Vonsvikin með Wow eftir að hafa boðið félaginu gull og græna skóga Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. október 2018 10:30 WOW vonast til að ákvörðunin verði til þess að auka hagkvæmni rekstursins. Vísir/Vilhelm Flugvallaryfirvöld Lambert-flugvallarins í St. Louis í Bandaríkjunum hafa lýst yfir vonbrigðum með ákvörðun Wow Air um að hætta beinu flugi til borgarinnar. Aðeins eru fimm mánuðir síðan áætlunarflug á flugleiðinni hófst. Flugfélagið tilkynnti í ágúst á síðasta ári að það hefði bætt við fjórum borgum í miðvesturhluta Bandaríkjanna á flugáætlun sína og var St. Louis þar á meðal. Var jómfrúarferðin farin í maí á þessu ári.Í tilkynningu á vef flugvallarins segir hins vegar að flugfélagið hafi tilkynnt flugvallaryfirvöldum að það myndi hætta að fljúga til St. Louis frá Íslandi frá og með 7. janúar næstkomandi.„Þetta eru vonbrigði þar sem viðbrögðin frá viðskiptavinum á St. Louis svæðinu voru sterk,“ segir í yfirlýsingu flugvallarins þar sem einnig segir að samkvæmt upplýsingum flugvallarins hafi flugleiðin til St. Louis gengið einna best af þeim fjórum sem Wow Air bætti við til miðvesturhluta Bandaríkjanna á síðasta ári.Wow Air hóf flug til St. Louis i maí.Vísir/VilhelmFelldu niður lendingargjöld og styrktu markaðsstarfÍ frétt staðarblaðsins St. Louis Post-Dispatch segir að yfirvöld, stofnanir og flugvöllurinn í St. Louis hafi boðið Wow Air 800 þúsund dollara, um 90 milljónir króna, í styrki til þess að markaðssetja flugleiðina auk þess sem að flugfélaginu var boðið að sleppa við að greiða lendingargjöld á Lambert-flugvelli fyrstu átján mánuðina og var sá styrkur talinn virði 392 þúsund dollara, um 44 milljóna króna.Í yfirlýsingu flugvallarins segir að þar sem Wow hafi ákveðið að hætta við flugið til St. Louis muni fjárstuðningur flugvallarins falla niður.Flugfélagið hefur sem kunnugt er glímt við fjárhagserfiðleika að undanförnu en vonir standa til þess að það sé komið yfir erfiðasta hjallann eftir að félagið tryggði sér 60 milljóna evra fjármögnun í síðasta mánuði. Félagið hefur að undanförnu leitað leiða til að hagræða í rekstri en tíu starfsmönnum var sagt upp hjá Wow air í byrjun mánaðarins.Þá var einnig tilkynnt fyrir skömmu að félagið myndi hætta að fljúga til Stokkhólms, Edinborgar og San Francisco. Í dag var þó tilkynnt að Wow myndi að nýju fljúga til Tel Aviv í Ísrael. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW lauk 60 milljóna evra fjármögnun Skuldabréfaútboði WOW air lauk í dag, 18. september. Stærð skuldabréfaflokksins nemur 60 milljónum evra, þar af 50 milljónir evra sem þegar hafa verið seldar og 10 milljónir evra sem verða seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu. 18. september 2018 15:21 WOW flýgur aftur til Ísraels WOW air mun fljúga á ný til Tel Aviv í Ísrael. 16. október 2018 09:57 Tíu sagt upp hjá WOW air WOW tilkynnti í gær um frekari hagræðingaraðgerðir en hætt verður að fljúga tímabundið til Stokkhólms, Edinborgar og San Francisco. 2. október 2018 06:00 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Sjá meira
Flugvallaryfirvöld Lambert-flugvallarins í St. Louis í Bandaríkjunum hafa lýst yfir vonbrigðum með ákvörðun Wow Air um að hætta beinu flugi til borgarinnar. Aðeins eru fimm mánuðir síðan áætlunarflug á flugleiðinni hófst. Flugfélagið tilkynnti í ágúst á síðasta ári að það hefði bætt við fjórum borgum í miðvesturhluta Bandaríkjanna á flugáætlun sína og var St. Louis þar á meðal. Var jómfrúarferðin farin í maí á þessu ári.Í tilkynningu á vef flugvallarins segir hins vegar að flugfélagið hafi tilkynnt flugvallaryfirvöldum að það myndi hætta að fljúga til St. Louis frá Íslandi frá og með 7. janúar næstkomandi.„Þetta eru vonbrigði þar sem viðbrögðin frá viðskiptavinum á St. Louis svæðinu voru sterk,“ segir í yfirlýsingu flugvallarins þar sem einnig segir að samkvæmt upplýsingum flugvallarins hafi flugleiðin til St. Louis gengið einna best af þeim fjórum sem Wow Air bætti við til miðvesturhluta Bandaríkjanna á síðasta ári.Wow Air hóf flug til St. Louis i maí.Vísir/VilhelmFelldu niður lendingargjöld og styrktu markaðsstarfÍ frétt staðarblaðsins St. Louis Post-Dispatch segir að yfirvöld, stofnanir og flugvöllurinn í St. Louis hafi boðið Wow Air 800 þúsund dollara, um 90 milljónir króna, í styrki til þess að markaðssetja flugleiðina auk þess sem að flugfélaginu var boðið að sleppa við að greiða lendingargjöld á Lambert-flugvelli fyrstu átján mánuðina og var sá styrkur talinn virði 392 þúsund dollara, um 44 milljóna króna.Í yfirlýsingu flugvallarins segir að þar sem Wow hafi ákveðið að hætta við flugið til St. Louis muni fjárstuðningur flugvallarins falla niður.Flugfélagið hefur sem kunnugt er glímt við fjárhagserfiðleika að undanförnu en vonir standa til þess að það sé komið yfir erfiðasta hjallann eftir að félagið tryggði sér 60 milljóna evra fjármögnun í síðasta mánuði. Félagið hefur að undanförnu leitað leiða til að hagræða í rekstri en tíu starfsmönnum var sagt upp hjá Wow air í byrjun mánaðarins.Þá var einnig tilkynnt fyrir skömmu að félagið myndi hætta að fljúga til Stokkhólms, Edinborgar og San Francisco. Í dag var þó tilkynnt að Wow myndi að nýju fljúga til Tel Aviv í Ísrael.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir WOW lauk 60 milljóna evra fjármögnun Skuldabréfaútboði WOW air lauk í dag, 18. september. Stærð skuldabréfaflokksins nemur 60 milljónum evra, þar af 50 milljónir evra sem þegar hafa verið seldar og 10 milljónir evra sem verða seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu. 18. september 2018 15:21 WOW flýgur aftur til Ísraels WOW air mun fljúga á ný til Tel Aviv í Ísrael. 16. október 2018 09:57 Tíu sagt upp hjá WOW air WOW tilkynnti í gær um frekari hagræðingaraðgerðir en hætt verður að fljúga tímabundið til Stokkhólms, Edinborgar og San Francisco. 2. október 2018 06:00 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Sjá meira
WOW lauk 60 milljóna evra fjármögnun Skuldabréfaútboði WOW air lauk í dag, 18. september. Stærð skuldabréfaflokksins nemur 60 milljónum evra, þar af 50 milljónir evra sem þegar hafa verið seldar og 10 milljónir evra sem verða seldar fjárfestum í framhaldi af útboðinu. 18. september 2018 15:21
Tíu sagt upp hjá WOW air WOW tilkynnti í gær um frekari hagræðingaraðgerðir en hætt verður að fljúga tímabundið til Stokkhólms, Edinborgar og San Francisco. 2. október 2018 06:00