Drífa segir gríðarleg verkefni framundan hjá ASÍ Heimir Már Pétursson skrifar 26. október 2018 12:05 Drífa segir að það hafi verið kominn tími til að kona næði kjöri í embætti forseta ASÍ. Vísir/Vilhelm Drífa Snædal framkvæmdastjóri nýkjörin forseti Alþýðusambandsins segir gríðarleg verkefni framundan við að ná kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum fyrir áramót. Það hafi verið kominn tími til að kona næði kjöri í embætti forseta ASÍ. Gylfi Arnbjörnsson lætur nú af embætti forseta Alþýðusambandsins en hann var fyrst kjörinn forseti sambandsins hrunárið 2008 eða fyrir tíu árum. Kjörsókn var góð því 293 þingfulltrúar af um 300 greiddu atkvæði og var aðeins eitt atkvæði autt. Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastjóri AFLS starfsgreinasambands á Austurlandi hlaut 100 atkvæði, eða 34,2 prósent atkvæða en Drífa Snædal hlaut 192 atkvæði eða 65,8 prósent.Hvað er þér efst í huga?„Þakklæti fyrir atkvæðin. Tilhlökkin fyrir að takast á við þetta verkefni. Nú sé ég hvaða folk ég er að fá með mér. Það á eftir að kjósa varaforseta og miðstjórn. Ég er bara full tilhlökkunar,” sagði Drífa nýstigin úr pontu eftir að úrslitin voru kynnt. Drífa er fyrsta konan í hundrað og tveggja ára sögu Alþýðusambandsins til að ná kjöri í embætti forseta sambandsins. „Það skiptir alltaf máli að félagsmenn eigi sína fulltrúa og það sé fjölbreytileiki. Konur og karlar og það var svo sannarlega kominn tími til,” segir Drífa. Drífa segir verkefnin framundan risavaxin en fyrir dyrum standa kjarasamningar allra verkalýðsfélaga á almenna vinnumarkaðnum því gildandi samningar renna út um áramótin. „Við þurfum að bæta lífskkjör og gera skattkerfið jafnara. Barátta gegn félagslegum undirboðum, húsnæðiskerfið. Það eru gríðarlega stór verkefni framundan. Og það þarf að bretta upp ermarnar á mánudaginn,” sagði Drífa Snædal nýkjörin forseti ASÍ. Nú stendur yfir kosning um embætti fyrsta og annars varaforseta ASÍ og að þeim kosningum loknum verða kosnir fulltrúar í miðstjórn. Við greinum nánar frá þingi Alþýðusambandsins á Vísi í dag og í kvöldfréttum Stöðvar 2. Kjaramál Tengdar fréttir Drífa Snædal forseti ASÍ fyrst kvenna Kosið var um nýjan forseta á þingi sambandsins nú í morgun. 26. október 2018 11:15 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Drífa Snædal framkvæmdastjóri nýkjörin forseti Alþýðusambandsins segir gríðarleg verkefni framundan við að ná kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum fyrir áramót. Það hafi verið kominn tími til að kona næði kjöri í embætti forseta ASÍ. Gylfi Arnbjörnsson lætur nú af embætti forseta Alþýðusambandsins en hann var fyrst kjörinn forseti sambandsins hrunárið 2008 eða fyrir tíu árum. Kjörsókn var góð því 293 þingfulltrúar af um 300 greiddu atkvæði og var aðeins eitt atkvæði autt. Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastjóri AFLS starfsgreinasambands á Austurlandi hlaut 100 atkvæði, eða 34,2 prósent atkvæða en Drífa Snædal hlaut 192 atkvæði eða 65,8 prósent.Hvað er þér efst í huga?„Þakklæti fyrir atkvæðin. Tilhlökkin fyrir að takast á við þetta verkefni. Nú sé ég hvaða folk ég er að fá með mér. Það á eftir að kjósa varaforseta og miðstjórn. Ég er bara full tilhlökkunar,” sagði Drífa nýstigin úr pontu eftir að úrslitin voru kynnt. Drífa er fyrsta konan í hundrað og tveggja ára sögu Alþýðusambandsins til að ná kjöri í embætti forseta sambandsins. „Það skiptir alltaf máli að félagsmenn eigi sína fulltrúa og það sé fjölbreytileiki. Konur og karlar og það var svo sannarlega kominn tími til,” segir Drífa. Drífa segir verkefnin framundan risavaxin en fyrir dyrum standa kjarasamningar allra verkalýðsfélaga á almenna vinnumarkaðnum því gildandi samningar renna út um áramótin. „Við þurfum að bæta lífskkjör og gera skattkerfið jafnara. Barátta gegn félagslegum undirboðum, húsnæðiskerfið. Það eru gríðarlega stór verkefni framundan. Og það þarf að bretta upp ermarnar á mánudaginn,” sagði Drífa Snædal nýkjörin forseti ASÍ. Nú stendur yfir kosning um embætti fyrsta og annars varaforseta ASÍ og að þeim kosningum loknum verða kosnir fulltrúar í miðstjórn. Við greinum nánar frá þingi Alþýðusambandsins á Vísi í dag og í kvöldfréttum Stöðvar 2.
Kjaramál Tengdar fréttir Drífa Snædal forseti ASÍ fyrst kvenna Kosið var um nýjan forseta á þingi sambandsins nú í morgun. 26. október 2018 11:15 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Drífa Snædal forseti ASÍ fyrst kvenna Kosið var um nýjan forseta á þingi sambandsins nú í morgun. 26. október 2018 11:15