Hundrað þúsundasta gestinum fagnað á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. október 2018 16:15 Bárður Örn og Hulda Kristjánsdóttir, rekstrarstjóri Lava, ásamt fjölskyldunni frá Danmörku sem var leyst út með gjöfum að ókeypis aðgangseyri á safnið í dag fyrir að vera gestir númer 100 þúsund á safninu það sem af er árinu 2018. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hundrað þúsundasta gestinum sem heimsótti hefur Lava setrið á Hvolsvelli það sem af er árinu 2018 var fagnað í dag. Um var að ræða fjölskyldu frá Danmörku sem er á vikuferðalagi um Ísland. „Starfsemin hefur gengið miklu betur en við þorðum að vona í upphafi og aðsóknin hefur verið miklu meiri, við erum í skýjunum með þetta“, segir Bárður Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Lava. Safnið sem er fræðslu og upplifunarsýning um eldvirkni og jarðskorpuhreyfingar á Íslandi var opnað í júní 2017 sem stærsta eldfjallarsýning landsins. „Okkar gestir eru 80 – 90% erlendir gestir, aðallega Bandaríkjamenn, Bretar og Þjóðverjar, sem eyða löngum tíma á safninu og drekka í sig upplýsingar um eldgosasöguna að allt sem henni tengist“, bætir Bárður Örn við.Lava, eldfjalla og jarðskjálftamiðstöðin er staðsett við þjóðveg eitt rétt áður en komið er á Hvolsvöll.Magnús Hlynur HreiðarssonÓskarinn til hönnuða safnsins Nýlega var tilkynnt um að Basalt Arkitektar og Gagarín hlytu hin virtu Red Dot verðlaun fyrir Lava eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöðina á Hvolsvelli en þetta eru ein eftirsóttustu hönnunarverðlaun sem veitt eru. Sýningin var verðlaunuð í tveim flokkum, fyrir sýningarhönnun og gagnvirkni. Alls bárust dómnefndinni 8.610 innsendingar frá 45 þjóðum. „Þetta er Óskarinn fyrir hönnuðu og eitthvað sem hefur aldrei gerst áður á Íslandi. Það þykir mikill heiður að fá þessu verðlaun og núna eru það ekki bara ein verðlaun, heldur tvenn, sem er algjörlega frábært,“ segir Bárður Örn. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Sjá meira
Hundrað þúsundasta gestinum sem heimsótti hefur Lava setrið á Hvolsvelli það sem af er árinu 2018 var fagnað í dag. Um var að ræða fjölskyldu frá Danmörku sem er á vikuferðalagi um Ísland. „Starfsemin hefur gengið miklu betur en við þorðum að vona í upphafi og aðsóknin hefur verið miklu meiri, við erum í skýjunum með þetta“, segir Bárður Örn Gunnarsson, framkvæmdastjóri Lava. Safnið sem er fræðslu og upplifunarsýning um eldvirkni og jarðskorpuhreyfingar á Íslandi var opnað í júní 2017 sem stærsta eldfjallarsýning landsins. „Okkar gestir eru 80 – 90% erlendir gestir, aðallega Bandaríkjamenn, Bretar og Þjóðverjar, sem eyða löngum tíma á safninu og drekka í sig upplýsingar um eldgosasöguna að allt sem henni tengist“, bætir Bárður Örn við.Lava, eldfjalla og jarðskjálftamiðstöðin er staðsett við þjóðveg eitt rétt áður en komið er á Hvolsvöll.Magnús Hlynur HreiðarssonÓskarinn til hönnuða safnsins Nýlega var tilkynnt um að Basalt Arkitektar og Gagarín hlytu hin virtu Red Dot verðlaun fyrir Lava eldfjalla- og jarðskjálftamiðstöðina á Hvolsvelli en þetta eru ein eftirsóttustu hönnunarverðlaun sem veitt eru. Sýningin var verðlaunuð í tveim flokkum, fyrir sýningarhönnun og gagnvirkni. Alls bárust dómnefndinni 8.610 innsendingar frá 45 þjóðum. „Þetta er Óskarinn fyrir hönnuðu og eitthvað sem hefur aldrei gerst áður á Íslandi. Það þykir mikill heiður að fá þessu verðlaun og núna eru það ekki bara ein verðlaun, heldur tvenn, sem er algjörlega frábært,“ segir Bárður Örn.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Sjá meira