Börn innflytjenda eiga rétt á sömu tækifærum Jórunn Pála Jónasdóttir skrifar 10. október 2018 07:00 Börn innflytjenda eiga rétt á sömu tækifærum og önnur börn í íslensku skólakerfi og til þátttöku í frístunda- og íþróttastarfi. Þess vegna mun ég leggja fram tillögu Sjálfstæðisflokksins um að Reykjavíkurborg beiti sér fyrir því að minnka eða útrýma þeim mismun sem myndast hefur á milli barna innflytjenda og annarra barna hvað varðar námsárangur og þáttöku í íþróttum og tómstundum. Í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar segir meðal annars að allir skuli njóta jafns réttar án tillits til uppruna, þjóðernis, stéttar, tungumáls, litarháttar, trúarbragða eða annarar stöðu. Þá segir að Reykjavíkurborg skuli meðal annars „tryggja þátttöku foreldra af erlendum uppruna í skóla- og frístundastarfi barna sinna og aðgengi þeirra að upplýsingum“. Mikilvægt er að tillagan verði samþykkt í borgarstjórn svo að málið fái skjótan framgang innan borgarkerfisins og leitað verði skjótra úrbóta, enda lýtur hún að mannréttindum barna sem tilheyra þessum hópi. Sé litið á samanburð á milli OECD-landanna hvað varðar árangur barna innflytjenda í lesskilningi kemur í ljós að staðan á Ísland er slæm og árangri barna innflytjenda á PISA-prófi fer hrakandi. Börn innflytjenda hafa sömu væntingar og aðrir til langskólanáms og því er mikilvægt að þeir hafi frá byrjun sömu tækifæri til náms og aðrir. Nýjar rannsóknir sýna einnig að þátttaka barna af erlendum uppruna í skipulögðu tómstundastarfi er minni en annarra barna. Þessi staða er óboðleg og til þess fallin að auka á aðstöðumun á meðal barna í grunnskólum eftir uppruna þeirra, þjóðerni, tungumáli eða öðru sem leiðir af stöðu þeirra sem börn innflytjenda. Því leggja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að borgarstjórn Reykjavíkurborgar taki skýra afstöðu í málinu og beiti sér fyrir því að ráðin verði bót á stöðu þessara barna. Það er von mín að málið hljóti hljómgrunn, þvert á flokka í borgarstjórn. Réttur til náms við hæfi er meðal annars verndaður í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, grunnskólalögum og alþjóðlegum sáttmálum sem Ísland er aðili að. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Sjá meira
Börn innflytjenda eiga rétt á sömu tækifærum og önnur börn í íslensku skólakerfi og til þátttöku í frístunda- og íþróttastarfi. Þess vegna mun ég leggja fram tillögu Sjálfstæðisflokksins um að Reykjavíkurborg beiti sér fyrir því að minnka eða útrýma þeim mismun sem myndast hefur á milli barna innflytjenda og annarra barna hvað varðar námsárangur og þáttöku í íþróttum og tómstundum. Í mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar segir meðal annars að allir skuli njóta jafns réttar án tillits til uppruna, þjóðernis, stéttar, tungumáls, litarháttar, trúarbragða eða annarar stöðu. Þá segir að Reykjavíkurborg skuli meðal annars „tryggja þátttöku foreldra af erlendum uppruna í skóla- og frístundastarfi barna sinna og aðgengi þeirra að upplýsingum“. Mikilvægt er að tillagan verði samþykkt í borgarstjórn svo að málið fái skjótan framgang innan borgarkerfisins og leitað verði skjótra úrbóta, enda lýtur hún að mannréttindum barna sem tilheyra þessum hópi. Sé litið á samanburð á milli OECD-landanna hvað varðar árangur barna innflytjenda í lesskilningi kemur í ljós að staðan á Ísland er slæm og árangri barna innflytjenda á PISA-prófi fer hrakandi. Börn innflytjenda hafa sömu væntingar og aðrir til langskólanáms og því er mikilvægt að þeir hafi frá byrjun sömu tækifæri til náms og aðrir. Nýjar rannsóknir sýna einnig að þátttaka barna af erlendum uppruna í skipulögðu tómstundastarfi er minni en annarra barna. Þessi staða er óboðleg og til þess fallin að auka á aðstöðumun á meðal barna í grunnskólum eftir uppruna þeirra, þjóðerni, tungumáli eða öðru sem leiðir af stöðu þeirra sem börn innflytjenda. Því leggja borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að borgarstjórn Reykjavíkurborgar taki skýra afstöðu í málinu og beiti sér fyrir því að ráðin verði bót á stöðu þessara barna. Það er von mín að málið hljóti hljómgrunn, þvert á flokka í borgarstjórn. Réttur til náms við hæfi er meðal annars verndaður í stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, grunnskólalögum og alþjóðlegum sáttmálum sem Ísland er aðili að.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun