Trump segir vopnalöggjöfina hafa "lítið að gera“ með árásina í Pittsburgh Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2018 19:01 Donald Trump Bandaríkjaforseti á leið upp í forsetaflugvélina Air Force One. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að skotvopnalöggjöf landsins hafi lítið að gera með árásina í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh fyrr í dag. Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. Að minnsta kosti ellefu létu lífið og tólf særðust í árásinni, þar af nokkrir lögreglumenn, sem gerð var í Tree of Life bænahúsinu í austurhluta borgarinnar. Lögregla hefur staðfest að árásarmaðurinn hafi verið 46 ára að aldri, Robert Bowers að nafni. Hann á að hafa hrópað að „allir gyðingar [skuli] deyja“ þegar hann hóf skothríðina. Hann er í haldi lögreglu.Niðurstaðan orðið önnur Trump ræddi við fréttamenn um árásina áður en hann fór um borð í forsetaflugvélina á leið í ráðstefnu bænda í Indianapolis síðdegis í dag. „Ef þeir hefði verið með einhverja vernd innan hofsins hefði niðurstaðan geta orðið allt öðruvísi. [...] Þau voru það ekki og því miður gat hann gert hluti sem hann hefði ekki átt að geta,“ sagði forsetinn. Trump sagði að árásin hefði lítið að gera með skotvopnalöggjöf landsins. Hins vegar sagði hann að Bandaríkin ættu að herða lögin þannig að fleiri sem fremji glæpi sem þessa og yrðu dæmdir til dauða. Eftir árás í Marjory Stoneman Douglas skólanum í Parkland í Flódída í febrúar síðastliðinn lagði Trump til að kennarar ættu að fá að bera vopn. Þannig væri hagt að koma í veg fyrir slíkar árásir.Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skotárás í Pittsburgh: Árásarmaðurinn í haldi lögreglu Talið er að átta séu látnir hið minnsta eftir skotárás á Bænahús gyðinga í Pittsburgh í dag. 27. október 2018 15:32 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að skotvopnalöggjöf landsins hafi lítið að gera með árásina í bænahúsi gyðinga í Pittsburgh fyrr í dag. Forsetinn segir að hægt hefði verið að koma í veg fyrir árásina ef vopnaður vörður hefði verið inni í bænahúsinu. Að minnsta kosti ellefu létu lífið og tólf særðust í árásinni, þar af nokkrir lögreglumenn, sem gerð var í Tree of Life bænahúsinu í austurhluta borgarinnar. Lögregla hefur staðfest að árásarmaðurinn hafi verið 46 ára að aldri, Robert Bowers að nafni. Hann á að hafa hrópað að „allir gyðingar [skuli] deyja“ þegar hann hóf skothríðina. Hann er í haldi lögreglu.Niðurstaðan orðið önnur Trump ræddi við fréttamenn um árásina áður en hann fór um borð í forsetaflugvélina á leið í ráðstefnu bænda í Indianapolis síðdegis í dag. „Ef þeir hefði verið með einhverja vernd innan hofsins hefði niðurstaðan geta orðið allt öðruvísi. [...] Þau voru það ekki og því miður gat hann gert hluti sem hann hefði ekki átt að geta,“ sagði forsetinn. Trump sagði að árásin hefði lítið að gera með skotvopnalöggjöf landsins. Hins vegar sagði hann að Bandaríkin ættu að herða lögin þannig að fleiri sem fremji glæpi sem þessa og yrðu dæmdir til dauða. Eftir árás í Marjory Stoneman Douglas skólanum í Parkland í Flódída í febrúar síðastliðinn lagði Trump til að kennarar ættu að fá að bera vopn. Þannig væri hagt að koma í veg fyrir slíkar árásir.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Skotárás í Pittsburgh: Árásarmaðurinn í haldi lögreglu Talið er að átta séu látnir hið minnsta eftir skotárás á Bænahús gyðinga í Pittsburgh í dag. 27. október 2018 15:32 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Skotárás í Pittsburgh: Árásarmaðurinn í haldi lögreglu Talið er að átta séu látnir hið minnsta eftir skotárás á Bænahús gyðinga í Pittsburgh í dag. 27. október 2018 15:32