Aðlögunartími vegna Brexit gæti dregist á langinn Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2018 11:44 Óvíst er að hugmynd May veki mikla hrifningu hjá flokksmönnum sem voru þegar tilbúnir að fella samning við ESB sem byggði á tillögum hennar. Vísir/EPA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að aðlögunartími Bretlands eftir útgönguna úr Evrópusambandinu á næsta ári gæti dregist um einhverja mánuði. Sú hugmynd hafi verið rædd á samningafundum Breta og fulltrú sambandsins en ekki sé búist við að af henni verði. Enn hefur ekkert gengið hjá Bretum og ESB að ná samkomulagi um hvernig samskiptum þeirra verður háttað eftir að Bretland gengur úr sambandinu í lok mars. Engin breyting varð á því á leiðtogafundi ESB í gær. Gert hefur verið ráð fyrir að í kjölfar útgöngunnar taki við aðlögunartímabil þangað til í árslok 2020. May sagði í dag að hún hefði lagt fram tillögur til að leysa eitt helst ágreiningsmálið: hvernig landamærum Írlands og Norður-Írlands verður háttað eftir Brexit án þess að setja þurfi upp landamæra- eða tollahlið. „Önnur hugmynd hefur komið fram, og þetta er hugmynd á þessu stigi, um að búa til möguleika á að framlengja innleiðingartímabilið um einhverja mánuði, og það væri aðeins spurning um mánuði,“ sagði May í morgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Engu að síður væri ekki gert ráð fyrir að til þess þyrfti að koma þar sem Bretar og ESB væru ákveðin í að ná samkomulagi um framtíðarsamband þeirra fyrir árslok 2020. Ástandið í Íhaldsflokki May hefur verið eldfimt. May á sér marga gagnrýnendur í röðum Brexit-harðlínumanna sem krefjast þess að hún dragi Bretland út úr ESB án nokkurs samnings frekar en að láta undan kröfum ESB. Viðbrögð þeirra við hugmynd May um lengri aðlögunartíma hafa verið neikvæð. Nick Boles, fyrrverandi ráðherra Íhaldsflokksins, lýsir hugmyndinni sem „örvæntingafullri lokatilraun“ sem gæti kostað May stuðning flokksmanna. Brexit Tengdar fréttir Tugir þingmanna Íhaldsflokksins sagðir tilbúnir að fella Brexit-samning May Örlög mögulegs Brexit-samnings ríkisstjórnar Theresu May forsætisráðherra yrðu þá í höndum Verkamannaflokksins. 9. október 2018 08:38 Hugmyndir um aukaleiðtogafund um Brexit í nóvember settar á ís Fundi leiðtogaráðs ESB lauk í Brussel klukkan 20:30 í kvöld. 17. október 2018 22:18 Fyrrverandi Brexit-ráðherra hvetur til uppreisnar Átökin innan Íhaldsflokksins um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu halda áfram. 14. október 2018 11:14 Forseti leiðtogaráðsins kveðst svartsýnn fyrir Brexit-fundinn Forseti leiðtogaráðs ESB kveðst svartsýnn fyrir leiðtogafund um Brexit í dag. Fyrirkomulag landamæragæslu á Írlandi helsta áhyggjuefnið og pattstaða í viðræðum. Breski forsætisráðherrann reynir að fylkja ráðherrum að baki sér og 17. október 2018 09:00 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að aðlögunartími Bretlands eftir útgönguna úr Evrópusambandinu á næsta ári gæti dregist um einhverja mánuði. Sú hugmynd hafi verið rædd á samningafundum Breta og fulltrú sambandsins en ekki sé búist við að af henni verði. Enn hefur ekkert gengið hjá Bretum og ESB að ná samkomulagi um hvernig samskiptum þeirra verður háttað eftir að Bretland gengur úr sambandinu í lok mars. Engin breyting varð á því á leiðtogafundi ESB í gær. Gert hefur verið ráð fyrir að í kjölfar útgöngunnar taki við aðlögunartímabil þangað til í árslok 2020. May sagði í dag að hún hefði lagt fram tillögur til að leysa eitt helst ágreiningsmálið: hvernig landamærum Írlands og Norður-Írlands verður háttað eftir Brexit án þess að setja þurfi upp landamæra- eða tollahlið. „Önnur hugmynd hefur komið fram, og þetta er hugmynd á þessu stigi, um að búa til möguleika á að framlengja innleiðingartímabilið um einhverja mánuði, og það væri aðeins spurning um mánuði,“ sagði May í morgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Engu að síður væri ekki gert ráð fyrir að til þess þyrfti að koma þar sem Bretar og ESB væru ákveðin í að ná samkomulagi um framtíðarsamband þeirra fyrir árslok 2020. Ástandið í Íhaldsflokki May hefur verið eldfimt. May á sér marga gagnrýnendur í röðum Brexit-harðlínumanna sem krefjast þess að hún dragi Bretland út úr ESB án nokkurs samnings frekar en að láta undan kröfum ESB. Viðbrögð þeirra við hugmynd May um lengri aðlögunartíma hafa verið neikvæð. Nick Boles, fyrrverandi ráðherra Íhaldsflokksins, lýsir hugmyndinni sem „örvæntingafullri lokatilraun“ sem gæti kostað May stuðning flokksmanna.
Brexit Tengdar fréttir Tugir þingmanna Íhaldsflokksins sagðir tilbúnir að fella Brexit-samning May Örlög mögulegs Brexit-samnings ríkisstjórnar Theresu May forsætisráðherra yrðu þá í höndum Verkamannaflokksins. 9. október 2018 08:38 Hugmyndir um aukaleiðtogafund um Brexit í nóvember settar á ís Fundi leiðtogaráðs ESB lauk í Brussel klukkan 20:30 í kvöld. 17. október 2018 22:18 Fyrrverandi Brexit-ráðherra hvetur til uppreisnar Átökin innan Íhaldsflokksins um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu halda áfram. 14. október 2018 11:14 Forseti leiðtogaráðsins kveðst svartsýnn fyrir Brexit-fundinn Forseti leiðtogaráðs ESB kveðst svartsýnn fyrir leiðtogafund um Brexit í dag. Fyrirkomulag landamæragæslu á Írlandi helsta áhyggjuefnið og pattstaða í viðræðum. Breski forsætisráðherrann reynir að fylkja ráðherrum að baki sér og 17. október 2018 09:00 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Tugir þingmanna Íhaldsflokksins sagðir tilbúnir að fella Brexit-samning May Örlög mögulegs Brexit-samnings ríkisstjórnar Theresu May forsætisráðherra yrðu þá í höndum Verkamannaflokksins. 9. október 2018 08:38
Hugmyndir um aukaleiðtogafund um Brexit í nóvember settar á ís Fundi leiðtogaráðs ESB lauk í Brussel klukkan 20:30 í kvöld. 17. október 2018 22:18
Fyrrverandi Brexit-ráðherra hvetur til uppreisnar Átökin innan Íhaldsflokksins um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu halda áfram. 14. október 2018 11:14
Forseti leiðtogaráðsins kveðst svartsýnn fyrir Brexit-fundinn Forseti leiðtogaráðs ESB kveðst svartsýnn fyrir leiðtogafund um Brexit í dag. Fyrirkomulag landamæragæslu á Írlandi helsta áhyggjuefnið og pattstaða í viðræðum. Breski forsætisráðherrann reynir að fylkja ráðherrum að baki sér og 17. október 2018 09:00