna 21 árs afmæli sínu með mögnuðum akstri í Rússlandi um helgina. Báðir Red Bull bílarnir ræstu aftastir vegna refsinga fyrir að skipta um vélarhluti fyrir keppnina. Það virtist ekki stoppa Verstappen og var hann búinn að keyra sig upp um sjö sæti á fyrstu tveimur hringjunum. Að lokum endaði hann fimmti eftir að hafa leitt kappaksturinn í töluverðan tíma þegar aðrir fóru inn í dekkjaskipti. Næsta keppni fer fram á sögufrægu Suzuka brautinni í Japan, í skugga Fuji eldfjallsins. Eins og áður sagði hefur Hamilton 50 stiga forskot á Vettel þegar aðeins fimm keppnir eru eftir. Sebastian veit að 125 stig eru í pottinum og allt getur gerst. Sérstaklega þar sem spáð er þrumuveðri í Japan um næstu helgi þegar Suzuka kappaksturinn fer fram.
Formúla Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Í beinni: Wales - Ísland | Tekst Íslandi að landa dýrmætum sigri? Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Handbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira