Ólíklegt að Bandaríkjadalur gefi eftir á næstunni Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 10. október 2018 06:30 Íslenska krónan hefur veikst um tæp 18 prósent gagnvart Bandaríkjadal frá lokum mars á sama tíma og krónan hefur veikst um tæp níu prósent gagnvart evru. Vísir/Getty Styrking Bandaríkjadals gagnvart íslensku krónunni á síðustu mánuðum hefur jákvæð áhrif á ferðaþjónustu hér á landi að mati aðalhagfræðings Kviku banka sem telur ólíklegt að styrkingin gangi til baka á næstunni. Íslenska krónan hefur veikst um tæp 18 prósent gagnvart Bandaríkjadal frá lokum mars á sama tíma og krónan hefur veikst um tæp níu prósent gagnvart evru. „Stóra skýringin er sú að það hafa orðið skil í þróun peningamála beggja vegna Atlantshafsins. Bandaríski seðlabankinn hefur hækkað vexti og hætt magnbundinni íhlutun en lítið hefur gerst í Evrópu,“ segir Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka. Kristrún segir þróunina jákvæða fyrir útflutningsgreinar og þá sérstaklega ferðaþjónustu. „Bandaríkjamenn hafa drifið áfram ferðaþjónustuna að undanförnu. Ef krónan veikist vegna innlendra þátta, og dollarinn styrkist í ofanálag, þá eykst kaupmáttur Bandaríkjamanna á Íslandi.“ Hins vegar verði innflutningur á bandarískum vörum og ferðir til Bandaríkjanna dýrari. Þá hafi vaxtahækkanir bandaríska seðlabankans orðið til þess að draga úr vaxtamun á milli Bandaríkjanna og Íslands. „Minnkun vaxtamunar gæti dregið úr eftirsókn bandarískra fjárfesta í íslenska vexti og þar með innflæði á verðbréfamarkaðinn.“ Kristrún segir að styrkingu Bandaríkjadals megi einnig rekja til vandræða í nýmarkaðsríkjum á borð við Argentínu og Tyrkland. Þar hafi fjármagn flætt úr landi og í dollaraeignir. „Ákveðinn spírall getur skapast, þar sem fjármagn leitar í dollaraeignir vegna vanda nýmarkaðsríkja sem styrkir dollarann, en styrkingin ýtir enn frekar undir vanda ríkjanna því þau skulda að miklu leyti í dollar. Ég held að það sé ólíklegt að styrkingin á dollarnum gangi til baka á næstunni þar sem mikið fjármagn getur enn leitað frá nýmarkaðsríkjunum og vaxtahækkanir eru ekki á dagskrá í Evrópu.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Styrking Bandaríkjadals gagnvart íslensku krónunni á síðustu mánuðum hefur jákvæð áhrif á ferðaþjónustu hér á landi að mati aðalhagfræðings Kviku banka sem telur ólíklegt að styrkingin gangi til baka á næstunni. Íslenska krónan hefur veikst um tæp 18 prósent gagnvart Bandaríkjadal frá lokum mars á sama tíma og krónan hefur veikst um tæp níu prósent gagnvart evru. „Stóra skýringin er sú að það hafa orðið skil í þróun peningamála beggja vegna Atlantshafsins. Bandaríski seðlabankinn hefur hækkað vexti og hætt magnbundinni íhlutun en lítið hefur gerst í Evrópu,“ segir Kristrún Frostadóttir, aðalhagfræðingur Kviku banka. Kristrún segir þróunina jákvæða fyrir útflutningsgreinar og þá sérstaklega ferðaþjónustu. „Bandaríkjamenn hafa drifið áfram ferðaþjónustuna að undanförnu. Ef krónan veikist vegna innlendra þátta, og dollarinn styrkist í ofanálag, þá eykst kaupmáttur Bandaríkjamanna á Íslandi.“ Hins vegar verði innflutningur á bandarískum vörum og ferðir til Bandaríkjanna dýrari. Þá hafi vaxtahækkanir bandaríska seðlabankans orðið til þess að draga úr vaxtamun á milli Bandaríkjanna og Íslands. „Minnkun vaxtamunar gæti dregið úr eftirsókn bandarískra fjárfesta í íslenska vexti og þar með innflæði á verðbréfamarkaðinn.“ Kristrún segir að styrkingu Bandaríkjadals megi einnig rekja til vandræða í nýmarkaðsríkjum á borð við Argentínu og Tyrkland. Þar hafi fjármagn flætt úr landi og í dollaraeignir. „Ákveðinn spírall getur skapast, þar sem fjármagn leitar í dollaraeignir vegna vanda nýmarkaðsríkja sem styrkir dollarann, en styrkingin ýtir enn frekar undir vanda ríkjanna því þau skulda að miklu leyti í dollar. Ég held að það sé ólíklegt að styrkingin á dollarnum gangi til baka á næstunni þar sem mikið fjármagn getur enn leitað frá nýmarkaðsríkjunum og vaxtahækkanir eru ekki á dagskrá í Evrópu.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira