Vildu strandstemningu með stráunum rándýru Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. október 2018 06:30 Kostnaður við kaup og gróðursetningu þessara stráa nam rúmlega 1,1 milljón króna. Stráin flutt inn sérstaklega frá Danmörku. Fréttablaðið/Stefán „Skýringin á því af hverju þetta er valið sem gróður, er til að skapa þessa strandstemningu,“ segir Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt, sem kom að því að velja hin umtöluðu strá við braggann í Nauthólsvík ásamt garðyrkjumanni. Umrædd strá voru flutt inn sérstaklega frá Danmörku en samkvæmt svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Fréttablaðsins nam kostnaður við innkaup á plöntunum sjálfum 756 þúsund krónum en niðursetning á þeim síðan 400 þúsund krónur. Alls 1.157 þúsund krónur. Samkvæmt sundurliðun kostnaðar vegna braggans sem borgaryfirvöld hafa birt greiddi borgin fyrirtæki Dagnýjar, Dagný Land Design, rúmar 140 þúsund krónur fyrir plöntuval á lóðinni en alls um 5,3 milljónir fyrir ýmis verkefni.Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt.Fréttablaðið/Hanna„Í stað þess að setja þarna gróður, runna eða þess háttar langaði okkur að hafa stemningu sem er meira í ætt við strönd. Þess vegna voru valin strá en ekki hefðbundnir runnar.“ Dagný segir að upphaflega hafi garðyrkjumaðurinn viljað sá fræjum og rækta stráin en síðan hafi komið í ljós að ekki má kaupa fræin, bara plöntuna. „Þannig verður það væntanlega dýrara. Ég sá aldrei á neinum tímapunkti verðin. En ég er ekki viss um að þetta sé dýrara en ef þú hefðir bara plantað venjulegum gróðri.“ Mörgum hefur þótt það til marks um óhóf að flytja hafi þurft inn strá frá Danmörku til að skreyta garðinn í Nauthólsvík. Dagný segir það mjög algengt. Megnið af þeim plöntum sem seldar eru á Íslandi séu innfluttar. „Það er svoldið verið að gera úlfalda úr mýflugu held ég.“ Á þriðja hundrað milljóna króna framúrkeyrsla í kostnaði við framkvæmdir á bragganum hefur verið harðlega gagnrýnd. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag segir borgarfulltrúinn Örn Þórðarson að braggaverkefnið hafi fyrst vakið athygli hans fyrir tveimur árum þegar áform um að Reykjavíkurborg ætlaði að útbúa félagsaðstöðu í húsnæði fyrir nemendur í HR fyrir 82 milljónir voru kynntar. Eins og fram hefur komið nemur kostnaður við framkvæmdirnar nú rúmlega 400 milljónum króna. Birtist í Fréttablaðinu Braggamálið Tengdar fréttir Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33 Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19 Keyptu 800 plöntur á tæpar 950 krónur stykkið Heildarkostnaður við stráin sem plantað hefur verið við braggann í Nauthólsvík nemur yfir 1,1 milljón króna. Innri endurskoðun á framúrkeyrslu kostnaðar við framkvæmdirnar við braggann er afar stutt á veg komin. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins og menntaður garðyrkjufræðingur, segir kostnaðinn við stráin dæmigerðan fyrir braggaverkefnið. 10. október 2018 19:45 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
„Skýringin á því af hverju þetta er valið sem gróður, er til að skapa þessa strandstemningu,“ segir Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt, sem kom að því að velja hin umtöluðu strá við braggann í Nauthólsvík ásamt garðyrkjumanni. Umrædd strá voru flutt inn sérstaklega frá Danmörku en samkvæmt svari Reykjavíkurborgar við fyrirspurn Fréttablaðsins nam kostnaður við innkaup á plöntunum sjálfum 756 þúsund krónum en niðursetning á þeim síðan 400 þúsund krónur. Alls 1.157 þúsund krónur. Samkvæmt sundurliðun kostnaðar vegna braggans sem borgaryfirvöld hafa birt greiddi borgin fyrirtæki Dagnýjar, Dagný Land Design, rúmar 140 þúsund krónur fyrir plöntuval á lóðinni en alls um 5,3 milljónir fyrir ýmis verkefni.Dagný Bjarnadóttir landslagsarkitekt.Fréttablaðið/Hanna„Í stað þess að setja þarna gróður, runna eða þess háttar langaði okkur að hafa stemningu sem er meira í ætt við strönd. Þess vegna voru valin strá en ekki hefðbundnir runnar.“ Dagný segir að upphaflega hafi garðyrkjumaðurinn viljað sá fræjum og rækta stráin en síðan hafi komið í ljós að ekki má kaupa fræin, bara plöntuna. „Þannig verður það væntanlega dýrara. Ég sá aldrei á neinum tímapunkti verðin. En ég er ekki viss um að þetta sé dýrara en ef þú hefðir bara plantað venjulegum gróðri.“ Mörgum hefur þótt það til marks um óhóf að flytja hafi þurft inn strá frá Danmörku til að skreyta garðinn í Nauthólsvík. Dagný segir það mjög algengt. Megnið af þeim plöntum sem seldar eru á Íslandi séu innfluttar. „Það er svoldið verið að gera úlfalda úr mýflugu held ég.“ Á þriðja hundrað milljóna króna framúrkeyrsla í kostnaði við framkvæmdir á bragganum hefur verið harðlega gagnrýnd. Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag segir borgarfulltrúinn Örn Þórðarson að braggaverkefnið hafi fyrst vakið athygli hans fyrir tveimur árum þegar áform um að Reykjavíkurborg ætlaði að útbúa félagsaðstöðu í húsnæði fyrir nemendur í HR fyrir 82 milljónir voru kynntar. Eins og fram hefur komið nemur kostnaður við framkvæmdirnar nú rúmlega 400 milljónum króna.
Birtist í Fréttablaðinu Braggamálið Tengdar fréttir Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33 Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19 Keyptu 800 plöntur á tæpar 950 krónur stykkið Heildarkostnaður við stráin sem plantað hefur verið við braggann í Nauthólsvík nemur yfir 1,1 milljón króna. Innri endurskoðun á framúrkeyrslu kostnaðar við framkvæmdirnar við braggann er afar stutt á veg komin. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins og menntaður garðyrkjufræðingur, segir kostnaðinn við stráin dæmigerðan fyrir braggaverkefnið. 10. október 2018 19:45 Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Eyþór gefur lítið fyrir yfirlýsingar Dags Braggablúsinn í Nauthólsvík skiptir um takt. Eyþór telur fráleitt af borgarstjóra að reyna að skjóta sér undan ábyrgð. 10. október 2018 11:33
Braggamálið „töluvert að umfangi“ og tími innri endurskoðunar óljós Ekki er hægt að segja til um það hversu langan tíma innri endurskoðun Reykjavíkurborgar á framkvæmdum við braggann í Nauthólsvík mun taka, að sögn Halls Símonarsonar, innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. 10. október 2018 19:19
Keyptu 800 plöntur á tæpar 950 krónur stykkið Heildarkostnaður við stráin sem plantað hefur verið við braggann í Nauthólsvík nemur yfir 1,1 milljón króna. Innri endurskoðun á framúrkeyrslu kostnaðar við framkvæmdirnar við braggann er afar stutt á veg komin. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins og menntaður garðyrkjufræðingur, segir kostnaðinn við stráin dæmigerðan fyrir braggaverkefnið. 10. október 2018 19:45
Dagur fordæmir framkvæmd við endurgerð braggans Meirihlutinn í borginni vill allt uppá borð varðandi braggann í Nauthólsvík. 10. október 2018 09:58