Gjaldþrota bankar hafi ekki ritstjórnarvald Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. október 2018 09:59 Fjármálaráðherra er í aðalhlutverki á forsíðu nýjasta tölublaðs Stundarinnar, sem kom út í dag. Skjáskot „Bannaðar fréttir birtar.“ Með þessum orðum kynnti Stundin áframhaldandi umfjöllun sína upp úr gögnum úr gamla Glitni, rúmu ári eftir að lögbann var sett á fréttaflutning blaðsins úr Glitnisskjölunum. Umfjöllunin telur 12 síður í nýjasta tímariti Stundarinnar. Í henni er Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagður hafa leitt viðskipti „Engeyginga í meira mæli en komið hefur fram,“ að nafn frænda hans, Benedikts Jóhannessonar, megi finna í gögnunum og að afskriftir tengdar fjölskyldu þeirra nemi 130 milljörðum króna.Umfjöllunina má nálgast með því að smella hér.Stundin vann fréttir upp úr Glitnisgögnunum í aðdraganda alþingiskosninga síðasta árs. Glitnir HoldCo, þrotabú hins fallna Glitnis, fór fram á lögbann á umfjöllunina, tveimur vikum fyrir kosningarnar, sem sýslumaður féllst á. Síðan eru liðnir 375 dagar.Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður, Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjórar Stundarinnar, í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/ElínTvö dómstig komust þó að þeirri niðurstöðu að lögbannið hafi verið ólögmætt. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfum Glitnis HoldCo í febrúar síðastliðnum og var málinu áfrýjað til Landsréttar - sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms þann 5. október síðastliðinn. Ekki liggur fyrir hvort Glitnir HoldCo hafi í hyggju að áfrýja málinu til Hæstaréttar, en fresturinn til þess eru fjórar vikur.Sjá einnig: „Ég óska þess innilega að þeir láti staðar numið hér“ Nýjasta tölublað Stundarinnar kom þó út þegar aðeins tæpar 3 vikur eru liðnar frá úrskurði Landsréttar. Forsvarsmenn blaðsins segja að engu að síður hafi verið ákveðið að halda umfjöllun úr gögnunum áfram og að ákvörðunin byggi á lögfræðilegum og siðferðislegum grunni.Lögin óuppfærð „Í fyrsta lagi kemur fram í lögum um kyrrsetningu og lögbann að þegar þrjár vikur eru liðnar frá synjun dómstóla falli lögbann niður. Þrjár vikur eru liðnar frá og með útgáfudegi þessa tölublaðs Stundarinnar,“ segir á vef blaðsins og bætt við að í lögbannslögum sé ekki gert ráð fyrir tilvist Landsréttar. „Þannig kemur fram að lögbann haldist eftir áfrýjun til „æðri dóms“, en ef æðri dómur staðfestir ákvæði héraðsdóms um synjun um staðfestingu gerðar felli hún úr gildi frá dómsuppsögu þar. Æðri dómur, Landsréttur, hefur þegar úrskurðað lögbannið ólögmætt, og er því samkvæmt óuppfærðum lögum um lögbann metið óþarft af lögmönnum Stundarinnar að bíða niðurstöðu Hæstaréttar.“ Hvað siðferðisþáttinn varðar segja aðstandendur Stundarinnar að það geti vart talist réttlætanlegt að láta þrotabú banka stýra umfjöllun fjölmiðla. „[H]vað þá umfjöllunum sem renna stoðum undir að starfsmenn, eigendur og stórir viðskiptamenn bankans – þar á meðal einn valdamesti stjórnmálamaður landsins – hafi forðað persónulegum fjármunum sínum og komið þeim í var á sama tíma og þeir höfðu aðgengi að mikilvægum upplýsingum um alvarlegan vanda bankans.“Nánar má fræðast um málið á vef Stundarinnar. Lögbann Glitnis Tengdar fréttir „Ég óska þess innilega að þeir láti staðar numið hér“ Einn ritstjóra Stundarinnar segir aðstandendur miðilsins fagna þeim áfangasigri sem felist í dómi Landsréttar 5. október 2018 16:20 Stundin lagði Glitni í Landsrétti Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Stundarmálinu svokallaða. 5. október 2018 14:42 Kröfu Glitnis um gögn frá Stundinni vísað frá Hæstarétti Hæstiréttur hefur vísað frá máli Glitnis HoldCo gegn Stundinni og Reykjavík Media þar sem þess var krafist að fjölmiðlarnir afhentu gögn úr gamla Glitni um viðskiptavini bankans sem fjölmiðlarnir hafa undir höndum. 7. júní 2018 17:39 Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Sjá meira
„Bannaðar fréttir birtar.“ Með þessum orðum kynnti Stundin áframhaldandi umfjöllun sína upp úr gögnum úr gamla Glitni, rúmu ári eftir að lögbann var sett á fréttaflutning blaðsins úr Glitnisskjölunum. Umfjöllunin telur 12 síður í nýjasta tímariti Stundarinnar. Í henni er Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, sagður hafa leitt viðskipti „Engeyginga í meira mæli en komið hefur fram,“ að nafn frænda hans, Benedikts Jóhannessonar, megi finna í gögnunum og að afskriftir tengdar fjölskyldu þeirra nemi 130 milljörðum króna.Umfjöllunina má nálgast með því að smella hér.Stundin vann fréttir upp úr Glitnisgögnunum í aðdraganda alþingiskosninga síðasta árs. Glitnir HoldCo, þrotabú hins fallna Glitnis, fór fram á lögbann á umfjöllunina, tveimur vikum fyrir kosningarnar, sem sýslumaður féllst á. Síðan eru liðnir 375 dagar.Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður, Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjórar Stundarinnar, í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/ElínTvö dómstig komust þó að þeirri niðurstöðu að lögbannið hafi verið ólögmætt. Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði kröfum Glitnis HoldCo í febrúar síðastliðnum og var málinu áfrýjað til Landsréttar - sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms þann 5. október síðastliðinn. Ekki liggur fyrir hvort Glitnir HoldCo hafi í hyggju að áfrýja málinu til Hæstaréttar, en fresturinn til þess eru fjórar vikur.Sjá einnig: „Ég óska þess innilega að þeir láti staðar numið hér“ Nýjasta tölublað Stundarinnar kom þó út þegar aðeins tæpar 3 vikur eru liðnar frá úrskurði Landsréttar. Forsvarsmenn blaðsins segja að engu að síður hafi verið ákveðið að halda umfjöllun úr gögnunum áfram og að ákvörðunin byggi á lögfræðilegum og siðferðislegum grunni.Lögin óuppfærð „Í fyrsta lagi kemur fram í lögum um kyrrsetningu og lögbann að þegar þrjár vikur eru liðnar frá synjun dómstóla falli lögbann niður. Þrjár vikur eru liðnar frá og með útgáfudegi þessa tölublaðs Stundarinnar,“ segir á vef blaðsins og bætt við að í lögbannslögum sé ekki gert ráð fyrir tilvist Landsréttar. „Þannig kemur fram að lögbann haldist eftir áfrýjun til „æðri dóms“, en ef æðri dómur staðfestir ákvæði héraðsdóms um synjun um staðfestingu gerðar felli hún úr gildi frá dómsuppsögu þar. Æðri dómur, Landsréttur, hefur þegar úrskurðað lögbannið ólögmætt, og er því samkvæmt óuppfærðum lögum um lögbann metið óþarft af lögmönnum Stundarinnar að bíða niðurstöðu Hæstaréttar.“ Hvað siðferðisþáttinn varðar segja aðstandendur Stundarinnar að það geti vart talist réttlætanlegt að láta þrotabú banka stýra umfjöllun fjölmiðla. „[H]vað þá umfjöllunum sem renna stoðum undir að starfsmenn, eigendur og stórir viðskiptamenn bankans – þar á meðal einn valdamesti stjórnmálamaður landsins – hafi forðað persónulegum fjármunum sínum og komið þeim í var á sama tíma og þeir höfðu aðgengi að mikilvægum upplýsingum um alvarlegan vanda bankans.“Nánar má fræðast um málið á vef Stundarinnar.
Lögbann Glitnis Tengdar fréttir „Ég óska þess innilega að þeir láti staðar numið hér“ Einn ritstjóra Stundarinnar segir aðstandendur miðilsins fagna þeim áfangasigri sem felist í dómi Landsréttar 5. október 2018 16:20 Stundin lagði Glitni í Landsrétti Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Stundarmálinu svokallaða. 5. október 2018 14:42 Kröfu Glitnis um gögn frá Stundinni vísað frá Hæstarétti Hæstiréttur hefur vísað frá máli Glitnis HoldCo gegn Stundinni og Reykjavík Media þar sem þess var krafist að fjölmiðlarnir afhentu gögn úr gamla Glitni um viðskiptavini bankans sem fjölmiðlarnir hafa undir höndum. 7. júní 2018 17:39 Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Fleiri fréttir Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Sjá meira
„Ég óska þess innilega að þeir láti staðar numið hér“ Einn ritstjóra Stundarinnar segir aðstandendur miðilsins fagna þeim áfangasigri sem felist í dómi Landsréttar 5. október 2018 16:20
Stundin lagði Glitni í Landsrétti Landsréttur staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur í Stundarmálinu svokallaða. 5. október 2018 14:42
Kröfu Glitnis um gögn frá Stundinni vísað frá Hæstarétti Hæstiréttur hefur vísað frá máli Glitnis HoldCo gegn Stundinni og Reykjavík Media þar sem þess var krafist að fjölmiðlarnir afhentu gögn úr gamla Glitni um viðskiptavini bankans sem fjölmiðlarnir hafa undir höndum. 7. júní 2018 17:39