Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Kristján Már Unnarsson skrifar 10. október 2018 21:15 Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra. Í fyrra gagnrýndi hann forvera sinn fyrir að ætla að láta vegfarendur borga meira fyrir þjónustu sem þeir væru þegar búnir að greiða fyrir með sköttum og gjöldum af eldsneyti. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Ráðherranum var bent á það í þingumræðum í dag að hann hefði sjálfur gagnrýnt forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Samgönguráðherra mælti samtímis í dag fyrir bæði fimm ára og fimmtán ára samgönguáætlun. Það skein í gegn að það vantar ennþá mikla fjármuni uppá til að mæta kröfum úr öllum landshlutum. Þessa lausn nefndi ráðherrann: „Það er hægt að tvöfalda þá upphæð sem rynni til vegakerfisins með gjaldtöku á ákveðnum mannvirkjum, svo sem brúm og göngum, og það er ein þeirra leiða sem verið er að skoða til að tryggja aukið fjármagn í vegakerfið," sagði Sigurður Ingi og boðaði lagafrumvarp um málið eftir áramót. „Samþykki Alþingi að ráðast í nýjar fjármögnunarleiðir verður hægt að hraða mikilvægum vega- og jarðgangaframkvæmdum í áætluninni," sagði samgönguráðherrann á Alþingi í dag.Jón Steindór Valdimarsson segir merkilegt að skoða hvað Sigurður Ingi sagði um vegtolla þegar hann var í stjórnarandstöðu í fyrra.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, vakti athygli á því að hér væri ráðherrann kominn í mótsögn við það sem hann sagði í fyrra. „Mér finnst þetta dálítið merkilegt, sérstaklega ef maður skoðar ummæli hæstvirts samgönguráðherra frá fyrri stigum, þegar hann var í stjórnarandstöðu, og átti meðal í orðastað við fyrrverandi samgönguráðherra, háttvirtan þingmann núna Jón Gunnarsson, og sagði þá, með leyfi forseta, í eldhúsdagsumræðum: „Málflutningur samgönguráðherra er náttúrlega sá sem best passar í þessum efnum þegar hann segir: Ef þið viljið meira skuluð þið borga meira, og það fyrir þjónustu sem ég hygg að flestir séu sammála um að ríkið eigi að greiða og að menn séu með sköttum og gjöldum af eldsneyti búnir að greiða í ríkissjóð nú þegar"," sagði Jón Steindór þegar hann las upp úr þingræðu Sigurðar Inga frá 29. maí árið 2017. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Tengdar fréttir Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Ráðherranum var bent á það í þingumræðum í dag að hann hefði sjálfur gagnrýnt forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Samgönguráðherra mælti samtímis í dag fyrir bæði fimm ára og fimmtán ára samgönguáætlun. Það skein í gegn að það vantar ennþá mikla fjármuni uppá til að mæta kröfum úr öllum landshlutum. Þessa lausn nefndi ráðherrann: „Það er hægt að tvöfalda þá upphæð sem rynni til vegakerfisins með gjaldtöku á ákveðnum mannvirkjum, svo sem brúm og göngum, og það er ein þeirra leiða sem verið er að skoða til að tryggja aukið fjármagn í vegakerfið," sagði Sigurður Ingi og boðaði lagafrumvarp um málið eftir áramót. „Samþykki Alþingi að ráðast í nýjar fjármögnunarleiðir verður hægt að hraða mikilvægum vega- og jarðgangaframkvæmdum í áætluninni," sagði samgönguráðherrann á Alþingi í dag.Jón Steindór Valdimarsson segir merkilegt að skoða hvað Sigurður Ingi sagði um vegtolla þegar hann var í stjórnarandstöðu í fyrra.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, vakti athygli á því að hér væri ráðherrann kominn í mótsögn við það sem hann sagði í fyrra. „Mér finnst þetta dálítið merkilegt, sérstaklega ef maður skoðar ummæli hæstvirts samgönguráðherra frá fyrri stigum, þegar hann var í stjórnarandstöðu, og átti meðal í orðastað við fyrrverandi samgönguráðherra, háttvirtan þingmann núna Jón Gunnarsson, og sagði þá, með leyfi forseta, í eldhúsdagsumræðum: „Málflutningur samgönguráðherra er náttúrlega sá sem best passar í þessum efnum þegar hann segir: Ef þið viljið meira skuluð þið borga meira, og það fyrir þjónustu sem ég hygg að flestir séu sammála um að ríkið eigi að greiða og að menn séu með sköttum og gjöldum af eldsneyti búnir að greiða í ríkissjóð nú þegar"," sagði Jón Steindór þegar hann las upp úr þingræðu Sigurðar Inga frá 29. maí árið 2017. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Tengdar fréttir Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Samgönguáætlun boðar lengri bið eftir stórverkum í vegagerð Tvöföldun Reykjanesbrautar klárast eftir fimmtán ár, jarðgöng til Seyðisfjarðar frestast um áratug, engin fjárveiting er í Sundabraut og minnst áratugur er í að Miklabraut fari í stokk. Þessi tíðindi birtast í nýrri samgönguáætlun. 20. september 2018 19:45