Forsætisráðherra segir stjórnvöld vilja greiða fyrir kjarasamningum Heimir Már Pétursson skrifar 12. október 2018 19:30 Forsætisráðherra segir stjórnvöld viljug til að greiða fyrir kjarasamningum með aðgerðum sem auki félagslegan stöðugleika. Nú þegar hafi verið gripið til margs konar úrræða í þeim efnum og önnur séu í farvatninu í tengslum við fjárlög næsta árs. Í kröfugerð nítján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins sem kynntar voru á miðvikudag er margt sem snýr beint að stjórnvöldum, meðal annars varðandi skatta, húsnæðismál, almannatryggingar og bætur. Komandi kjarasamningar eru að sjálfsögðu á milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar. Það fer hins vegar enginn í grafgötur með að erfitt verður að semja án aðkomu stjórnvalda. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra minnir á að kröfur fleiri verkalýðsfélaga eigi eftir að koma fram. „Ég hef að sjálfsögðu kynnt mér þessa kröfugerð Starfsgreinasambandsins. Hluti hennar eins og þú segir réttilega snýr að stjórnvöldum og margt rímar í raun og veru við það sem stjórnvöld eru þegar að gera,“ segir Katrín. Til að mynda standi yfir endurskoðun á tekjuskattskerfinu. En Starfsgreinasambandið krefst þess meðal annaras að persónuafsláttur verði þrepaskiptur þannig að lægstu laun verði skattfrjáls. „Við sjáum fyrstu merki þeirra breytinga núna í kring um fjárlagafrumvarpið. Þar sem við erum auðvitað að leggja til stórauknar barnabætur handa tekjulægri barnafjölskyldum og hækkun persónuafsláttar umfram neysluvísitölu,“ segir forsætisráðherra. Þá séu kröfur um aukinn stuðning við húsnæðismál þeirra lægst launuðu í samræmi við nýlega skýrslu sem unnin var fyrir stjórnvöld. Lög um aðkomu ríkisins að uppbyggingu almennra íbúða óhagnaðardrifinna leigufélaga í samstarfi við verkalýðshreyfinguna séu nýbyrjuð að virka. „Þannig að ég vonast nú til að þessi umgjörð muni halda áfram að vaxa og dafna á okkar húsnæðismarkaði. Það er auðvitað frumskylda að sjá til þess að fólk hafi hér þak yfir höfuðið.“ Þá vinni ríkisstjórnin að því að lækka kostnaðarþátttöku sjúklinga. „Svo tala þau um umgjörð vinnumarkaðarins. Þá er ég að vísa til þess sem hefur verið sérstaklega í umræðunni. Starfsmannaleigur og lagaumgjörð þeirra, mansalsmál, félagsleg undirboð. Félagsmálaráðherra hefur sett af stað hóp sem er að fara yfir þessi mál í heildstætt,“ segir forsætisráðherra. Það sé hins vegar samtaka launafólks og atvinnulífsins að gera kjarasamninga. „En við höfum ítrekað líst fyrir vilja okkar til að greiða fyrir þeim með aðgerðum sem auka félagslegan stöðugleika. Höfum þegar gripið til ýmissa aðgerða. Þannig að ég vona auðvitað að það muni skila árangri,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR bjartsýnn á víðtækt samflot Starfsgreinasambandið opinberaði sínar kröfur fyrir viðræður við Samtök atvinnulífsins í gær. 11. október 2018 18:30 Líkur á samfloti VR og SGS hafa aukist til mikilla muna Formaður VR er bjartsýnn á að samflot með SGS verði að veruleika í komandi kjaraviðræðum. Mun bjóða sig fram sem fyrsta varaforseta ASÍ. Formaður Eflingar er ánægð með kröftuga kröfugerð SGS. 12. október 2018 07:15 Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Forsætisráðherra segir stjórnvöld viljug til að greiða fyrir kjarasamningum með aðgerðum sem auki félagslegan stöðugleika. Nú þegar hafi verið gripið til margs konar úrræða í þeim efnum og önnur séu í farvatninu í tengslum við fjárlög næsta árs. Í kröfugerð nítján aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins sem kynntar voru á miðvikudag er margt sem snýr beint að stjórnvöldum, meðal annars varðandi skatta, húsnæðismál, almannatryggingar og bætur. Komandi kjarasamningar eru að sjálfsögðu á milli Samtaka atvinnulífsins og verkalýðshreyfingarinnar. Það fer hins vegar enginn í grafgötur með að erfitt verður að semja án aðkomu stjórnvalda. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra minnir á að kröfur fleiri verkalýðsfélaga eigi eftir að koma fram. „Ég hef að sjálfsögðu kynnt mér þessa kröfugerð Starfsgreinasambandsins. Hluti hennar eins og þú segir réttilega snýr að stjórnvöldum og margt rímar í raun og veru við það sem stjórnvöld eru þegar að gera,“ segir Katrín. Til að mynda standi yfir endurskoðun á tekjuskattskerfinu. En Starfsgreinasambandið krefst þess meðal annaras að persónuafsláttur verði þrepaskiptur þannig að lægstu laun verði skattfrjáls. „Við sjáum fyrstu merki þeirra breytinga núna í kring um fjárlagafrumvarpið. Þar sem við erum auðvitað að leggja til stórauknar barnabætur handa tekjulægri barnafjölskyldum og hækkun persónuafsláttar umfram neysluvísitölu,“ segir forsætisráðherra. Þá séu kröfur um aukinn stuðning við húsnæðismál þeirra lægst launuðu í samræmi við nýlega skýrslu sem unnin var fyrir stjórnvöld. Lög um aðkomu ríkisins að uppbyggingu almennra íbúða óhagnaðardrifinna leigufélaga í samstarfi við verkalýðshreyfinguna séu nýbyrjuð að virka. „Þannig að ég vonast nú til að þessi umgjörð muni halda áfram að vaxa og dafna á okkar húsnæðismarkaði. Það er auðvitað frumskylda að sjá til þess að fólk hafi hér þak yfir höfuðið.“ Þá vinni ríkisstjórnin að því að lækka kostnaðarþátttöku sjúklinga. „Svo tala þau um umgjörð vinnumarkaðarins. Þá er ég að vísa til þess sem hefur verið sérstaklega í umræðunni. Starfsmannaleigur og lagaumgjörð þeirra, mansalsmál, félagsleg undirboð. Félagsmálaráðherra hefur sett af stað hóp sem er að fara yfir þessi mál í heildstætt,“ segir forsætisráðherra. Það sé hins vegar samtaka launafólks og atvinnulífsins að gera kjarasamninga. „En við höfum ítrekað líst fyrir vilja okkar til að greiða fyrir þeim með aðgerðum sem auka félagslegan stöðugleika. Höfum þegar gripið til ýmissa aðgerða. Þannig að ég vona auðvitað að það muni skila árangri,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR bjartsýnn á víðtækt samflot Starfsgreinasambandið opinberaði sínar kröfur fyrir viðræður við Samtök atvinnulífsins í gær. 11. október 2018 18:30 Líkur á samfloti VR og SGS hafa aukist til mikilla muna Formaður VR er bjartsýnn á að samflot með SGS verði að veruleika í komandi kjaraviðræðum. Mun bjóða sig fram sem fyrsta varaforseta ASÍ. Formaður Eflingar er ánægð með kröftuga kröfugerð SGS. 12. október 2018 07:15 Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Formaður VR bjartsýnn á víðtækt samflot Starfsgreinasambandið opinberaði sínar kröfur fyrir viðræður við Samtök atvinnulífsins í gær. 11. október 2018 18:30
Líkur á samfloti VR og SGS hafa aukist til mikilla muna Formaður VR er bjartsýnn á að samflot með SGS verði að veruleika í komandi kjaraviðræðum. Mun bjóða sig fram sem fyrsta varaforseta ASÍ. Formaður Eflingar er ánægð með kröftuga kröfugerð SGS. 12. október 2018 07:15
Krefjast þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund á mánuði Starfsgreinasambandið krefst þess að lágmarkslaun verði 425 þúsund krónur í lok þriggja ára samningstímabils. Þá verði samið um krónutöluhækkanir launa og breytingar gerðar á persónuafslætti sem lækki eftir því sem laun hækka 10. október 2018 19:15