Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Valur 85-80 | Njarðvík á flugi Magnús Einþór Áskelsson skrifar 18. október 2018 22:15 Logi Gunnarsson, leikmaður Njarðvíkur. fréttablaðið/ernir Njarðvíkingar unnu Val í hörku leik í Ljónagryfjunni í kvöld 85-80. Valsmenn byrjuðu leikinn af krafti og náðu strax sjö stiga forskoti. Njarðvíkingar svöruðu og skiptust liðin á að leiða leikinn. Aleks Simeonov var óstöðvandi í fyrsta leikhluta fyrir Val en hann skoraði 10 stig og tók 7 fráköst í leikhlutanum. Valur leiddi að lokum með þremur stigum 19-22. Í örðum leikhluta spiluðu gestirnir frábærlega og náðu mest tólf stiga forskoti. Lítið gekk upp hjá heimamönnum sem leyfðu Valsmönnum að taka fjölmörg sóknarfráköst sem skiluðu oftar en ekki stigum fyrir gestina. Njarðvíkingar áttu þó góðan endasprett og skorðuðu fimm síðustu stiginn, 37-44 fyrir Valsmenn í hálfleik. Í þriðja leikhluta komu heimamenn dýrvitlausir til leiks og jöfnuðu leikinn strax á fyrstu mínútunum. Þeir héldu áfram að þjarma að gestunum með frábærum varnarleik og liprum sóknarleik þar sem boltinn hreyfðist hratt á milli manna. Eitthvað sem maður hefur ekki séð mikið af í byrjun leiktíðar hjá Njarðvík. Heimamenn unnu leikhlutann 29-13 og leiddu því með níu stigum 66-57 fyrir lokaleikhlutann. Í fjórða leikhluta benti lítið annað en að Njarðvíkingar myndu sigla þessu þægilega heim, héldu Valsmönnum í þægilegri fjarlægð en annað kom á daginn. Gestirnir bitu í skjaldarendur síðustu fjórar mínúturnar og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Valsmenn fengu tvær sóknir til að jafna leikinn í stöðunni 83-80 þegar skammt lifið leiks en báðar sóknirnar misfórust. Njarðvík landaði því góðum sigri 85-80 í sveifluenndum leik.Af hverju vann Njarðvík? Njarðvík vann leikinn í þriðja leikhluta þar sem þeir voru frábærir. Margir að leggja í púkkið og Valsmenn réðu ekkert við þá. Skotnýting Valsmanna var líka slæm og hreint út sagt ótrúlegt að þeir hafi verið inní þessum leik í lokin.Hverjir stóðu upp úr? FImm leikmenn Njarðvíkur skorðu tíu stig eða meira. Mario Matasovic var þeirra stigahæðstur en hann skoraði 16 stig og tók 10 fráköst. Ólafur Helgi Jónsson kom sterkur inn af bekknum og skilaði 13 stigum með frábærri nýtingu. Hjá Val var Aleks Simeonov bestur en hann skoraði 21 stig og tók 10 fráköst. Miles Wright skoraði 18 stig en hann var ekki áberandi stóra hluta leiksins.Hvað gekk illa? Skotnýting Vals var ekki góð í þessum leik, oft opnir þristar sem vildu ekki niður. Austin Bracey og Oddur Kristján áttu alls ekki góðan leik í kvöld fyrir Val.Tölfræði sem vekur athygli Skotnýting Vals var lélega þá sérstaklega þriggja stiga nýtingin en hún var aðeins 14%, 4/28. Þetta hafði gríðarleg áhrif á úrslit leiksins.Hvað næst? Njarðvík fer norður til Sauðárkróks og spilar við Tindastól í algjörum toppslag á meðan Valsmenn fá KRinga í heimsókn í baráttuna um Reykjavík.Ágúst Björgvinsson: Við verðum að hitta betur Ágúst Björgvinsson þjálfari Valsmanna var alls ekki óánægður með leik sinna manna í kvöld en fannst sárt að ná ekki að landa sigrinum. „Það var margt got í þessu, sýndum ágætis baráttu og varnarleikurinn okkar var á köflum mjög góður en sárt að geta ekki náð í sigur,” sagði hann. Þriðji leikhluti var arfaslakur hjá Valsmönnum og fannst Ágústi þeir koma linir til leiks í seinni hálfleik. „Við komum bara allt of linir út úr klefanum, við vorum nokkuð sáttir með vörnina í fyrri hálfleik samt vorru nokkrir hlutir sem við máttum laga en við þurfum að koma miklu grimmari út úr hálfleiknum en við gerðum núna og höfum verið að gera,“ sagði hann. Ágústi fannst slök þriggjastiga hittni liðsins tapa þessum leik í kvöld en hún var aðeins 14% í leiknum eða 4/28. „Við gerðum margt gott í þessum leik, þeir eru komnir með góða forystu en við komum til baka og gefum þessu leik en og við höfðum möguleika á því að vinna þennan leik en við hittum ekki neitt." „Við erum 14% í þriggja stiga skotum samt inní leiknum þannig að við erum eitthvað að gera gott. Við verðum að hitta betur til að geta unnið svona sterkt lið eins og Njarðvík."Einar Árni: Gott að vinna þegar við eigum mikið inni Einar Árni Jóhannesson fannst þessi leikur vera sveiflukenndur og í raun þeir veikara liðið á vellinum löngum stundum. Hann var ánægður hvernig menn mættu til leiks í seinni hálfleik en hefði viljað klára þennan leik sterkara. „Þetta var sveiflukennt, við vorum löngum köflum veikara liðið á vellinum sérstaklega í fyrri hálfleik. Ég er mjög ánægður hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn og unnum okkur til baka." „Ég hefði náttúrlega viljað sjá okkur bara klára þetta á sterkari nótum en gott að vinna þegar við eigum mikið inni. Það er þreytt að segja það viku eftir viku að við eigum mikið inni en við þurfum að fara sýna það, við erum alls ekki að gera það þó við séum að klóra okkur út úr þessum leikjum til þessa." Aðspurður hvort að hann væri ekki ánægður hvað margir væru að skila góðu framlagi til liðsins sagði hann að það væri styrkur liðsins. Þeir gerðu þetta meira á liðsheildinni og myndi ekki búast við að sjá mann skora 30 stig fyrir þá í leik í vetur. „Já já það er það sem við sáum styrk í þessum hóp að við erum með 6-7 leikmenn sem geta verið að skora 10+. Ég er ekki að sjá það hjá okkur að við séum að sjá einhvern 30.stiga mann." „Þetta verður meira liðsheildin og það var tilfellið í dag og er búið að vera í þessum öllum þremur leikjum." Dominos-deild karla
Njarðvíkingar unnu Val í hörku leik í Ljónagryfjunni í kvöld 85-80. Valsmenn byrjuðu leikinn af krafti og náðu strax sjö stiga forskoti. Njarðvíkingar svöruðu og skiptust liðin á að leiða leikinn. Aleks Simeonov var óstöðvandi í fyrsta leikhluta fyrir Val en hann skoraði 10 stig og tók 7 fráköst í leikhlutanum. Valur leiddi að lokum með þremur stigum 19-22. Í örðum leikhluta spiluðu gestirnir frábærlega og náðu mest tólf stiga forskoti. Lítið gekk upp hjá heimamönnum sem leyfðu Valsmönnum að taka fjölmörg sóknarfráköst sem skiluðu oftar en ekki stigum fyrir gestina. Njarðvíkingar áttu þó góðan endasprett og skorðuðu fimm síðustu stiginn, 37-44 fyrir Valsmenn í hálfleik. Í þriðja leikhluta komu heimamenn dýrvitlausir til leiks og jöfnuðu leikinn strax á fyrstu mínútunum. Þeir héldu áfram að þjarma að gestunum með frábærum varnarleik og liprum sóknarleik þar sem boltinn hreyfðist hratt á milli manna. Eitthvað sem maður hefur ekki séð mikið af í byrjun leiktíðar hjá Njarðvík. Heimamenn unnu leikhlutann 29-13 og leiddu því með níu stigum 66-57 fyrir lokaleikhlutann. Í fjórða leikhluta benti lítið annað en að Njarðvíkingar myndu sigla þessu þægilega heim, héldu Valsmönnum í þægilegri fjarlægð en annað kom á daginn. Gestirnir bitu í skjaldarendur síðustu fjórar mínúturnar og minnkuðu muninn jafnt og þétt. Valsmenn fengu tvær sóknir til að jafna leikinn í stöðunni 83-80 þegar skammt lifið leiks en báðar sóknirnar misfórust. Njarðvík landaði því góðum sigri 85-80 í sveifluenndum leik.Af hverju vann Njarðvík? Njarðvík vann leikinn í þriðja leikhluta þar sem þeir voru frábærir. Margir að leggja í púkkið og Valsmenn réðu ekkert við þá. Skotnýting Valsmanna var líka slæm og hreint út sagt ótrúlegt að þeir hafi verið inní þessum leik í lokin.Hverjir stóðu upp úr? FImm leikmenn Njarðvíkur skorðu tíu stig eða meira. Mario Matasovic var þeirra stigahæðstur en hann skoraði 16 stig og tók 10 fráköst. Ólafur Helgi Jónsson kom sterkur inn af bekknum og skilaði 13 stigum með frábærri nýtingu. Hjá Val var Aleks Simeonov bestur en hann skoraði 21 stig og tók 10 fráköst. Miles Wright skoraði 18 stig en hann var ekki áberandi stóra hluta leiksins.Hvað gekk illa? Skotnýting Vals var ekki góð í þessum leik, oft opnir þristar sem vildu ekki niður. Austin Bracey og Oddur Kristján áttu alls ekki góðan leik í kvöld fyrir Val.Tölfræði sem vekur athygli Skotnýting Vals var lélega þá sérstaklega þriggja stiga nýtingin en hún var aðeins 14%, 4/28. Þetta hafði gríðarleg áhrif á úrslit leiksins.Hvað næst? Njarðvík fer norður til Sauðárkróks og spilar við Tindastól í algjörum toppslag á meðan Valsmenn fá KRinga í heimsókn í baráttuna um Reykjavík.Ágúst Björgvinsson: Við verðum að hitta betur Ágúst Björgvinsson þjálfari Valsmanna var alls ekki óánægður með leik sinna manna í kvöld en fannst sárt að ná ekki að landa sigrinum. „Það var margt got í þessu, sýndum ágætis baráttu og varnarleikurinn okkar var á köflum mjög góður en sárt að geta ekki náð í sigur,” sagði hann. Þriðji leikhluti var arfaslakur hjá Valsmönnum og fannst Ágústi þeir koma linir til leiks í seinni hálfleik. „Við komum bara allt of linir út úr klefanum, við vorum nokkuð sáttir með vörnina í fyrri hálfleik samt vorru nokkrir hlutir sem við máttum laga en við þurfum að koma miklu grimmari út úr hálfleiknum en við gerðum núna og höfum verið að gera,“ sagði hann. Ágústi fannst slök þriggjastiga hittni liðsins tapa þessum leik í kvöld en hún var aðeins 14% í leiknum eða 4/28. „Við gerðum margt gott í þessum leik, þeir eru komnir með góða forystu en við komum til baka og gefum þessu leik en og við höfðum möguleika á því að vinna þennan leik en við hittum ekki neitt." „Við erum 14% í þriggja stiga skotum samt inní leiknum þannig að við erum eitthvað að gera gott. Við verðum að hitta betur til að geta unnið svona sterkt lið eins og Njarðvík."Einar Árni: Gott að vinna þegar við eigum mikið inni Einar Árni Jóhannesson fannst þessi leikur vera sveiflukenndur og í raun þeir veikara liðið á vellinum löngum stundum. Hann var ánægður hvernig menn mættu til leiks í seinni hálfleik en hefði viljað klára þennan leik sterkara. „Þetta var sveiflukennt, við vorum löngum köflum veikara liðið á vellinum sérstaklega í fyrri hálfleik. Ég er mjög ánægður hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn og unnum okkur til baka." „Ég hefði náttúrlega viljað sjá okkur bara klára þetta á sterkari nótum en gott að vinna þegar við eigum mikið inni. Það er þreytt að segja það viku eftir viku að við eigum mikið inni en við þurfum að fara sýna það, við erum alls ekki að gera það þó við séum að klóra okkur út úr þessum leikjum til þessa." Aðspurður hvort að hann væri ekki ánægður hvað margir væru að skila góðu framlagi til liðsins sagði hann að það væri styrkur liðsins. Þeir gerðu þetta meira á liðsheildinni og myndi ekki búast við að sjá mann skora 30 stig fyrir þá í leik í vetur. „Já já það er það sem við sáum styrk í þessum hóp að við erum með 6-7 leikmenn sem geta verið að skora 10+. Ég er ekki að sjá það hjá okkur að við séum að sjá einhvern 30.stiga mann." „Þetta verður meira liðsheildin og það var tilfellið í dag og er búið að vera í þessum öllum þremur leikjum."
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti