Formúlu 1 fyrir konur á næsta ári: "Stórt skref aftur á bak“ Bragi Þórðarson skrifar 11. október 2018 15:00 Mann er ekki ánægður með þessa þróun. vísir/getty 20 bestu kvenkyns ökuþórar heims munu etja kappi í nýju W-seríunni á næsta ári. Mótaröðin er hönnuð til þess að finna bestu kvenökuþóranna og hjálpa konum að komast í Formúlu 1. Sex keppnir verða í seríunni, allar í Evrópu, og mun sigurvegarinn fá 170 milljónir króna í verðlaunafé. Mörg Formúlu 1 lið hafa lýst yfir stuðningi við mótaröðina. „Kona hefur aldrei unnið Formúlu 1 keppni og hvað þá orðið meistari, markmið okkar er að breyta því,” sagði formaður seríunnar Catherine Bond Muir. Mörgum í akstursíþróttaheiminum finnst hugmyndin áhugaverð. Þar á meðal fyrrum Formúlu 1 ökuþórnum David Coulthard sem segir serían gefa kvenkyns ökumönnum möguleika á að sanna sig á stærra sviði. Þó taka ekki allir jafn vel í hugmyndina, Pippa Mann, fyrsta breska konan til að taka þátt í Indy 500 er mjög ósátt með seríuna. „Ég er mjög sorgmædd að að verða vitni að svona stóru skrefi aftur á bak,” sagði Mann á Twitter í dag. „Þetta er sorgardagur fyrir mótorsport, þeir sem hafa aurinn til að styrkja konur í akstursíþróttum vilja frekar eyða þeim pening í að aðskilja þær,” bætti Mann við. Allir bílarnir í W-seríunni verða eins og hver kappakstur verður um það bil 30 mínútur að lengd. Fyrsti kappaksturinn verður í Maí 2019. Akstursíþróttir Formúla Jafnréttismál Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
20 bestu kvenkyns ökuþórar heims munu etja kappi í nýju W-seríunni á næsta ári. Mótaröðin er hönnuð til þess að finna bestu kvenökuþóranna og hjálpa konum að komast í Formúlu 1. Sex keppnir verða í seríunni, allar í Evrópu, og mun sigurvegarinn fá 170 milljónir króna í verðlaunafé. Mörg Formúlu 1 lið hafa lýst yfir stuðningi við mótaröðina. „Kona hefur aldrei unnið Formúlu 1 keppni og hvað þá orðið meistari, markmið okkar er að breyta því,” sagði formaður seríunnar Catherine Bond Muir. Mörgum í akstursíþróttaheiminum finnst hugmyndin áhugaverð. Þar á meðal fyrrum Formúlu 1 ökuþórnum David Coulthard sem segir serían gefa kvenkyns ökumönnum möguleika á að sanna sig á stærra sviði. Þó taka ekki allir jafn vel í hugmyndina, Pippa Mann, fyrsta breska konan til að taka þátt í Indy 500 er mjög ósátt með seríuna. „Ég er mjög sorgmædd að að verða vitni að svona stóru skrefi aftur á bak,” sagði Mann á Twitter í dag. „Þetta er sorgardagur fyrir mótorsport, þeir sem hafa aurinn til að styrkja konur í akstursíþróttum vilja frekar eyða þeim pening í að aðskilja þær,” bætti Mann við. Allir bílarnir í W-seríunni verða eins og hver kappakstur verður um það bil 30 mínútur að lengd. Fyrsti kappaksturinn verður í Maí 2019.
Akstursíþróttir Formúla Jafnréttismál Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira