Innlent

Banaslys á Reykjanesbraut

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka slysið.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka slysið. Vísir
Karlmaður lést í hörðum árekstri jepplings og fólksbíls á Reykjanesbraut til móts við Vallahverfið í Hafnarfirði snemma í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

Lögreglu barst tilkynning um slysið klukkan 5:44 í morgun en bílarnir voru að koma úr gagnstæðri átt. Hinn látni var farþegi í öðrum bílnum. Hann var fluttur á Landspítalann og úrskurðaður látinn við komuna þangað.

Báðir ökumennirnir voru sömuleiðis fluttir á slysadeild en talið er að þeir séu ekki alvarlega slasaðir. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka slysið.

Reykjanesbraut var lokað í um tvo klukkutíma í morgun vegna slyssins á meðan viðbragðsaðilar athöfnuðu sig á vettvangi. Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, gat ekki gefið frekari upplýsingar um slysið í samtali við fréttastofu nú á tólfta tímanum.

Uppfært: Maðurinn sem lést var erlendur ferðamaður. Þetta kemur fram í frétt RÚV.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×