Varnarmálaráðherra Ísrael vill gera innrás á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 16. október 2018 10:54 Avigdor Lieberman, varnarmálaráðherra Ísrael fylgist með heræfingu. EPA/ATEF SAFADI Avigdor Liberman, varnarmálaráðherra Ísrael, kallaði eftir því í morgun að ráðherrar í ríkisstjórn Ísrael samþykktu umfangsmiklar hernaðaraðgerðir gegn Hamas á Gasa-ströndinni. Hann sagði núverandi óstand ekki geta varið til lengdar og að með því að gera innrás á svæðið væri hægt að tryggja frið í fjögur til fimm ár. Umfangsmikil mótmæli, óeirðir og ofbeldi við landamæri Ísrael og Gasa hafa staðið yfir frá því í mars og hafa fjölmargir Palestínumenn látið lífið. Óeirðirnar hafa að mestu leyti falið í sér íkveikjur í dekkjum og grjótkasti. Hins vegar hefur komið til skot- og sprengjuárása og á tímabilinu hafa fjölmörg íkveikjutæki verið send svífandi yfir landamærin. Þau tæki hafa valdið kjarreldum og brennt ræktunarland í Ísrael.Samkvæmt Times of Israel er talið að 155 Palestínumenn hafi verið skotnir til bana af ísraelskum hermönnum. Margir þeirra voru meðlimir Hamas. Þá hefur einn ísraelskur hermaður verið skotinn til bana af leyniskyttu.Segir hermenn á einu máliLiberman sagði í morgun að hann hefði rætt margsinnis við yfirmann hersins á Gasa og svæðinu í kring og marga hermenn sömuleiðis. „Mér skilst að þeir séu allir sammála um að ástand dagsins í dag geti ekki verið leyft að vara til lengdar,“ sagði Liberman samkvæmt TOF, þar sem hann var staðsettur í höfuðstöðvum ísraelska hersins á Gasa. Þar ræddi hann við blaðamenn eftir fundi sína með hermönnum. Hann sagðist handviss um að „alvarlegt högg“ gegn Hamas myndi tryggja frið á svæðinu í fjögur til fimm ár. Libermann sagði einnig að viðræður og jafnvel viðleitni alþjóðasamfélagsins hefði ekki geta tryggt vopnahlé við Hamas. Því væri hernaðaríhlutun eina lausnin.Ekki í boði að binda enda á herkví „Við þurfum að veita Hamas alvarlegt högg. Það er eina leiðin til að tryggja ró á nýjan leik,“ sagði Liberman. „Þegar Hamas segir að óeirðirnar muni halda áfram þar til herkvíin verði felld niður, verðum við að móttaka það. Að binda enda á herkvína þýðir aðeins eitt. Að hleypa Hezbollah og Íran inn á Gasa.“ Þjóðaröryggisráð Ísrael mun hafa komið saman á sunnudaginn. Þar var rætt um mögulega innrás á Gasa en ákveðið að bíða með ákvörðun til enda vikunnar til þess að gefa samningamönnum tíma til að stilla til friðar. Ráðið kemur aftur saman á morgun. Einn einn meðlimur ráðsins hefur mótmælt ætlunum Liberman. Naftali Bennett, menntamálaráðherra Ísrael, segir að Liberman hafi mistekist að halda aftur af hernum gegn Hama. Liberman gaf þó ekki mikið fyrir þá gagnrýni og sagði blaðamönnum að hann hefði eytt Bennett úr lífi sínu. Íran Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Avigdor Liberman, varnarmálaráðherra Ísrael, kallaði eftir því í morgun að ráðherrar í ríkisstjórn Ísrael samþykktu umfangsmiklar hernaðaraðgerðir gegn Hamas á Gasa-ströndinni. Hann sagði núverandi óstand ekki geta varið til lengdar og að með því að gera innrás á svæðið væri hægt að tryggja frið í fjögur til fimm ár. Umfangsmikil mótmæli, óeirðir og ofbeldi við landamæri Ísrael og Gasa hafa staðið yfir frá því í mars og hafa fjölmargir Palestínumenn látið lífið. Óeirðirnar hafa að mestu leyti falið í sér íkveikjur í dekkjum og grjótkasti. Hins vegar hefur komið til skot- og sprengjuárása og á tímabilinu hafa fjölmörg íkveikjutæki verið send svífandi yfir landamærin. Þau tæki hafa valdið kjarreldum og brennt ræktunarland í Ísrael.Samkvæmt Times of Israel er talið að 155 Palestínumenn hafi verið skotnir til bana af ísraelskum hermönnum. Margir þeirra voru meðlimir Hamas. Þá hefur einn ísraelskur hermaður verið skotinn til bana af leyniskyttu.Segir hermenn á einu máliLiberman sagði í morgun að hann hefði rætt margsinnis við yfirmann hersins á Gasa og svæðinu í kring og marga hermenn sömuleiðis. „Mér skilst að þeir séu allir sammála um að ástand dagsins í dag geti ekki verið leyft að vara til lengdar,“ sagði Liberman samkvæmt TOF, þar sem hann var staðsettur í höfuðstöðvum ísraelska hersins á Gasa. Þar ræddi hann við blaðamenn eftir fundi sína með hermönnum. Hann sagðist handviss um að „alvarlegt högg“ gegn Hamas myndi tryggja frið á svæðinu í fjögur til fimm ár. Libermann sagði einnig að viðræður og jafnvel viðleitni alþjóðasamfélagsins hefði ekki geta tryggt vopnahlé við Hamas. Því væri hernaðaríhlutun eina lausnin.Ekki í boði að binda enda á herkví „Við þurfum að veita Hamas alvarlegt högg. Það er eina leiðin til að tryggja ró á nýjan leik,“ sagði Liberman. „Þegar Hamas segir að óeirðirnar muni halda áfram þar til herkvíin verði felld niður, verðum við að móttaka það. Að binda enda á herkvína þýðir aðeins eitt. Að hleypa Hezbollah og Íran inn á Gasa.“ Þjóðaröryggisráð Ísrael mun hafa komið saman á sunnudaginn. Þar var rætt um mögulega innrás á Gasa en ákveðið að bíða með ákvörðun til enda vikunnar til þess að gefa samningamönnum tíma til að stilla til friðar. Ráðið kemur aftur saman á morgun. Einn einn meðlimur ráðsins hefur mótmælt ætlunum Liberman. Naftali Bennett, menntamálaráðherra Ísrael, segir að Liberman hafi mistekist að halda aftur af hernum gegn Hama. Liberman gaf þó ekki mikið fyrir þá gagnrýni og sagði blaðamönnum að hann hefði eytt Bennett úr lífi sínu.
Íran Ísrael Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira