Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Haukar 79-61 | Auðvelt hjá Stólunum Árni Jóhannsson skrifar 18. október 2018 21:45 Brynjar Þór Björnsson, leikmaður Tindastóls. vísir/Bára Tindastóll og Haukar áttust við á Sauðárkróki í þriðju umferð Dominos deildar karla fyrr í kvöld. Sóknarleikur liðanna var mjög stífur í fyrri hálfleik og báru tölurnar þess merki í hálfleik en staðan var 30-33 fyrir heimamenn. Varnir liðanna voru fínar og útskýra þessar tölur að einhverju leyti en hittnin var ekki góð. Í þriðja leikhluta keyrðu heimamenn kraftinn upp í varnarleiknum og nánast lokuðu sjoppunni þannig að Haukar komust hvergi nálægt körfunni. Unnu leikhlutann 30-9 og þar með kláruðu leikinn. Haukar reyndu hvað þeir gátu til að koma sér inn í leikinn í loka leikhlutanum en heimamenn hleyptu þeim ekki á neinn sprett til þess og sigldu stigunum heim og eru enn ósigraðir í deildinni.Afhverju vann Tindastóll? Varnarleikur liðsins var rosalegur í þriðja leihluta og það skildi á milli í kvöld. Eins og áður segir var sóknarleikurinn brösóttur en þegar hægt er að loka í vörninni þá geta auðveldu körfurnar komið í kjölfarið og það telur mjög mikið.Hverjir voru bestir? Urald King skilaði góðu verki í dag en hann átti erfiðan fyrri hálfleik, eins og margir en náði sér á strik í þeim seinni. Hann skilaði 23 stigum og 14 fráköstum. Brynjar Þór Björnsson skilaði þá 16 stigum og Dino Butorac gerði vel og skilaði 13 stigum af bekknum. Hjá Haukum var Marques Oliver atkvæðamestur með 16 stig og 16 fráköst en aðrir skiluðu minn og það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Ívar Ásgrímsson hvað það kemur lítið framlag sóknarlega frá mörgum leikmönnum hans.Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn gekk illa hjá báðum liðum í fyrri hálfleik eins og áður segir en í þeim seinni gekk hann hörmulega hjá gestunum úr Hafnarfirði. Þá var þriggja stiga nýting liðanna ekki góð. Tindastóll hitti sex þriggja stiga skotum úr 24 tilraunum og Haukar hittu ekki nema tveimur þriggja stiga skotum úr 16 tilraunum.Hvað næst? Tindastóll heldur sinn vegferð áfram með því að taka á móti Njarðvíkingum en strákarnir frá Suðurnesjum eru einni ósigraðir í deildinni hingað til. Það verður því eitthvað undan að láta. Brynjar Þór Björnsson sagði einmitt að sá leikur væri fyrsta stóra prófið hjá Stólunum í vetur. Haukar taka á móti Breiðblik og þar ætti að vera hægt að ná í sigur en Blikar hafa sýnt skemmtilega takta og eru því sýnd veiði en ekki gefin.Tindastóll-Haukar 79-61 (17-14, 13-19, 30-8, 19-20)Tindastóll: Urald King 23/14 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 16, Dino Butorac 13/6 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 9, Hannes Ingi Másson 4/4 fráköst, Friðrik Þór Stefánsson 3, Danero Thomas 2/4 fráköst, Ragnar Ágústsson 2, Finnbogi Bjarnason 2, Viðar Ágústsson 2/4 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 2, Helgi Rafn Viggósson 1/6 fráköst.Haukar: Marques Oliver 16/16 fráköst/3 varin skot, Kristinn Marinósson 11, Haukur Óskarsson 10, Hilmar Smári Henningsson 6/4 fráköst, Matic Macek 6/6 stoðsendingar, Adam Smari Olafsson 5, Kristján Leifur Sverrisson 3/10 fráköst, Hamid Dicko 2, Arnór Bjarki Ívarsson 2, Sigurður Ægir Brynjólfsson 0, Alex Rafn Guðlaugsson 0, Ívar Barja 0. Ívar Ásgrímsson: Erfitt að vinna körfubolta leiki með svona lélega skotnýtingu „Ég var ánægður með fyrri hálfleikinn enda náðum við að stjórna hraðanum og margt jákvætt í okkar leik“, voru fyrstu viðbrögð þjálfara Hauka eftir tap þeirra á móti Tindastól fyrr í kvöld. Hann hélt áfram og þurfti greinilega að létta mikið af sér. „Við vorum hinsvegar fljótir að hengja haus og gefast upp um leið og þeir fóru að setja einhver skot í þriðja leikhluta og það er ekki jákvætt. Það sem var skárra hjá okkur frá því í seinasta leik að við vorum að leggja okkur fram en það er bara mjög erfitt að vinna körfuboltaleiki í dag þegar þú ert með 12% þriggja stiga nýtingu“. Við erum nú að spila annan leikin í röð þar sem við hittum ekki neitt og þá er bara erfitt að fá eitthvað út úr þessu. Liðin pakka saman inn í teig á okkur og þá eru Marques [Oliver] og Kristján [Leifsson] í vandræðum inn í teig. Svo erum við með 50% vítanýting og brennum af 11 vítum í þessum leik og með 12% þriggja stiga nýtingu og á móti góðum liðum eins og Tindastól þá áttu ekki séns“. „Það er bara erfitt fyrir hvaða lið sem er að vinna körfubolta leiki með þannig nýtingu. Við verðum að fara að setja niður skot. Við erum með góða skotmenn en við setjum ekki neitt ofan í, það er bara svoleiðis“. Varðandi Hjálmar Stefánsson sagði Ívar: „Hann fer í ómskoðun og þá fáum við að vita eitthvað nánar og vonum náttúrlega að hann komi sem fyrst. Liðið átti að vera byggt í kringum hann, hann átti að vera okkar lykilmaður og það er mjög erfitt að vera án hans. Að vera búnir að missa út fimm leikmenn og missa svo Hjálmar líka en það er bara of mikill missir. Við vorum að vona að hann yrði með hérna, hann tók aðeins þátt á æfingu á þriðjudaginn en fann strax verk og hætti strax. Við ætlum að sjá hvað kemur í ljós en vitum ekki neitt“. Um næsta leik Hauka, sem er á móti Breiðblik, ræddi Ívar um hvað þyrfti að gerast til að Haukar myndu ná í sigur. „Við ætlum auðvitað að vinna þann leik og þurfum að reyna að stjórna hraðanum, þeir vilja hlaupa og það er erfitt fyrir okkur að hlaupa ef við hittum ekki neitt og koma okkur í gang. Ef við spilum eins og við gerðum í fyrri hálfleik hérna þá er það fínt og þurfum að byggja á jákvæðum hlutum núna, fjölga þeim og vinna út frá þeim“.Israel Martin: Mikilvægt að allir hafi fengið mínútur í dag Þjálfari Tindastóls sagði að þriðji leikhluti hafi augljóslega verið lykillinn að sigri hans manna í kvöld. „Fyrstu 20 mínúturnar í kvöld voru eins og upphitun en þegar við komum inn í þriðja leikhluta þá sýndi liðið smá karakter. Við leyfðum þeim ekki að skora nema níu stig og skoruðum sjálfir 30 en þessi stig sem við skoruðum komu vegna góðrar varnar frekar en að við höfum verið góðir sóknarlega. Í þriðja leikhluta sýndum við gæði okkar eins og þau eiga að vera“. „Urald King er lykilleikmaður hjá okkur. Með hann á vellinum líður öðrum leikmönnum vel og hann gefur af sér góða orku, tekur fráköst og býr til pláss fyrir skotmennina okkar. Það sem meira er og kannski mikilvægara er að allir í liðinu spiluðu í dag sex mínútur eða meira. Strákar sem hafa fengið minni mínútur geta fengið sjálfstraust með því að spila meira og það getur verið mikilvægt upp á framtíðina, bæði hjá okkur og þeim sem leikmönnum“, sagði Israel þegar hann var spurður út í mikilvægi Urald King hjá liðinun en hann var fljótur að hrósa öllu liðinu sínu. Eins og áður hefur komið er næsti leikur Tindastóls á móti Njarðvík en þá mætast tvö ósigruð lið og því um mikilvægan leik að ræða. Israel sagði að Njarðvík væri með mjög gott lið. „Þeir eru mjög þéttir ef marka má fyrstu tvo leikina og eitt besta lið landsins með góða leikmenn í hverri stöðu. Þá hafa þeir mikla breidd og fá mikið framlag frá góðum leikmönnum sem koma inn af bekknum sem er mjög mikilvægt. Við verðum hinsvegar bara að trúa á okkur sjálfa. Tindastóll ætlar að leggja allt í sölurnar í þessum leik til að ná í stigin“. Dominos-deild karla
Tindastóll og Haukar áttust við á Sauðárkróki í þriðju umferð Dominos deildar karla fyrr í kvöld. Sóknarleikur liðanna var mjög stífur í fyrri hálfleik og báru tölurnar þess merki í hálfleik en staðan var 30-33 fyrir heimamenn. Varnir liðanna voru fínar og útskýra þessar tölur að einhverju leyti en hittnin var ekki góð. Í þriðja leikhluta keyrðu heimamenn kraftinn upp í varnarleiknum og nánast lokuðu sjoppunni þannig að Haukar komust hvergi nálægt körfunni. Unnu leikhlutann 30-9 og þar með kláruðu leikinn. Haukar reyndu hvað þeir gátu til að koma sér inn í leikinn í loka leikhlutanum en heimamenn hleyptu þeim ekki á neinn sprett til þess og sigldu stigunum heim og eru enn ósigraðir í deildinni.Afhverju vann Tindastóll? Varnarleikur liðsins var rosalegur í þriðja leihluta og það skildi á milli í kvöld. Eins og áður segir var sóknarleikurinn brösóttur en þegar hægt er að loka í vörninni þá geta auðveldu körfurnar komið í kjölfarið og það telur mjög mikið.Hverjir voru bestir? Urald King skilaði góðu verki í dag en hann átti erfiðan fyrri hálfleik, eins og margir en náði sér á strik í þeim seinni. Hann skilaði 23 stigum og 14 fráköstum. Brynjar Þór Björnsson skilaði þá 16 stigum og Dino Butorac gerði vel og skilaði 13 stigum af bekknum. Hjá Haukum var Marques Oliver atkvæðamestur með 16 stig og 16 fráköst en aðrir skiluðu minn og það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir Ívar Ásgrímsson hvað það kemur lítið framlag sóknarlega frá mörgum leikmönnum hans.Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn gekk illa hjá báðum liðum í fyrri hálfleik eins og áður segir en í þeim seinni gekk hann hörmulega hjá gestunum úr Hafnarfirði. Þá var þriggja stiga nýting liðanna ekki góð. Tindastóll hitti sex þriggja stiga skotum úr 24 tilraunum og Haukar hittu ekki nema tveimur þriggja stiga skotum úr 16 tilraunum.Hvað næst? Tindastóll heldur sinn vegferð áfram með því að taka á móti Njarðvíkingum en strákarnir frá Suðurnesjum eru einni ósigraðir í deildinni hingað til. Það verður því eitthvað undan að láta. Brynjar Þór Björnsson sagði einmitt að sá leikur væri fyrsta stóra prófið hjá Stólunum í vetur. Haukar taka á móti Breiðblik og þar ætti að vera hægt að ná í sigur en Blikar hafa sýnt skemmtilega takta og eru því sýnd veiði en ekki gefin.Tindastóll-Haukar 79-61 (17-14, 13-19, 30-8, 19-20)Tindastóll: Urald King 23/14 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 16, Dino Butorac 13/6 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 9, Hannes Ingi Másson 4/4 fráköst, Friðrik Þór Stefánsson 3, Danero Thomas 2/4 fráköst, Ragnar Ágústsson 2, Finnbogi Bjarnason 2, Viðar Ágústsson 2/4 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 2, Helgi Rafn Viggósson 1/6 fráköst.Haukar: Marques Oliver 16/16 fráköst/3 varin skot, Kristinn Marinósson 11, Haukur Óskarsson 10, Hilmar Smári Henningsson 6/4 fráköst, Matic Macek 6/6 stoðsendingar, Adam Smari Olafsson 5, Kristján Leifur Sverrisson 3/10 fráköst, Hamid Dicko 2, Arnór Bjarki Ívarsson 2, Sigurður Ægir Brynjólfsson 0, Alex Rafn Guðlaugsson 0, Ívar Barja 0. Ívar Ásgrímsson: Erfitt að vinna körfubolta leiki með svona lélega skotnýtingu „Ég var ánægður með fyrri hálfleikinn enda náðum við að stjórna hraðanum og margt jákvætt í okkar leik“, voru fyrstu viðbrögð þjálfara Hauka eftir tap þeirra á móti Tindastól fyrr í kvöld. Hann hélt áfram og þurfti greinilega að létta mikið af sér. „Við vorum hinsvegar fljótir að hengja haus og gefast upp um leið og þeir fóru að setja einhver skot í þriðja leikhluta og það er ekki jákvætt. Það sem var skárra hjá okkur frá því í seinasta leik að við vorum að leggja okkur fram en það er bara mjög erfitt að vinna körfuboltaleiki í dag þegar þú ert með 12% þriggja stiga nýtingu“. Við erum nú að spila annan leikin í röð þar sem við hittum ekki neitt og þá er bara erfitt að fá eitthvað út úr þessu. Liðin pakka saman inn í teig á okkur og þá eru Marques [Oliver] og Kristján [Leifsson] í vandræðum inn í teig. Svo erum við með 50% vítanýting og brennum af 11 vítum í þessum leik og með 12% þriggja stiga nýtingu og á móti góðum liðum eins og Tindastól þá áttu ekki séns“. „Það er bara erfitt fyrir hvaða lið sem er að vinna körfubolta leiki með þannig nýtingu. Við verðum að fara að setja niður skot. Við erum með góða skotmenn en við setjum ekki neitt ofan í, það er bara svoleiðis“. Varðandi Hjálmar Stefánsson sagði Ívar: „Hann fer í ómskoðun og þá fáum við að vita eitthvað nánar og vonum náttúrlega að hann komi sem fyrst. Liðið átti að vera byggt í kringum hann, hann átti að vera okkar lykilmaður og það er mjög erfitt að vera án hans. Að vera búnir að missa út fimm leikmenn og missa svo Hjálmar líka en það er bara of mikill missir. Við vorum að vona að hann yrði með hérna, hann tók aðeins þátt á æfingu á þriðjudaginn en fann strax verk og hætti strax. Við ætlum að sjá hvað kemur í ljós en vitum ekki neitt“. Um næsta leik Hauka, sem er á móti Breiðblik, ræddi Ívar um hvað þyrfti að gerast til að Haukar myndu ná í sigur. „Við ætlum auðvitað að vinna þann leik og þurfum að reyna að stjórna hraðanum, þeir vilja hlaupa og það er erfitt fyrir okkur að hlaupa ef við hittum ekki neitt og koma okkur í gang. Ef við spilum eins og við gerðum í fyrri hálfleik hérna þá er það fínt og þurfum að byggja á jákvæðum hlutum núna, fjölga þeim og vinna út frá þeim“.Israel Martin: Mikilvægt að allir hafi fengið mínútur í dag Þjálfari Tindastóls sagði að þriðji leikhluti hafi augljóslega verið lykillinn að sigri hans manna í kvöld. „Fyrstu 20 mínúturnar í kvöld voru eins og upphitun en þegar við komum inn í þriðja leikhluta þá sýndi liðið smá karakter. Við leyfðum þeim ekki að skora nema níu stig og skoruðum sjálfir 30 en þessi stig sem við skoruðum komu vegna góðrar varnar frekar en að við höfum verið góðir sóknarlega. Í þriðja leikhluta sýndum við gæði okkar eins og þau eiga að vera“. „Urald King er lykilleikmaður hjá okkur. Með hann á vellinum líður öðrum leikmönnum vel og hann gefur af sér góða orku, tekur fráköst og býr til pláss fyrir skotmennina okkar. Það sem meira er og kannski mikilvægara er að allir í liðinu spiluðu í dag sex mínútur eða meira. Strákar sem hafa fengið minni mínútur geta fengið sjálfstraust með því að spila meira og það getur verið mikilvægt upp á framtíðina, bæði hjá okkur og þeim sem leikmönnum“, sagði Israel þegar hann var spurður út í mikilvægi Urald King hjá liðinun en hann var fljótur að hrósa öllu liðinu sínu. Eins og áður hefur komið er næsti leikur Tindastóls á móti Njarðvík en þá mætast tvö ósigruð lið og því um mikilvægan leik að ræða. Israel sagði að Njarðvík væri með mjög gott lið. „Þeir eru mjög þéttir ef marka má fyrstu tvo leikina og eitt besta lið landsins með góða leikmenn í hverri stöðu. Þá hafa þeir mikla breidd og fá mikið framlag frá góðum leikmönnum sem koma inn af bekknum sem er mjög mikilvægt. Við verðum hinsvegar bara að trúa á okkur sjálfa. Tindastóll ætlar að leggja allt í sölurnar í þessum leik til að ná í stigin“.