Landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að segja upp EES samningnum Heimir Már Pétursson skrifar 12. október 2018 20:00 Landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að segja upp EES-samningnum vegna dóms Hæstaréttar sem staðfestir að bannað sé að hefta innflutning á fersku kjöti frá Evrópusambandsríkjunum. Þegar um þau mál var samið hafi menn vitað að verið væri að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir dóm Hæstaréttar í gær ekki þýða að alfarið sé búið að opna fyrir innflutning á fersku kjöti að óbreyttum lögum. Niðurstaðan hafi hins vegar að einhverju leyti verið fyrirsjáanleg. „Við erum að vinna í málinu. Við höfum verið í viðræðum við Evrópusambandið og leitað leiða til þess meðal annars að búa hugsanlega kerfið okkar undir þessa breytingu. Líka rætt möguleika á að viðhalda því leyfisveitingakerfi sem verið hefur,“ segir Kristján Þór. Það séu ekki komnar niðurstöður í þeim viðræðum. Leitað sé leiða til að mæta höfuðáherslum Íslendinga um heilbrigði búfjárstofna og heilbrigðiskröfur almennt. „Þetta er frekar erfitt viðfangs. Það verður bara að játast alveg eins og er. Það var í rauninni samið um þessi efni fyrir rúmum áratug. Frá þeim tíma höfum við sem stjórnvöld verið í óttalegu baxi og kærumálum með þetta alla tíð,“ segir landbúnaðarráðherra. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkis- og landbúnaðarráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að stjórnvöld yrðu að bregðast við og sækja um undanþágur eða endurskoðun á EES samningnum. Ef það tækist ekki komi til greina að segja samningnum upp. „Ef hagsmunirnir eru metnir það stórir og miklir kæmi það að sjálfsögðu til greina. En þetta þarf allt að vega og meta og það þarf að fara mjög vandlega í gegnum þetta. Ekki kasta bara einhverju fram. Það þarf að fara mjög vandlega yfir þetta,“ sagði Gunnar Bragi meðal annars. Landbúnaðarráðherra segir EES samninginn góðan milliríkjasamning. „Ég man ekki eftir því að þingflokksformaður Miðflokksins hafi rætt þann möguleika að segja upp EES samningnum þegar hann gegndi starfi utanríkisráðherra. Ég er ekki á þeim stað. Það kemur ekki til greina í mínum huga að segja upp EES samningnum bara si svona. Það er ekki inni í myndinni,“ segir ráðherra. „Þegar um matvælalöggjöfina var samiðáárunum 2005 til 2007 var það bara viðurkennt að menn voru að fórna minni hagsmunum fyrir meiri áþeim tíma. Þá var það meira að segja orðað meðþeim hætti,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Innflutningstakmarkanir á fersku kjöti ólögmætar að mati Hæstaréttar Hæstiréttur dæmdi í dag að íslenska ríkið hefði brotið gegn þjóðréttarlegum skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum. 11. október 2018 15:13 Gunnar Bragi segir koma til greina að segja EES-samningnum upp Þingflokksformaður Miðflokksins segir stjórnvöld verða að grípa inn í eftir dóm Hæstaréttar sem segir það brjóta gegn EES-samningnum að banna innflutning á fersku kjöti. 12. október 2018 12:52 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Landbúnaðarráðherra segir ekki koma til greina að segja upp EES-samningnum vegna dóms Hæstaréttar sem staðfestir að bannað sé að hefta innflutning á fersku kjöti frá Evrópusambandsríkjunum. Þegar um þau mál var samið hafi menn vitað að verið væri að fórna minni hagsmunum fyrir meiri. Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir dóm Hæstaréttar í gær ekki þýða að alfarið sé búið að opna fyrir innflutning á fersku kjöti að óbreyttum lögum. Niðurstaðan hafi hins vegar að einhverju leyti verið fyrirsjáanleg. „Við erum að vinna í málinu. Við höfum verið í viðræðum við Evrópusambandið og leitað leiða til þess meðal annars að búa hugsanlega kerfið okkar undir þessa breytingu. Líka rætt möguleika á að viðhalda því leyfisveitingakerfi sem verið hefur,“ segir Kristján Þór. Það séu ekki komnar niðurstöður í þeim viðræðum. Leitað sé leiða til að mæta höfuðáherslum Íslendinga um heilbrigði búfjárstofna og heilbrigðiskröfur almennt. „Þetta er frekar erfitt viðfangs. Það verður bara að játast alveg eins og er. Það var í rauninni samið um þessi efni fyrir rúmum áratug. Frá þeim tíma höfum við sem stjórnvöld verið í óttalegu baxi og kærumálum með þetta alla tíð,“ segir landbúnaðarráðherra. Gunnar Bragi Sveinsson þingflokksformaður Miðflokksins og fyrrverandi utanríkis- og landbúnaðarráðherra sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að stjórnvöld yrðu að bregðast við og sækja um undanþágur eða endurskoðun á EES samningnum. Ef það tækist ekki komi til greina að segja samningnum upp. „Ef hagsmunirnir eru metnir það stórir og miklir kæmi það að sjálfsögðu til greina. En þetta þarf allt að vega og meta og það þarf að fara mjög vandlega í gegnum þetta. Ekki kasta bara einhverju fram. Það þarf að fara mjög vandlega yfir þetta,“ sagði Gunnar Bragi meðal annars. Landbúnaðarráðherra segir EES samninginn góðan milliríkjasamning. „Ég man ekki eftir því að þingflokksformaður Miðflokksins hafi rætt þann möguleika að segja upp EES samningnum þegar hann gegndi starfi utanríkisráðherra. Ég er ekki á þeim stað. Það kemur ekki til greina í mínum huga að segja upp EES samningnum bara si svona. Það er ekki inni í myndinni,“ segir ráðherra. „Þegar um matvælalöggjöfina var samiðáárunum 2005 til 2007 var það bara viðurkennt að menn voru að fórna minni hagsmunum fyrir meiri áþeim tíma. Þá var það meira að segja orðað meðþeim hætti,“ segir Kristján Þór Júlíusson.
Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Innflutningstakmarkanir á fersku kjöti ólögmætar að mati Hæstaréttar Hæstiréttur dæmdi í dag að íslenska ríkið hefði brotið gegn þjóðréttarlegum skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum. 11. október 2018 15:13 Gunnar Bragi segir koma til greina að segja EES-samningnum upp Þingflokksformaður Miðflokksins segir stjórnvöld verða að grípa inn í eftir dóm Hæstaréttar sem segir það brjóta gegn EES-samningnum að banna innflutning á fersku kjöti. 12. október 2018 12:52 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Innflutningstakmarkanir á fersku kjöti ólögmætar að mati Hæstaréttar Hæstiréttur dæmdi í dag að íslenska ríkið hefði brotið gegn þjóðréttarlegum skuldbindingum sínum samkvæmt EES-samningnum. 11. október 2018 15:13
Gunnar Bragi segir koma til greina að segja EES-samningnum upp Þingflokksformaður Miðflokksins segir stjórnvöld verða að grípa inn í eftir dóm Hæstaréttar sem segir það brjóta gegn EES-samningnum að banna innflutning á fersku kjöti. 12. október 2018 12:52