Aðstoðarmanni heimilt að flytja þrjú dómsmál Sigurður Mikael Jónsson skrifar 1. október 2018 08:00 Aðstoðarmaður utanríkisráðherra, Diljá Mist Einarsdóttir, fékk leyfi til að klára þrjú útistandandi dómsmál eftir að hún hóf störf. Fréttablaðið/GVA „Flest málin sem ég var með voru tekin yfir af öðrum starfsmönnum en það voru þrjú mál sem ég átti eftir að flytja og ég fékk undan þágu til að klára það,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Diljá hefur samhliða aðstoðarmannsstarfinu haldið áfram að sinna lögmennsku hjá lögmannsskrifstofunni Lögmál, nú síðast í Hæstarétti í síðustu viku. Hún kveðst í tímabundnu leyfi frá störfum hjá stofunni en hafa fengið grænt ljós frá ráðuneytisstjóra, þegar hún hóf störf, á að klára útistandandi mál. Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, staðfestir þetta við Fréttablaðið. „En þegar ég flutti mig yfir í febrúar bar ég það undir ráðuneytisstjórann hvort ég gæti klárað útistandandi mál sem ætti eftir að flytja og væru ekki ósamrýmanleg störfum mínum fyrir ráðuneytið,“ segir Diljá.Diljá Mist Einarsdóttir.Þar sem aðstoðarmenn eru pólitískt skipaðir þurfti ráðuneytið að meta mögulega hagsmunaárekstra út frá pólitísku samhengi frekar en stjórnsýsluhlutverki ráðuneytisins. Diljá segir að um hafi verið að ræða þrjú mál sem hafi átt eftir að flytja og þau hafi öll verið þess eðlis að á það var fallist að hún fengi að klára þau, á launum sem aðstoðarmaður ráðherra. Aðstoðarmenn ráðherra, sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu vegna mikils fjölda þeirra hjá núverandi ríkisstjórn, fá um 1.200 þúsund krónur á mánuði. Diljá segir að hún fái ekki greitt sérstaklega fyrir að flytja málin sem um ræðir. En þegar komi til þess að flytja málin, eins og í Hæstarétti á dögunum sem hafi tekið tvær klukkustundir, fái hún frí í vinnunni sem aðstoðarmaður til að skjótast frá. „Svo bæti ég það upp síðar því ekki minnkar staflinn í ráðuneytinu þó ég skjótist og fari í þessi mál.“ Aðspurð segir hún það vissulega vera fullt starf og rúmlega það að vera aðstoðarmaður ráðherra. „Jú, það er það. Maður er aldrei í fríi. En það er þannig að þegar maður hoppar skyndilega út eins og ég gerði þarna í febrúar þá getur verið rosalega erfitt að setja einhvern annan inn í málin.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira
„Flest málin sem ég var með voru tekin yfir af öðrum starfsmönnum en það voru þrjú mál sem ég átti eftir að flytja og ég fékk undan þágu til að klára það,“ segir Diljá Mist Einarsdóttir, aðstoðarmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Diljá hefur samhliða aðstoðarmannsstarfinu haldið áfram að sinna lögmennsku hjá lögmannsskrifstofunni Lögmál, nú síðast í Hæstarétti í síðustu viku. Hún kveðst í tímabundnu leyfi frá störfum hjá stofunni en hafa fengið grænt ljós frá ráðuneytisstjóra, þegar hún hóf störf, á að klára útistandandi mál. Sturla Sigurjónsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, staðfestir þetta við Fréttablaðið. „En þegar ég flutti mig yfir í febrúar bar ég það undir ráðuneytisstjórann hvort ég gæti klárað útistandandi mál sem ætti eftir að flytja og væru ekki ósamrýmanleg störfum mínum fyrir ráðuneytið,“ segir Diljá.Diljá Mist Einarsdóttir.Þar sem aðstoðarmenn eru pólitískt skipaðir þurfti ráðuneytið að meta mögulega hagsmunaárekstra út frá pólitísku samhengi frekar en stjórnsýsluhlutverki ráðuneytisins. Diljá segir að um hafi verið að ræða þrjú mál sem hafi átt eftir að flytja og þau hafi öll verið þess eðlis að á það var fallist að hún fengi að klára þau, á launum sem aðstoðarmaður ráðherra. Aðstoðarmenn ráðherra, sem mikið hefur verið fjallað um að undanförnu vegna mikils fjölda þeirra hjá núverandi ríkisstjórn, fá um 1.200 þúsund krónur á mánuði. Diljá segir að hún fái ekki greitt sérstaklega fyrir að flytja málin sem um ræðir. En þegar komi til þess að flytja málin, eins og í Hæstarétti á dögunum sem hafi tekið tvær klukkustundir, fái hún frí í vinnunni sem aðstoðarmaður til að skjótast frá. „Svo bæti ég það upp síðar því ekki minnkar staflinn í ráðuneytinu þó ég skjótist og fari í þessi mál.“ Aðspurð segir hún það vissulega vera fullt starf og rúmlega það að vera aðstoðarmaður ráðherra. „Jú, það er það. Maður er aldrei í fríi. En það er þannig að þegar maður hoppar skyndilega út eins og ég gerði þarna í febrúar þá getur verið rosalega erfitt að setja einhvern annan inn í málin.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Sjá meira