Laun í öðrum gjaldmiðli? Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson skrifar 29. október 2018 07:00 „Það er glapræði að taka lán í annarri mynt en þeirri sem þú hefur tekjur í.“ Þessi orð heyrðust oft í kjölfar efnahagshrunsins þegar margir sáu lán sín tvöfaldast við hrun krónunnar. En er einhver munur á því í dag að taka lán í erlendri mynt og verðtryggðu íslensku krónunni? Þegar krónan lækkar gagnvart helstu viðskiptamyntum þá hækkar innkaupsverð á neysluvörum þar sem nánast allt er innflutt. Allir sem koma að innflutningi og sölu á innfluttri neysluvöru á Íslandi hafa tól til að bregðast við slíkum sveiflum, þeir einfaldlega hækka verð sem um nemur og í leiðinni tekur verðtryggingin við sér og hækkar verðtryggð lán og leiguverð. Það geta allir brugðist við nema hinn almenni launþegi. Hann getur ekki brugðist við sveiflum og „hækkað verð“ með litlum fyrirvara. Launin eru ekki verðtryggð. Og hvað gerist þá? Kjarasamningar fara upp í loft með tilheyrandi átökum á milli hagsmunaaðilanna, launþega og atvinnurekenda. Þetta er eins og vera með laun í öðrum gjaldmiðli. Íslensk heimili eru spákaupmenn á gjaldeyrismarkaði og veðja stöðugt á að krónan styrkist. Spákaupmenn taka á sig mikla áhættu í von um mikinn gróða en líklegra er að þeir tapi. En í tilfelli íslensku heimilanna þá eru þau tilneydd í þessi viðskipti og þau tapa alltaf því aldrei hefur krónan styrkst til lengri tíma. Það má auðveldlega sjá á gengisþróun krónunnar frá upphafi. Ef tekin væri upp erlend mynt, svo sem evra, þá myndu þessar sveiflur vera færðar frá hinum almenna launþega. Verð á neysluvörum yrði stöðugra og laun héldust í hendur við neysluverð og verðtryggingin hyrfi. Og átök á vinnumarkaði yrðu mun minni. Af hverju eiga heimili, sem almennt eru áhættufælin, að taka á sig allar gjaldeyrissveiflur íslensku krónunnar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
„Það er glapræði að taka lán í annarri mynt en þeirri sem þú hefur tekjur í.“ Þessi orð heyrðust oft í kjölfar efnahagshrunsins þegar margir sáu lán sín tvöfaldast við hrun krónunnar. En er einhver munur á því í dag að taka lán í erlendri mynt og verðtryggðu íslensku krónunni? Þegar krónan lækkar gagnvart helstu viðskiptamyntum þá hækkar innkaupsverð á neysluvörum þar sem nánast allt er innflutt. Allir sem koma að innflutningi og sölu á innfluttri neysluvöru á Íslandi hafa tól til að bregðast við slíkum sveiflum, þeir einfaldlega hækka verð sem um nemur og í leiðinni tekur verðtryggingin við sér og hækkar verðtryggð lán og leiguverð. Það geta allir brugðist við nema hinn almenni launþegi. Hann getur ekki brugðist við sveiflum og „hækkað verð“ með litlum fyrirvara. Launin eru ekki verðtryggð. Og hvað gerist þá? Kjarasamningar fara upp í loft með tilheyrandi átökum á milli hagsmunaaðilanna, launþega og atvinnurekenda. Þetta er eins og vera með laun í öðrum gjaldmiðli. Íslensk heimili eru spákaupmenn á gjaldeyrismarkaði og veðja stöðugt á að krónan styrkist. Spákaupmenn taka á sig mikla áhættu í von um mikinn gróða en líklegra er að þeir tapi. En í tilfelli íslensku heimilanna þá eru þau tilneydd í þessi viðskipti og þau tapa alltaf því aldrei hefur krónan styrkst til lengri tíma. Það má auðveldlega sjá á gengisþróun krónunnar frá upphafi. Ef tekin væri upp erlend mynt, svo sem evra, þá myndu þessar sveiflur vera færðar frá hinum almenna launþega. Verð á neysluvörum yrði stöðugra og laun héldust í hendur við neysluverð og verðtryggingin hyrfi. Og átök á vinnumarkaði yrðu mun minni. Af hverju eiga heimili, sem almennt eru áhættufælin, að taka á sig allar gjaldeyrissveiflur íslensku krónunnar?
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun