Barnabækur veita skjól og byggja brýr Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. október 2018 20:00 Úti í Mýri er mjög fjölbreytt partí, segir Kristín Helga. Fréttablaðið/Eyþór Margt áhugavert er í boði fyrir bókelsk börn og aðra áhugasama um ungmennabækur á barnabókahátíðinni Úti í Mýri sem stendur yfir í Norræna húsinu. Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur leggur sitt til málanna. „Ég er að dandalast úti á götu í litlu þorpi í Frakklandi,“ segir Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur þegar hún svarar símanum á miðjum miðvikudegi. En … ætlarðu samt ekki að að taka þátt í hátíðinni Úti í Mýri í Norræna húsinu um helgina? „Jú, ég flýg heim í fyrramálið og lendi hlaupandi. Veistu, þetta símtal bjargar mér frá mistökum, ég var að kíkja hérna í búð, þetta var algerlega það sem ég þurfti. Hvað ertu að spekúlera?“ Mig langar að vita hvað þú ætlar að boða á barnabókmenntahátíðinni. „Já, Úti í Mýri er mjög fjölbreytt partí. Ég held að mín aðkoma að því snúist aðallega um þau stóru mál sem eru í deiglunni, hlýnun jarðar og flóttafólkið sem er að flýja styrjaldir,“ segir Kristín Helga. Hún kveðst taka þátt í þremur dagskrárliðum. Sá fyrsti verður rétt fyrir hádegi á föstudag og hverfist um náttúruna hér í norðrinu og vistrýni í barnabókmenntum. „Það verður pallborð þar sem Margrét Tryggvadóttir stýrir umræðum og Dagný Kristjánsdóttir, Aðalsteinn Ásberg, Hjörleifur Hjartarson og ég munum ræða um hvort samfélagsmál, sem brenna á umhverfinu hverju sinni, eigi erindi í barnabókmenntir. Svarið við því er auðvitað já og ég held að við höldum áfram þaðan. Það er spennandi.“Mín aðkoma snýst aðallega um þau stóru mál sem eru í deiglunni, segir Kristín Helga.Fréttablaðið/EyþórAnnað giggið hennar Kristínar Helgu verður með rit-og myndhöfundinum Marit Törnqvist sem segir frá störfum sínum með flóttabörnum. „Við ræðum svolítið um pólitík í barnabókmenntum, hvað má og hvað má ekki. Hvernig barnabækur geta veitt skjól og byggt brýr milli ólíkra menningarheima. Á laugardaginn verðum við Áslaug Jónsdóttir rithöfundur og myndlistarmaður saman og tölum um bækurnar okkar sem tilnefndar eru til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, Skrímsli í vanda og Vertu ósýnilegur – flóttasaga Ishmaels. Sú síðarnefnda er kannski sú bók mín sem er hvað næst mér en samt lengst frá mér. Hún á svo mikið erindi við samtímann og ég vil að hún sé lesin í menntaskólum og grunnskólum landsins, málstaðarins vegna og til að skapa umræður.“ Þú verður sem sagt ekkert á léttu nótunum að þessu sinni. „Nei, það verður engin Fía Sól með mér í för. En hún spriklar í prentsmiðjunni núna og ég hlakka mjög til að hitta hana aftur. Það er glæný bók að gubbast út úr vélunum í Þýskalandi, hún heitir sko Fía Sól gefst aldrei upp, það er bara stelpustyrkur alla leið – og stráka. Hún er reyndar að glíma við stóru málin líka en á sinni línu og á sinn hátt.“ Jæja, nú ætla ég ekki að eyðileggja frekar fyrir þér Frakklandsferðina. „Blessuð góða, ég er að ráfa hér um í rigningu að leita að bar. Þetta er nauðaómerkilegt ferðalag.“ Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Margt áhugavert er í boði fyrir bókelsk börn og aðra áhugasama um ungmennabækur á barnabókahátíðinni Úti í Mýri sem stendur yfir í Norræna húsinu. Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur leggur sitt til málanna. „Ég er að dandalast úti á götu í litlu þorpi í Frakklandi,“ segir Kristín Helga Gunnarsdóttir rithöfundur þegar hún svarar símanum á miðjum miðvikudegi. En … ætlarðu samt ekki að að taka þátt í hátíðinni Úti í Mýri í Norræna húsinu um helgina? „Jú, ég flýg heim í fyrramálið og lendi hlaupandi. Veistu, þetta símtal bjargar mér frá mistökum, ég var að kíkja hérna í búð, þetta var algerlega það sem ég þurfti. Hvað ertu að spekúlera?“ Mig langar að vita hvað þú ætlar að boða á barnabókmenntahátíðinni. „Já, Úti í Mýri er mjög fjölbreytt partí. Ég held að mín aðkoma að því snúist aðallega um þau stóru mál sem eru í deiglunni, hlýnun jarðar og flóttafólkið sem er að flýja styrjaldir,“ segir Kristín Helga. Hún kveðst taka þátt í þremur dagskrárliðum. Sá fyrsti verður rétt fyrir hádegi á föstudag og hverfist um náttúruna hér í norðrinu og vistrýni í barnabókmenntum. „Það verður pallborð þar sem Margrét Tryggvadóttir stýrir umræðum og Dagný Kristjánsdóttir, Aðalsteinn Ásberg, Hjörleifur Hjartarson og ég munum ræða um hvort samfélagsmál, sem brenna á umhverfinu hverju sinni, eigi erindi í barnabókmenntir. Svarið við því er auðvitað já og ég held að við höldum áfram þaðan. Það er spennandi.“Mín aðkoma snýst aðallega um þau stóru mál sem eru í deiglunni, segir Kristín Helga.Fréttablaðið/EyþórAnnað giggið hennar Kristínar Helgu verður með rit-og myndhöfundinum Marit Törnqvist sem segir frá störfum sínum með flóttabörnum. „Við ræðum svolítið um pólitík í barnabókmenntum, hvað má og hvað má ekki. Hvernig barnabækur geta veitt skjól og byggt brýr milli ólíkra menningarheima. Á laugardaginn verðum við Áslaug Jónsdóttir rithöfundur og myndlistarmaður saman og tölum um bækurnar okkar sem tilnefndar eru til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs, Skrímsli í vanda og Vertu ósýnilegur – flóttasaga Ishmaels. Sú síðarnefnda er kannski sú bók mín sem er hvað næst mér en samt lengst frá mér. Hún á svo mikið erindi við samtímann og ég vil að hún sé lesin í menntaskólum og grunnskólum landsins, málstaðarins vegna og til að skapa umræður.“ Þú verður sem sagt ekkert á léttu nótunum að þessu sinni. „Nei, það verður engin Fía Sól með mér í för. En hún spriklar í prentsmiðjunni núna og ég hlakka mjög til að hitta hana aftur. Það er glæný bók að gubbast út úr vélunum í Þýskalandi, hún heitir sko Fía Sól gefst aldrei upp, það er bara stelpustyrkur alla leið – og stráka. Hún er reyndar að glíma við stóru málin líka en á sinni línu og á sinn hátt.“ Jæja, nú ætla ég ekki að eyðileggja frekar fyrir þér Frakklandsferðina. „Blessuð góða, ég er að ráfa hér um í rigningu að leita að bar. Þetta er nauðaómerkilegt ferðalag.“
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira