Ferðaþjónustan upp á kant við IKEA Samúel Karl Ólason skrifar 14. október 2018 17:56 „Þórarinn kýs líka að líta framhjá þeirri staðreynd að fyrirtæki hans er þekkt vörumerki, staðsett á miðju sterkasta markaðssvæði landsins.“ Vísir/HANNA Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er ekki sátt við Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóra IKEA og ummæli hans um ferðaþjónustuaðila. Hún segir óþolandi fyrir veitingarekstur og ferðaþjónustu að sitja undir „aðdróttunum“ Þórarins og að hann hafi ekki tekið styrkingu krónunnar inn í reikning sinn þegar hann gagnrýnd ferðaþjónustuaðila fyrir okur. „Ég er orðinn alveg ótrúlega þreyttur á þessum endalausa barlóm í ferðaþjónustuaðilum sem sjá ekkert nema svartnætti. Þeirra eina leið til að vera réttu megin við núllið er að hækka, hækka og hækka,“ sagði Þórarinn við Fréttablaðið. Hann sagðist sömuleiðis skammast sín fyrir hönd Íslands vegna okursins.Í grein sem Bjarnheiður sendi frá sér í dag skrifaði hún að Þórarinn setji alla veitingastaði á Íslandi undir sama hatt, hvort sem þeir séu staðsettir í miðborg Reykjavíkur, á Ísafirði eða Stöðvarfirði. Þar að auki taki hann ekki með inn í reikninginn hvaða matseðil boðið sé upp á, hvaða hráefni og fleira.Bjarnheiður segir Þórarinn hafa slegið sig til riddara á áðurnefndri landbúnaðarsýningu með því að lýsa hversu snilldarlega honum hafi tekist að halda niðri verði á veitingastað IKEA. Hún segir Þórarinn í raun bera saman epli og appelsínur í máli sínu. „Það er auðvitað fjarri öllu lagi , þó að vissulega hafi orðið samdráttur hjá mörgum veitingahúsum af augljósum ástæðum - sem Þórarinn kýs að taka ekki með í reikninginn: Gengi íslensku krónunnar, sem hefur verið óvenju sterkt undanfarin ár og hefur verið ferðaþjónustunni mjög erfitt – sama hvaða skoðun Þórarinn eða aðrir hafa á því,“ skrifar Bjarnheiður. Hún segir hækkun gengis krónunnar hafa á sama tíma verið hagstæða innflytjendum vöru á borð við húsgögn. „Ekki er ólíklegt að Þórarinn hafi fengið fleiri viðskiptavini til sín útaf því. Þórarinn kýs líka að líta framhjá þeirri staðreynd að fyrirtæki hans er þekkt vörumerki, staðsett á miðju sterkasta markaðssvæði landsins. Viðskiptavinirnir eru aðallega Íslendingar og aðrir íbúar landsins og aðdráttaraflið á teríunni hans er ekki veitingastaðurinn sem slíkur, heldur húsgögnin. Viðskiptavinirnir koma á færibandi. Eins og maturinn.“ Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, er ekki sátt við Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóra IKEA og ummæli hans um ferðaþjónustuaðila. Hún segir óþolandi fyrir veitingarekstur og ferðaþjónustu að sitja undir „aðdróttunum“ Þórarins og að hann hafi ekki tekið styrkingu krónunnar inn í reikning sinn þegar hann gagnrýnd ferðaþjónustuaðila fyrir okur. „Ég er orðinn alveg ótrúlega þreyttur á þessum endalausa barlóm í ferðaþjónustuaðilum sem sjá ekkert nema svartnætti. Þeirra eina leið til að vera réttu megin við núllið er að hækka, hækka og hækka,“ sagði Þórarinn við Fréttablaðið. Hann sagðist sömuleiðis skammast sín fyrir hönd Íslands vegna okursins.Í grein sem Bjarnheiður sendi frá sér í dag skrifaði hún að Þórarinn setji alla veitingastaði á Íslandi undir sama hatt, hvort sem þeir séu staðsettir í miðborg Reykjavíkur, á Ísafirði eða Stöðvarfirði. Þar að auki taki hann ekki með inn í reikninginn hvaða matseðil boðið sé upp á, hvaða hráefni og fleira.Bjarnheiður segir Þórarinn hafa slegið sig til riddara á áðurnefndri landbúnaðarsýningu með því að lýsa hversu snilldarlega honum hafi tekist að halda niðri verði á veitingastað IKEA. Hún segir Þórarinn í raun bera saman epli og appelsínur í máli sínu. „Það er auðvitað fjarri öllu lagi , þó að vissulega hafi orðið samdráttur hjá mörgum veitingahúsum af augljósum ástæðum - sem Þórarinn kýs að taka ekki með í reikninginn: Gengi íslensku krónunnar, sem hefur verið óvenju sterkt undanfarin ár og hefur verið ferðaþjónustunni mjög erfitt – sama hvaða skoðun Þórarinn eða aðrir hafa á því,“ skrifar Bjarnheiður. Hún segir hækkun gengis krónunnar hafa á sama tíma verið hagstæða innflytjendum vöru á borð við húsgögn. „Ekki er ólíklegt að Þórarinn hafi fengið fleiri viðskiptavini til sín útaf því. Þórarinn kýs líka að líta framhjá þeirri staðreynd að fyrirtæki hans er þekkt vörumerki, staðsett á miðju sterkasta markaðssvæði landsins. Viðskiptavinirnir eru aðallega Íslendingar og aðrir íbúar landsins og aðdráttaraflið á teríunni hans er ekki veitingastaðurinn sem slíkur, heldur húsgögnin. Viðskiptavinirnir koma á færibandi. Eins og maturinn.“
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira