Fjölgar í hópi aldraðra með fíknivanda Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. október 2018 19:45 Um fjögur þúsund einstaklingar yfir 65 ára aldri hafa verið greindir með vímuefnavanda að sögn fyrrverandi forstjóra sjúkrahússins Vogs. Hann segir hópinn eiga eftir að stækka með hækkandi aldri þjóðarinnar og reynast samfélaginu dýr verði ekki brugðist við. Fjallað var um fíknivanda aldraðra á vísindadegi Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum á Kleppi í dag. Þar kom fram að sjúklingahópurinn á Vogi telji um nítján þúsund manns og af þeim eru fjögur þúsund yfir 65 ára aldri. Samhliða aukinni áfengisneyslu og hækkandi aldri þjóðarinnar á þessi hópur eftir að stækka að sögn Þórarins Tyrfingssonar, fyrrverandi forstjóra Sjúkrahússins Vogs. „Þetta er gíðarlega mikið og stórt vandamál sem við erum varla farin að takast á við og bíður okkar í framtíðinni. Ef við tökumst ekki á við þetta er þetta svo dýrt," segir Þórarinn.Hildur Þórarinsdóttir.Hann segir flesta í hópnum glíma við áfengisvandamál eða misnotkun á róandi, kvíðastillandi eða svefnlyfjum. „En auðvitað koma bæði kannabisneytendur og þeir sem sprauta vímuefnum í æð, þeir munu ná þessum aldri." Þórarinn segir að aukinn kostnaður muni lenda á sjúkrahúsum vegna fleiri innlagna og Hildur Þórarinsdóttir, öldrunarlæknir á Landakoti, bætir við að meðferð þeirra sé einnig flóknari. Þetta eru viðkvæmari einstaklingar. „Þeir eru oft komnir með fleiri sjúkdóma. Þeir eru að taka meira af ýmsum lyfjum og samspil vímuefna og fíkniefna með því er flókið. Þeir eru viðkvæmari í afeitrun og það tekur lengri tíma," segir hún. „Félagsþjónustan er þegar farin að borga mjög mikið í heimaþjónustunni vegna þess að við tökum ekki nægilega skynsamlega á vandanum og samræmum ekki kerfið nógu vel og þetta er bara það sem bíður okkar í framtíðinni að leysa," segir Þórarinn. Hann segir nauðsynlegt að huga að þessum málaflokki. „Það vantar svigrúm, peninga og einnig að beina athygli heilbrigðisþjónustunnar og félagsþjónustunnar að þessum málaflokki sérstaklega og hversu nauðsynlegt sé að vinna sameiginlega að honum." Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Um fjögur þúsund einstaklingar yfir 65 ára aldri hafa verið greindir með vímuefnavanda að sögn fyrrverandi forstjóra sjúkrahússins Vogs. Hann segir hópinn eiga eftir að stækka með hækkandi aldri þjóðarinnar og reynast samfélaginu dýr verði ekki brugðist við. Fjallað var um fíknivanda aldraðra á vísindadegi Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum á Kleppi í dag. Þar kom fram að sjúklingahópurinn á Vogi telji um nítján þúsund manns og af þeim eru fjögur þúsund yfir 65 ára aldri. Samhliða aukinni áfengisneyslu og hækkandi aldri þjóðarinnar á þessi hópur eftir að stækka að sögn Þórarins Tyrfingssonar, fyrrverandi forstjóra Sjúkrahússins Vogs. „Þetta er gíðarlega mikið og stórt vandamál sem við erum varla farin að takast á við og bíður okkar í framtíðinni. Ef við tökumst ekki á við þetta er þetta svo dýrt," segir Þórarinn.Hildur Þórarinsdóttir.Hann segir flesta í hópnum glíma við áfengisvandamál eða misnotkun á róandi, kvíðastillandi eða svefnlyfjum. „En auðvitað koma bæði kannabisneytendur og þeir sem sprauta vímuefnum í æð, þeir munu ná þessum aldri." Þórarinn segir að aukinn kostnaður muni lenda á sjúkrahúsum vegna fleiri innlagna og Hildur Þórarinsdóttir, öldrunarlæknir á Landakoti, bætir við að meðferð þeirra sé einnig flóknari. Þetta eru viðkvæmari einstaklingar. „Þeir eru oft komnir með fleiri sjúkdóma. Þeir eru að taka meira af ýmsum lyfjum og samspil vímuefna og fíkniefna með því er flókið. Þeir eru viðkvæmari í afeitrun og það tekur lengri tíma," segir hún. „Félagsþjónustan er þegar farin að borga mjög mikið í heimaþjónustunni vegna þess að við tökum ekki nægilega skynsamlega á vandanum og samræmum ekki kerfið nógu vel og þetta er bara það sem bíður okkar í framtíðinni að leysa," segir Þórarinn. Hann segir nauðsynlegt að huga að þessum málaflokki. „Það vantar svigrúm, peninga og einnig að beina athygli heilbrigðisþjónustunnar og félagsþjónustunnar að þessum málaflokki sérstaklega og hversu nauðsynlegt sé að vinna sameiginlega að honum."
Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira