Michael var skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur er hann náði landi fyrr í dag en hefur nú verið lækkaður niður í þriðja stigs fellibyl. Meðalvindhraði, sem var nær 70 m/s er Michael náði landi, hefur lækkað en er þó enn um 55 m/s. Þá fylgir bylnum gríðarleg rigning og sjávarflóð. Eftir að hafa gengið á land í Flórída fikrar Michael sig upp með ströndinni og búast má við að áhrifa hans gæti rækilega í Alabama og Georgíu í kvöld.
Michael hefur þegar valdið gríðarlegu tjóni, einkum við Mexíkóströnd þar sem hann náði fyrst landi í dag. Myndböndin hér að neðan varpa ljósi á hamfarirnar en hundruð þúsunda hafa neyðst til að flýja heimili sín.
@ABC live as awning at @DavidMuir hotel collapses on air. #HuricaneMichaelpic.twitter.com/yCOdsFezTM
— Matthew Stuart Reid (@mattstureid) October 10, 2018
Damage already starting to impact #PanamaCityBeach Florida right now! Report: @MarcWeinbergWX#HuricaneMichael#MICHAELpic.twitter.com/GIFA9t1IiC
— WEATHER/ METEO WORLD (@StormchaserUKEU) October 10, 2018