Nýjustu búgreinina stunda hellabændur Kristján Már Unnarsson skrifar 18. október 2018 21:30 Hörður Míó Ólafsson, hellabóndi í Víðgelmi. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Hellirinn Víðgelmir í Hallmundarhrauni er orðinn fimmtán manna vinnustaður, rekinn af bændum í Fljótstungu, sem nú kalla sig hellabændur. Hafísárin í kringum 1968 eru talin hafa bjargað dropasteinum og hraunstráum frá eyðileggingu en þá lokaðist hellirinn vegna ísmyndunar. Rætt var við Hörð Míó Ólafsson, hellabónda í Fljótstungu, í fréttum Stöðvar 2. Hallmundarhraun er eitt hellaauðugasta svæði landsins, en jörðin Fljótstunga stendur við hraunjaðarinn. Þar hafði hefðbundinn búskapur lagst af þegar hjón frá Akureyri keyptu jörðina fyrir þremur árum, þau Stefán Stefánsson og Þórhalla Guðmundsdóttir. Þau hófu að gera út á hellinn Víðgelmi, sem er í landi þeirra, með því að selja ferðamönnum aðgang en elsti sonurinn, Hörður Míó Ólafsson, stýrir rekstrinum.Við hellismunna Víðgelmis. Ofar í Hallmundarhrauni eru Surtshellir og Stefánshellir.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það hefur gengið bara vonum framar. Við erum með opið allt árið og auðvitað er sumarið okkar aðaltími en veturnir hafa verið glettilega góðir líka. Þannig að við erum brattir hér í Fljótstungu,” segir Hörður. Þjónustuhús var reist og hellirinn gerður aðgengilegri með stigum og göngupöllum. Í sumar unnu fimmtán manns við að sýna hellinn en eru helmingi færri í vetur. „Þetta erum bara við. Þetta er bara fjölskyldan, - fjölskyldufyrirtæki. Ég hér og pabbi, bróðir minn og systir mín, mamma.” Og fyrir vikið telst Fljótstunga nú í byggð. Þar sem stórgrýtið er mest er búið að smíða göngupalla til að auðvelda ferðafólki för um hellinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Viðkvæmar hraunmyndanir hafa varðveist betur í Víðgelmi en í mörgum öðrum hellum, þar sem ferðafólk komst lengi vel ekki inn í hann. „Fyrst var það ís sem lokaði honum í kjölfarið á hafísárunum. Hann var síðan opnaður árið 1991 og eftir það var sett upp hlið í hellinn þannig að hann var lokaður. Þetta er á þessum tíma þegar við erum að sækja meira inn á þessi svæði í þessa hella og kannski þá kunnum ekki alveg að fara um þetta eins og við gerum í dag. Og fyrir vikið þá eru hér þessar viðkvæmu hraunmyndanir, hraunkerti og hraunstrá, og það er nóg eftir af þeim hér,” segir Hörður. Nánar verður fjallað um samfélagið í efstu byggð Borgarfjarðar, í Hvítársíðu og Hálsasveit, í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld. Frétt Stöðvar 2 um hellabúskapinn í Víðgelmi má sjá hér: Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Um land allt Tengdar fréttir Ómetanlegir hraunhellar þegar verið stórskemmdir Frjáls umferð almennings og ferðaþjónustufyrirtækja hefur valdið óbætanlegum skaða á flestum merkustu hraunhellum landsins. Grípa þarf til heildarfriðlýsingar að mati samráðsnefndar og loka tugum hella án tafar. 15. maí 2013 07:00 Raufarhólshellir greiðfær til að sýna ferðamönnum Aðgengi að Raufarhólshelli hefur verið stórbætt enda er hann að fá nýtt hlutverk sem ferðamannastaður, þar sem seldur verður aðgangur með leiðsögn. 24. maí 2017 20:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Hellirinn Víðgelmir í Hallmundarhrauni er orðinn fimmtán manna vinnustaður, rekinn af bændum í Fljótstungu, sem nú kalla sig hellabændur. Hafísárin í kringum 1968 eru talin hafa bjargað dropasteinum og hraunstráum frá eyðileggingu en þá lokaðist hellirinn vegna ísmyndunar. Rætt var við Hörð Míó Ólafsson, hellabónda í Fljótstungu, í fréttum Stöðvar 2. Hallmundarhraun er eitt hellaauðugasta svæði landsins, en jörðin Fljótstunga stendur við hraunjaðarinn. Þar hafði hefðbundinn búskapur lagst af þegar hjón frá Akureyri keyptu jörðina fyrir þremur árum, þau Stefán Stefánsson og Þórhalla Guðmundsdóttir. Þau hófu að gera út á hellinn Víðgelmi, sem er í landi þeirra, með því að selja ferðamönnum aðgang en elsti sonurinn, Hörður Míó Ólafsson, stýrir rekstrinum.Við hellismunna Víðgelmis. Ofar í Hallmundarhrauni eru Surtshellir og Stefánshellir.Stöð 2/Arnar Halldórsson.„Það hefur gengið bara vonum framar. Við erum með opið allt árið og auðvitað er sumarið okkar aðaltími en veturnir hafa verið glettilega góðir líka. Þannig að við erum brattir hér í Fljótstungu,” segir Hörður. Þjónustuhús var reist og hellirinn gerður aðgengilegri með stigum og göngupöllum. Í sumar unnu fimmtán manns við að sýna hellinn en eru helmingi færri í vetur. „Þetta erum bara við. Þetta er bara fjölskyldan, - fjölskyldufyrirtæki. Ég hér og pabbi, bróðir minn og systir mín, mamma.” Og fyrir vikið telst Fljótstunga nú í byggð. Þar sem stórgrýtið er mest er búið að smíða göngupalla til að auðvelda ferðafólki för um hellinn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.Viðkvæmar hraunmyndanir hafa varðveist betur í Víðgelmi en í mörgum öðrum hellum, þar sem ferðafólk komst lengi vel ekki inn í hann. „Fyrst var það ís sem lokaði honum í kjölfarið á hafísárunum. Hann var síðan opnaður árið 1991 og eftir það var sett upp hlið í hellinn þannig að hann var lokaður. Þetta er á þessum tíma þegar við erum að sækja meira inn á þessi svæði í þessa hella og kannski þá kunnum ekki alveg að fara um þetta eins og við gerum í dag. Og fyrir vikið þá eru hér þessar viðkvæmu hraunmyndanir, hraunkerti og hraunstrá, og það er nóg eftir af þeim hér,” segir Hörður. Nánar verður fjallað um samfélagið í efstu byggð Borgarfjarðar, í Hvítársíðu og Hálsasveit, í þættinum „Um land allt” á Stöð 2 næstkomandi mánudagskvöld. Frétt Stöðvar 2 um hellabúskapinn í Víðgelmi má sjá hér:
Borgarbyggð Ferðamennska á Íslandi Um land allt Tengdar fréttir Ómetanlegir hraunhellar þegar verið stórskemmdir Frjáls umferð almennings og ferðaþjónustufyrirtækja hefur valdið óbætanlegum skaða á flestum merkustu hraunhellum landsins. Grípa þarf til heildarfriðlýsingar að mati samráðsnefndar og loka tugum hella án tafar. 15. maí 2013 07:00 Raufarhólshellir greiðfær til að sýna ferðamönnum Aðgengi að Raufarhólshelli hefur verið stórbætt enda er hann að fá nýtt hlutverk sem ferðamannastaður, þar sem seldur verður aðgangur með leiðsögn. 24. maí 2017 20:15 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Ómetanlegir hraunhellar þegar verið stórskemmdir Frjáls umferð almennings og ferðaþjónustufyrirtækja hefur valdið óbætanlegum skaða á flestum merkustu hraunhellum landsins. Grípa þarf til heildarfriðlýsingar að mati samráðsnefndar og loka tugum hella án tafar. 15. maí 2013 07:00
Raufarhólshellir greiðfær til að sýna ferðamönnum Aðgengi að Raufarhólshelli hefur verið stórbætt enda er hann að fá nýtt hlutverk sem ferðamannastaður, þar sem seldur verður aðgangur með leiðsögn. 24. maí 2017 20:15