Löng og átakanleg áminning Þórarinn Þórarinsson skrifar 18. október 2018 11:00 Paul Greengrass er mikill meistari þegar kemur að því að kvikmynda raunverulegar hörmungar Á skömmum tíma hafa tvær kvikmyndir byggðar á voðaverkum norsku fasistaskepnunnar Anders Behring Breivik skollið á okkur. Fyrst kom hin norska Utøya:July 22 og í kjölfarið kom sýn breska leikstjórans Pauls Greengrass á hryllinginn. Netflix gerði þá mynd aðgengilega í síðustu viku og hún mun því væntanlega fara víðar. Greengrass er vitaskuld feikilega öflugur leikstjóri og fáir ef nokkrir komast með tærnar þar sem hann er með hælana þegar kemur að því að kvikmynda sannsögulega atburði og framreiða raunverulegan hrylling og voðaverk í alvöru kvikmyndum. Greengrass vakti mikla og verðskuldaða athygli með myndinni Bloody Sunday árið 2002 þar sem hann dramatíseraði af mikilli íþrótt hryllilegar afleiðingar mótmælagöngu í Derry á Norður-Írlandi þann 30. janúar 1972. Þá skutu breskir hermenn á göngufólk með þeim afleiðingum að þrettán lágu í valnum og fjórtán til viðbótar særðust. Í raun var Bloody Sunday „leikin“ heimildarmynd, ágeng, heiðarleg og erfið og lét engan ósnortinn. Fjórum árum síðar tók Greengrass hryðjuverkin þann 11. september 2001 sínum tökum með hinni firnasterku United 93. Sú mynd fjallaði um örlög og andspyrnu farþeganna í fjórðu flugvélinni sem var rænt í Bandaríkjunum þennan örlagaríka dag og lýsti tilraun farþeganna til þess að yfirbuga flugræningjanna eftir að tveimur vélum hafði verið flogið á Tvíburaturnana og sú þriðja hrapað við Pentagon. Myndin skilaði Greengrass Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir bestu leikstjórn og þótt hann geti auðveldlega einnig kvikmyndað ekta Hollywood-hasar er ljóst að samtímasagan togar stöðugt í hann. Árið 2013 sló hann í gegn með Captain Phillips þar sem Tom Hanks lét skipstjóra sem stóð uppi í hárinu á sómölskum sjóræningjum í sannkölluðu fréttadrama sem fangaði athygli heimsbyggðarinnar á sínum tíma. Og þaðan rak hann á fjörur Úteyjar og töfrar fram enn eina hádramatíska en um leið jarðbundna skýrsluna um raunverulegan hrylling sem er óþægilega nálægur okkur í tíma og rúmi. Áður en lengra er haldið er rétt að halda því til haga að Greengrass hefur einnig gert afskaplega vel heppnaðar, þvottekta hasarmyndir með Matt Damon og kenndar eru við ofurnjósnarann Jason Bourne; The Bourne Supremacy, The Bourne Ultimatum og Jason Bourne. Greengrass er því meira en jafnvígur á byssuhasar og gerviofbeldi og raunverulega skelfingu og þegar hann nær hæstu hæðum í 22 July laðar hann fram stemningu sem nístir í gegnum merg og bein áhorfenda. Ísköld og yfirveguð aftaka Anders Behring Breivik á börnum „vinstri elítunnar“ er eitthvert erfiðasta atriði sem sést hefur í kvikmynd lengi. Samt svo hófstillt og laust við subbuskapinn sem hægt hefði verið að freistast til þess að troða framan í áhorfendur. Samt langar mann mest til þess að líta undan. Hætta að horfa. Mögulega vegna þess að þessi hryllingur stendur okkur óþægilega nærri í tíma og það sem gerist í Noregi getur í hugum okkar allt eins gerst á Íslandi. Greengrass nær þó ekki sömu hæðum og í fyrri „heimildarmyndum“ sínum og eftir að Breivik hefur náð takmarki sínu tekur uppgjörið við og myndin verður á köflum langdregin og hún er of löng. Þótt ekki séu nema átta ár liðin frá voðaverki hans er það samt hulið þoku gleymskunnar. Mögulega vegna þess að við lifum dofin í heimi þar sem börn svelta, eru skotin á færi og sprengd í tætlur á hverjum degi. Bara í öðrum heimshlutum. Öll höfum við því gott af því að horfa á þessa köldu, ágengu og hráu upprifjun en maður hlýtur að spyrja sig hvort maður myndi nenna henni til enda ef hún hverfðist ekki um dráp á unglingum í landi sem við tengjumst órjúfanlegum sögulegum og landfræðilegum böndum. Hefði Greengrass yfirleitt nennt að kvikmynda dráp á börnum í Palestínu eða Jemen? Og myndi eitthvert okkar nenna að horfa á 143 mínútna kvikmynd um morðin sem þar eru framin og eftirmálin? Þau eru að vísu engin þannig að slík mynd yrði aldrei annað en stuttmynd. Látið það samt ekki þvælast fyrir ykkur og leggið þessa mynd á ykkur. Hún er óháð öllum svona vangaveltum, harkaleg hugvekja. Vel gerð, ágeng og fantavel leikin en þar standa þó tveir upp úr. Anders Danielsen Lie sýnir yfirvegaðan stórleik í hlutverki manndjöfulsins Breiviks og Jonas Strand Gravli er frábær í hlutverki eins fórnarlamba Breiviks sem lifði af en hann stendur fyrir norska þjóðarsál, sorgarferlið allt og hversu frændur vorir tókust á við þennan hrylling á aðdáunarverðan hátt.Niðurstaða: Ágeng og fagmannleg afgreiðsla meistara sannsögulegra hryllingsmynda á skelfingunni í Útey. Greengrass nær þó ekki fyrri hæðum en 22 July er engu að síður ruddaleg hugvekja sem við höfum öll gott af því að fara í gegnum. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Gagnrýni Hryðjuverk í Útey Mest lesið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Á skömmum tíma hafa tvær kvikmyndir byggðar á voðaverkum norsku fasistaskepnunnar Anders Behring Breivik skollið á okkur. Fyrst kom hin norska Utøya:July 22 og í kjölfarið kom sýn breska leikstjórans Pauls Greengrass á hryllinginn. Netflix gerði þá mynd aðgengilega í síðustu viku og hún mun því væntanlega fara víðar. Greengrass er vitaskuld feikilega öflugur leikstjóri og fáir ef nokkrir komast með tærnar þar sem hann er með hælana þegar kemur að því að kvikmynda sannsögulega atburði og framreiða raunverulegan hrylling og voðaverk í alvöru kvikmyndum. Greengrass vakti mikla og verðskuldaða athygli með myndinni Bloody Sunday árið 2002 þar sem hann dramatíseraði af mikilli íþrótt hryllilegar afleiðingar mótmælagöngu í Derry á Norður-Írlandi þann 30. janúar 1972. Þá skutu breskir hermenn á göngufólk með þeim afleiðingum að þrettán lágu í valnum og fjórtán til viðbótar særðust. Í raun var Bloody Sunday „leikin“ heimildarmynd, ágeng, heiðarleg og erfið og lét engan ósnortinn. Fjórum árum síðar tók Greengrass hryðjuverkin þann 11. september 2001 sínum tökum með hinni firnasterku United 93. Sú mynd fjallaði um örlög og andspyrnu farþeganna í fjórðu flugvélinni sem var rænt í Bandaríkjunum þennan örlagaríka dag og lýsti tilraun farþeganna til þess að yfirbuga flugræningjanna eftir að tveimur vélum hafði verið flogið á Tvíburaturnana og sú þriðja hrapað við Pentagon. Myndin skilaði Greengrass Óskarsverðlaunatilnefningu fyrir bestu leikstjórn og þótt hann geti auðveldlega einnig kvikmyndað ekta Hollywood-hasar er ljóst að samtímasagan togar stöðugt í hann. Árið 2013 sló hann í gegn með Captain Phillips þar sem Tom Hanks lét skipstjóra sem stóð uppi í hárinu á sómölskum sjóræningjum í sannkölluðu fréttadrama sem fangaði athygli heimsbyggðarinnar á sínum tíma. Og þaðan rak hann á fjörur Úteyjar og töfrar fram enn eina hádramatíska en um leið jarðbundna skýrsluna um raunverulegan hrylling sem er óþægilega nálægur okkur í tíma og rúmi. Áður en lengra er haldið er rétt að halda því til haga að Greengrass hefur einnig gert afskaplega vel heppnaðar, þvottekta hasarmyndir með Matt Damon og kenndar eru við ofurnjósnarann Jason Bourne; The Bourne Supremacy, The Bourne Ultimatum og Jason Bourne. Greengrass er því meira en jafnvígur á byssuhasar og gerviofbeldi og raunverulega skelfingu og þegar hann nær hæstu hæðum í 22 July laðar hann fram stemningu sem nístir í gegnum merg og bein áhorfenda. Ísköld og yfirveguð aftaka Anders Behring Breivik á börnum „vinstri elítunnar“ er eitthvert erfiðasta atriði sem sést hefur í kvikmynd lengi. Samt svo hófstillt og laust við subbuskapinn sem hægt hefði verið að freistast til þess að troða framan í áhorfendur. Samt langar mann mest til þess að líta undan. Hætta að horfa. Mögulega vegna þess að þessi hryllingur stendur okkur óþægilega nærri í tíma og það sem gerist í Noregi getur í hugum okkar allt eins gerst á Íslandi. Greengrass nær þó ekki sömu hæðum og í fyrri „heimildarmyndum“ sínum og eftir að Breivik hefur náð takmarki sínu tekur uppgjörið við og myndin verður á köflum langdregin og hún er of löng. Þótt ekki séu nema átta ár liðin frá voðaverki hans er það samt hulið þoku gleymskunnar. Mögulega vegna þess að við lifum dofin í heimi þar sem börn svelta, eru skotin á færi og sprengd í tætlur á hverjum degi. Bara í öðrum heimshlutum. Öll höfum við því gott af því að horfa á þessa köldu, ágengu og hráu upprifjun en maður hlýtur að spyrja sig hvort maður myndi nenna henni til enda ef hún hverfðist ekki um dráp á unglingum í landi sem við tengjumst órjúfanlegum sögulegum og landfræðilegum böndum. Hefði Greengrass yfirleitt nennt að kvikmynda dráp á börnum í Palestínu eða Jemen? Og myndi eitthvert okkar nenna að horfa á 143 mínútna kvikmynd um morðin sem þar eru framin og eftirmálin? Þau eru að vísu engin þannig að slík mynd yrði aldrei annað en stuttmynd. Látið það samt ekki þvælast fyrir ykkur og leggið þessa mynd á ykkur. Hún er óháð öllum svona vangaveltum, harkaleg hugvekja. Vel gerð, ágeng og fantavel leikin en þar standa þó tveir upp úr. Anders Danielsen Lie sýnir yfirvegaðan stórleik í hlutverki manndjöfulsins Breiviks og Jonas Strand Gravli er frábær í hlutverki eins fórnarlamba Breiviks sem lifði af en hann stendur fyrir norska þjóðarsál, sorgarferlið allt og hversu frændur vorir tókust á við þennan hrylling á aðdáunarverðan hátt.Niðurstaða: Ágeng og fagmannleg afgreiðsla meistara sannsögulegra hryllingsmynda á skelfingunni í Útey. Greengrass nær þó ekki fyrri hæðum en 22 July er engu að síður ruddaleg hugvekja sem við höfum öll gott af því að fara í gegnum.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Gagnrýni Hryðjuverk í Útey Mest lesið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira