Lífið

Harry og Meghan eiga von á barni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Meghan Markle og Harry Bretaprins, hertogahjónin af Sussex.
Meghan Markle og Harry Bretaprins, hertogahjónin af Sussex. Getty/Chris Jackson

Hertogahjónin af Sussex, Harry Bretaprins og Meghan Markle, eiga von á barni, að því er fram kemur í tilkynningu frá Kensingtonhöll. Erfinginn er fyrsta barn hjónanna og er væntanlegur í heiminn í vor.



„Hertogahjónin eru þakklát fyrir stuðninginn sem þeim hefur verið sýndur frá fólki víðsvegar um heiminn síðan þau gengu í hjónaband í maí og er þeim sönn ánægja að geta deilt þessum góðu fréttum með almenningi,“ segir jafnframt í tilkynningu.

   View this post on InstagramTheir Royal Highnesses The Duke and Duchess of Sussex are very pleased to announce that The Duchess of Sussex is expecting a baby in the Spring of 2019. Their Royal Highnesses have appreciated all of the support they have received from people around the world since their wedding in May and are delighted to be able to share this happy news with the public. PA

A post shared by Kensington Palace (@kensingtonroyal) on Oct 15, 2018 at 12:40am PDT

Harry og Meghan giftu sig við stórbrotna athöfn í maí síðastliðnum og eru nú stödd í sinni fyrstu opinberu heimsókn til Ástralíu.



Fjölmiðlar í Bretlandi hafa lengi velt því fyrir sér hvort hjónin ættu von á barni og hafa margir fylgst náið með Meghan. Svilkona hennar, Katrín, hertogaynja af Cambridge, og mágur, Vilhjálmur Bretaprins, eignuðust sitt þriðja barn, prinsinn Lúðvík, í apríl síðastliðnum.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.