Aðlögunartími vegna Brexit gæti dregist á langinn Kjartan Kjartansson skrifar 18. október 2018 11:44 Óvíst er að hugmynd May veki mikla hrifningu hjá flokksmönnum sem voru þegar tilbúnir að fella samning við ESB sem byggði á tillögum hennar. Vísir/EPA Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að aðlögunartími Bretlands eftir útgönguna úr Evrópusambandinu á næsta ári gæti dregist um einhverja mánuði. Sú hugmynd hafi verið rædd á samningafundum Breta og fulltrú sambandsins en ekki sé búist við að af henni verði. Enn hefur ekkert gengið hjá Bretum og ESB að ná samkomulagi um hvernig samskiptum þeirra verður háttað eftir að Bretland gengur úr sambandinu í lok mars. Engin breyting varð á því á leiðtogafundi ESB í gær. Gert hefur verið ráð fyrir að í kjölfar útgöngunnar taki við aðlögunartímabil þangað til í árslok 2020. May sagði í dag að hún hefði lagt fram tillögur til að leysa eitt helst ágreiningsmálið: hvernig landamærum Írlands og Norður-Írlands verður háttað eftir Brexit án þess að setja þurfi upp landamæra- eða tollahlið. „Önnur hugmynd hefur komið fram, og þetta er hugmynd á þessu stigi, um að búa til möguleika á að framlengja innleiðingartímabilið um einhverja mánuði, og það væri aðeins spurning um mánuði,“ sagði May í morgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Engu að síður væri ekki gert ráð fyrir að til þess þyrfti að koma þar sem Bretar og ESB væru ákveðin í að ná samkomulagi um framtíðarsamband þeirra fyrir árslok 2020. Ástandið í Íhaldsflokki May hefur verið eldfimt. May á sér marga gagnrýnendur í röðum Brexit-harðlínumanna sem krefjast þess að hún dragi Bretland út úr ESB án nokkurs samnings frekar en að láta undan kröfum ESB. Viðbrögð þeirra við hugmynd May um lengri aðlögunartíma hafa verið neikvæð. Nick Boles, fyrrverandi ráðherra Íhaldsflokksins, lýsir hugmyndinni sem „örvæntingafullri lokatilraun“ sem gæti kostað May stuðning flokksmanna. Brexit Tengdar fréttir Tugir þingmanna Íhaldsflokksins sagðir tilbúnir að fella Brexit-samning May Örlög mögulegs Brexit-samnings ríkisstjórnar Theresu May forsætisráðherra yrðu þá í höndum Verkamannaflokksins. 9. október 2018 08:38 Hugmyndir um aukaleiðtogafund um Brexit í nóvember settar á ís Fundi leiðtogaráðs ESB lauk í Brussel klukkan 20:30 í kvöld. 17. október 2018 22:18 Fyrrverandi Brexit-ráðherra hvetur til uppreisnar Átökin innan Íhaldsflokksins um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu halda áfram. 14. október 2018 11:14 Forseti leiðtogaráðsins kveðst svartsýnn fyrir Brexit-fundinn Forseti leiðtogaráðs ESB kveðst svartsýnn fyrir leiðtogafund um Brexit í dag. Fyrirkomulag landamæragæslu á Írlandi helsta áhyggjuefnið og pattstaða í viðræðum. Breski forsætisráðherrann reynir að fylkja ráðherrum að baki sér og 17. október 2018 09:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að aðlögunartími Bretlands eftir útgönguna úr Evrópusambandinu á næsta ári gæti dregist um einhverja mánuði. Sú hugmynd hafi verið rædd á samningafundum Breta og fulltrú sambandsins en ekki sé búist við að af henni verði. Enn hefur ekkert gengið hjá Bretum og ESB að ná samkomulagi um hvernig samskiptum þeirra verður háttað eftir að Bretland gengur úr sambandinu í lok mars. Engin breyting varð á því á leiðtogafundi ESB í gær. Gert hefur verið ráð fyrir að í kjölfar útgöngunnar taki við aðlögunartímabil þangað til í árslok 2020. May sagði í dag að hún hefði lagt fram tillögur til að leysa eitt helst ágreiningsmálið: hvernig landamærum Írlands og Norður-Írlands verður háttað eftir Brexit án þess að setja þurfi upp landamæra- eða tollahlið. „Önnur hugmynd hefur komið fram, og þetta er hugmynd á þessu stigi, um að búa til möguleika á að framlengja innleiðingartímabilið um einhverja mánuði, og það væri aðeins spurning um mánuði,“ sagði May í morgun, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Engu að síður væri ekki gert ráð fyrir að til þess þyrfti að koma þar sem Bretar og ESB væru ákveðin í að ná samkomulagi um framtíðarsamband þeirra fyrir árslok 2020. Ástandið í Íhaldsflokki May hefur verið eldfimt. May á sér marga gagnrýnendur í röðum Brexit-harðlínumanna sem krefjast þess að hún dragi Bretland út úr ESB án nokkurs samnings frekar en að láta undan kröfum ESB. Viðbrögð þeirra við hugmynd May um lengri aðlögunartíma hafa verið neikvæð. Nick Boles, fyrrverandi ráðherra Íhaldsflokksins, lýsir hugmyndinni sem „örvæntingafullri lokatilraun“ sem gæti kostað May stuðning flokksmanna.
Brexit Tengdar fréttir Tugir þingmanna Íhaldsflokksins sagðir tilbúnir að fella Brexit-samning May Örlög mögulegs Brexit-samnings ríkisstjórnar Theresu May forsætisráðherra yrðu þá í höndum Verkamannaflokksins. 9. október 2018 08:38 Hugmyndir um aukaleiðtogafund um Brexit í nóvember settar á ís Fundi leiðtogaráðs ESB lauk í Brussel klukkan 20:30 í kvöld. 17. október 2018 22:18 Fyrrverandi Brexit-ráðherra hvetur til uppreisnar Átökin innan Íhaldsflokksins um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu halda áfram. 14. október 2018 11:14 Forseti leiðtogaráðsins kveðst svartsýnn fyrir Brexit-fundinn Forseti leiðtogaráðs ESB kveðst svartsýnn fyrir leiðtogafund um Brexit í dag. Fyrirkomulag landamæragæslu á Írlandi helsta áhyggjuefnið og pattstaða í viðræðum. Breski forsætisráðherrann reynir að fylkja ráðherrum að baki sér og 17. október 2018 09:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Tugir þingmanna Íhaldsflokksins sagðir tilbúnir að fella Brexit-samning May Örlög mögulegs Brexit-samnings ríkisstjórnar Theresu May forsætisráðherra yrðu þá í höndum Verkamannaflokksins. 9. október 2018 08:38
Hugmyndir um aukaleiðtogafund um Brexit í nóvember settar á ís Fundi leiðtogaráðs ESB lauk í Brussel klukkan 20:30 í kvöld. 17. október 2018 22:18
Fyrrverandi Brexit-ráðherra hvetur til uppreisnar Átökin innan Íhaldsflokksins um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu halda áfram. 14. október 2018 11:14
Forseti leiðtogaráðsins kveðst svartsýnn fyrir Brexit-fundinn Forseti leiðtogaráðs ESB kveðst svartsýnn fyrir leiðtogafund um Brexit í dag. Fyrirkomulag landamæragæslu á Írlandi helsta áhyggjuefnið og pattstaða í viðræðum. Breski forsætisráðherrann reynir að fylkja ráðherrum að baki sér og 17. október 2018 09:00